Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 17
17Íþróttir - Mosfellingur Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Hvíti Riddarinn á toppnum Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ Helgina 11.-13. ágúst var haldin sveitakeppni GSÍ í golfi þar sem karlasveit Kjalar gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð. Sveitin var skipuð þeim Heiðari Davíð Bragasyni, Sigurpáli Geir Sveinssyni, Magnúsi Lárussyni, Davíð Má Vilhjálmssyni, Arnari Sigurbjörnssyni og Kristjáni Þór Einarssyni. Þá náði kvennasveit Kjalar öðru sæti á sama móti. Frábær árangur á EM öldunga Halldór Matthíasson, öldungur í frjálsíþróttadeild Aftureldingar, varð í 4. sæti í fi mmtarþraut í fl okki 55-59 ára á EM öldunga í Poznan í Póllandi á dögunum. Árangur í einstök- um greinum var eftirfarandi: Kringlukast 35,87 m, spjótkast 36,61 m, langstökk 4,76 m, 200m hlaup 29,18 sek og 1500m hlaup 6:06,53 mín. Hljómur á Café Victor Föstudagskvöldið 8. sept 23-01 Föstudagskvöldið 1. sept 23-01 REY-CUP meistarar Í sumar tóku 3. og 4. fl okkur kvenna þátt í hinu alþjóðlega VISA REY-CUP móti Þróttar. Er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig með afbrigðum vel, 3. fl okkur var REY-CUP meistari í sjö manna bolta og 4. fl okkur B-lið var REY-CUP meist- ari B-liða í 11 manna bolta. Þess má geta að allar stúlkurnar í 4. fl okki A spiluðu eitthvað líka með 3. fl okki svo að segja má að allar okkar stelpur hafi orðið meistarar. Frábær árangur það! Á myndinni má sjá B-lið Afturelding- ar, REY-CUP meistara 2006. Hvíti Riddarinn hefur verið að gera góða hluti í sumar undir hand- leiðslu Geirs Rúnars þjálfara liðsins. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni til þessa. Á miðvikudaginn tryggði liðið sér þáttökurétt í úrslitakeppni 3. deildar með góðum 2-5 útisigri á Markeregni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Hvíti Ridarinn nær svo langt en liðið er aðeins á sínu öðru ári í deildarkeppni KSÍ. Næsta laugardag mun Riddarinn spila sinn síðasta leik í deildinni og eru Mosfellingar hvattir til að mæta á Varmárvöll kl. 14.00. Þar sem tveir starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar voru að fara á eftirlaun þurfum við að ráða í þeirra stað karl og konu við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Íþróttamiðstöðin er ein stærsta þjónustumiðstöð bæjarins og vinna þar um 15 starfsmenn. Hæfniskröfur: Hafa ríka þjónustulund Hafa gaman að vinna og starfa með börnum og unglingum. Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum. Umsóknum má skila inn á skrifstofu Mosfellsbæjar, 1.hæð. Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að senda inn umsóknir á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is Laun greidd samkv. kjarasamningum starfmanna félags Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í s: 660-0750 / 566-6754, sg@mos.is Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar. Starfsmenn óskast í Íþróttamiðstöðina að Varmá

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.