Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 6
Bæjarhátíðin Í túninu heima verður flottari með hverju árinu. Látum myndirnar tala sínu máli og sjáumst á sama tíma að ári. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 VEL HEPPNUÐ BÆJARHÁTÍÐ Í TÚNINU HEIMA Básinn hjá VGH var einn vinsælasti básinn í sýningarhöllinni. Arnhildur og Kristjana að lokn- um tónleikum í Listasalnum Guðrún og Kittý með bros á vör Blysin tendruð að loknum brekkusöng Vorboðarnir taka Hvítu mávar... Lukka og Orri úr Sigurrós með varning á útimarkaðnum í Álafosskvosinni Handverkskonurnar hressar Mikið stuð á stórdans- leiknum í Hlégarði Rósirnar úr Dalsgarði klikka ekki frekar en fyrri daginn Gulli einbeittur í boltakastinu Krakkarnir léku á als oddi þessa helgi Þröstur og Anna tryggja sér miða á ballið í tíma hjá Hönnu Ávallt viðbúnarFrjáls aðferð í markinu Nýir starfsmenn hjá Mosfellsbæ Jóhanna Björg Hansen, byggingarverkfræðingur, hefur verið ráðin sem forstöðumaður tækni- og um- hverfissviðs Mos- fellsbæjar. Hún tók við starfinu af Tryggva Jónssyni. Þá hefur Finnur Birgis- son, arkitekt, verið ráðinn skipulagsfulltrúi sem er nýtt starf hjá bænum. Skipulagsfulltrúi er framkvæmda- stjóri skipulags- og byggingarnefndar. Garðaeigendur fá viðurkenningar Umhverfisnefnd hefur lagt til að eftirtöldum garðeigendum verði veittar viðurkenningar árið 2006. - Spóahöfði 19 fyrir vel hirtan og fallegan garð. Eigendur: Fjóla Leósdóttir og Guðjón Þorvaldsson - Arnartangi 26 hvatningarviður- kenning fyrir endurnýjaðan garð. Eigendur: Esther Helga Guðmundsdóttir og Höskuldur Blöndal Kjartansson. - Björn Sigurbjörnsson í Gróanda fyrir ræktunarstörf. - Guðrún Hafsteinsdóttir og Páll Aðalsteinsson í Bjarkarholti 1 fyrir störf í þágu skógræktar í Mosfellsbæ. Hjóli stolið Þessu hjóli var stolið frá Hjalla- hlíð 6 aðfaranótt laugardagsins 26. ágúst. Þetta er nýtt hjól 10 ára gamals stráks. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið eru beðnir um að senda póst á mosfellingur- @mosfellingur.is eða hringja í síma 659-6979.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.