Mosfellingur - 14.07.2006, Page 9

Mosfellingur - 14.07.2006, Page 9
9Bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Strákarnir í 6. fl okki Afturelding- ar fóru í góða og velheppnaða ferð til Vestmannaeyja á dögunum, þar þeir sem tóku þátt í Shell-mótinu. Mótið er jafnan stærsta knattspyrnu- mót 6. fl okks ár hvert þar sem um 1000 strákar frá yfi r 20 félögum etja kappi saman ásamt því að spranga, sigla og margt fl eira. Fjöldi foreldra og systkina fylgdi strákunum til Eyja og náðu strákarnir ágætis árangri á knattspyrnuvellinum. Ferðin tókst í alla staði mjög vel enda aðalatriðið að hafa gaman af. Á myndinni má sjá strákana í 6. fl okki ásamt fararstjórum, bæjarstjórn, for- manni íþrótta- og tómstunda nefndar og formanni Aftureldingar. Eins og fl estir vita hefur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar farið í tónleikaferðir erlendis með eldri deild sína á tveggja til þriggja ára fresti. Á dögunum fóru krakkarnir til Ítalíu en nú er komið að Ítölunum að heimsækja Ísland. Fimmtudaginn 13. júlí kemur hing að til lands 70 manna lúðra- sveit frá Monzuno en förin er partur af vinasambandi Skóla hljómsveitarinnar og tónlistarskól ans Corpo Bandistico. Rétt eins og okkar fólki var tekið opnum örmum úti munu krakkarnir hér taka Ítalina inn á heimili sín og sýna þeim hvernig íslenskt heimilislíf fer fram. Það verður nóg að gera hjá Ítölunum hér á landi. Þeir kynnast meðal annars íslenska hestinum uppi í Helgadal, skoða sögufræga staði í Mosfellssveitinni, leika á tónleik um í Orkuveitunni kl. 11.30 á föstudag og kl. 18 við Hótel Örk í Hveragerði. Blá lónið verður að sjálfsögðu skoðað, farið verður í hvalaskoðun og kl. 17 á laugardag verða tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur og eru allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. Þriðjudaginn 18. júlí verða svo lokatónleikar í Gagnfræðaskólanum kl. 20 og eru allir, sérstaklega innansveit- ungar, hvattir til að mæta og sjá Corpo Bandistico leika listir Gæsluvöllurinn opinn í allt sumar Gæsluvöllur Mosfellsbæjar við Njarðarholt verður opinn í allt sumar frá kl. 9 til 12 og 13 til 16. Þar geta börn frá 20 mánaða aldri upp í 6 ára komið og leikið sér í góðu og öruggu umhverfi . Gjald fyrir gæslu er 100 kr. á klukkustund. Lendingakeppni á Tungubökkum Silfur-Jodel lendinga keppnin 2006 var haldin á fl ugvellinum á Tungubökkum þann 22. júní síðastliðinn. Fjöldi manns lagði leið sína og fylgdist með keppn- inni sem tókst vel og veðrið lék við keppendur sem og áhorfend- ur. Það var Haukur Snorrason sem sigraði keppn ina, Jón Karl Snorrason lenti í því öðru og Orri Eiríksson endaði í þriðja sæti í lendingakeppninni. Fjör á Shell-móti í Vestmannaeyjum Sólbaðstofa Mosfellsbæjar Þverholti 5 S. 566-8110 Opið í sumar mán.-fös. 17-23 lau 13-19 sun lokað Frjálst og óháð bæjarblað mosfellingur@mosfellingur.is Ítalskur lúðraþytur Skólahljómsveitin tekur á móti gestgjöfum sínum frá Ítalíu

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.