Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Vopnað rán í Krónunni upplýst Um miðjan júlímánuð réðust nokkrir ungir menn að starfs- fólki Krónunnar og höfðu á brott með sér talsvert fé. Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir lokun verslunarinnar og voru fi mm handteknir í kjölfarið. Um innansveitarmenn var að ræða og þykir málið upplýst. Skóflustunga tekin í Leirvogstungu Fyrsta skófl ustunga að íbúða- hverfi nu Leirvogstungu var tekin í blíðskaparveðri í júlí. Hverfi ð er sérstakt fyrir þær sakir að þar verða einungis sérbýlisíbúðir en mjög fá dæmi eru um svo stór sérbýlishúsa- hverfi í seinni tíð. Íbúðirnar verða 400 og munu skiptast í einbýlishús, raðhús og keðjuhús. Leirvogstunga er bújörð og sama fjölskyldan hefur búið þar í á ann- að hundrað ár. Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson sem er af fi mmta ættlið fjölskyldunnar stendur að framkvæmdunum en faðir hans Guðmund ur Magnússon tók fyrstu skófl ustunguna ásamt Herdísi Sigur- jónsdóttur varaforseta bæjarstjórnar. Við þetta tækifæri var einnig opnuð glæsileg heimasíða www.leirvogs- tunga.is með ítarlegum upplýsingum um hverfi ð og skipulag þess. Í þessum fyrsta áfanga verða seldar um 100 af þeim 400 lóðum sem gert er ráð fyrir í hverfi nu. Lóðirnar skiptast næstum til helm- inga í einbýlishúsalóðir og rað- og keðjuhúsalóðir. Þessar lóðir eru þær lóðir hverfi sins sem eru næst miðbæ Mosfellsbæjar en tengibraut verður lögð þangað frá Leirvogstungu. Sam- byggður leik- og grunnskóli sem sam- ræmist framsæknum hugmyndum Mosfellsbæjar um einstaklingsmiðað nám og aukna samþættingu leik- og grunnskóla verður reistur í miðju hverfi sins. Sala á lóðum fer fram í gegn- um fasteignasala eins og önnur sala á fasteignum en hægt er að gera tilboð til 24. ágúst. Fasteigna- salarnir eru Ein ar Páll Kjærnest- ed, einarp@fastmos.is löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölu Mos- fellsbæjar og Garðar Garðarsson, gardar@landslog.is hrl. og löggiltur fasteigna- og skipasali hjá Lands- lögum. Sala á lóðum hafin í Leirvogstungu, nýju sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ Til hamingju Mosó Þann 9. ágúst átti Mosfells- bær afmæli en sveitar félagið hét Mosfellshreppur (Mosfellssveit) fram til 9. ágúst 1987. Bærinn fagnar því 20 ára afmæli á næsta ári. Í tilefni amælisins hefur verið opnuð myndlistarsýn- ing í Listasalnum sem stendur yfi r til 27. ágúst, eða fram yfi r hátíðarhöldin „Í túninu heima”. Korpúlfstaðavegur opnaður formlega Ragnheiður Ríkharðs dóttir, bæjarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, opnuðu formlega Korpúlfsstaðaveg föstudaginn 21. júlí. Ragnheiður og Vilhjálm- ur mættust á miðri Korpúlfs- staðabrú og klipptu á borða en landamerki sveitarfélaganna afmarkast af ánni. Nýja leiðin er án efa mikil samgöngubót milli Mosfellsbæj- ar og Grafarvogs og ekki að efa að hún mun m.a. verða skólafólki kærkomin stytting í Borgarholtsskóla. Frá vinstri: Bjarni Sv. Guðmundsson og Katrín Sif Ragnarsdóttir, eigendur Leirvogstungu, Loftur Árnason framkvæmdastjóri Ístaks, Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri SPV og Atli Örn Jóns- son framkvæmdastjóri þjónustusviðs SPV. Skófl ustunguna tóku Guðmundur Magn- ússon faðir Bjarna og Herdís Sigurjóns- dóttir varaforseti bæjarstórnar.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.