Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 8
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar 8 Útimarkaður í Álafosskvos Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina „Í túninu heima“ laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17. Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur; nýafskornar rósir, íslenskt te frá Hveragerði, söl, harðfi skur og glænýr Þingvallasilungur. Komp- udót og ótal margt fl eira - bæði gamalt og nýtt. Skátafélagið Mosverjar heldur lífi í mannskapnum með gómsætum veitingum og býður krökkunum í leiktæki. Við hvetjum Mosfellinga til að taka hraustlega til hendinni og stækka við sig með því að setja í verð það sem nýtilegt. Allir geta verið með og tekið þátt í að skapa sannkallaða sveitar- og markaðsstemningu í Álafosskvos. Áhugasamir tilkynni þátttöku til Sigríðar Árdal í síma 660- 7667. Meistarar Strákarnir í Nóatúni sigruðu glæsilega á ár- legu Kaupás-móti milli verslana fyrirtækisins sem fram fór síðustu helgi á Tungubökkum Bærinn snyrtur Það hefur viðrað misjafnlega á krakkana í Vinnuskóla Mosfellsbæjar í sumar. Hér sjást krakkarnir í sumarskapi með hrífurnar á lofti. MOSFELLINGUR „Í túninu heima“ mælir með... Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmenn í Frístundasel. Lausar eru tvær stöður í Frístundaseli við Lágafellsskóla frá 14 til 17 alla virka daga. Frístundaselin bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur í 2. – 4. bekk grunnskóla eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Starfsmenn í hlutastörfum: Hæfniskröfur: Uppeldismenntun og/eða reynsla af starfi með börnum. Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum. Umsóknum má skila inn á skrifstofu Mosfellsbæjar, 1. hæð. Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að senda inn umsóknir á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is Laun greidd samkv. kjarasamningum starfmannafélags Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í s: 660-0750 / 566-6754, sg@mos.is Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar. Starfsmenn óskast í Frístundasel Myndlistarsýning myndlistarmanna frá Loimaa á íkonum og öðrum helgimyndum Listasalur Mosfellsbæjar 9. ágúst – 27. ágúst Loimaa – Mosfellsbær Norrænir vinabæir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.