Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 18
 Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar18 Sólbaðsstofa Mosfellsbæjar Vorum á fá til sölu Sólbaðsstofu Mosfellsbæjar. Þetta er falleg stofa á góðum stað í vaxandi bæjarfélagi. Fimm sólbekkir og góð sturtuaðstaða auk herbergis sem nú er notað undir nudd. Rótgróið fyrirtæki í örum vexti. Sólbaðsstofan er á besta stað í miðbæ Mosfellsbæjar. TIL SÖLU Hunda- og kattaeigendur Nú að undanförnu hafa borist auknar kvartanir til dýraeftirlits vegna mikils óþrifnaðar af völdum hunda og katta, þ.e. að ekki er hirt upp eftir þá og einnig að hundar gangi um lausir. Af þessu tilefni beinir dýraeftir- litið þeim eindregnu tilmælum til eigenda dýranna að hirða ávallt upp skítinn eftir dýrin. Auk þess óskum við eftir því að dýraeigendur skipti sér af öðrum dýraeig- endum sem láti hjá líðast að hreinsa upp eftir dýrin. Það er mjög mikilvægt að allir hunda- og kattaeig- endur þrífi upp skítinn og haldi umhverfi nu snyrti- legu, fáir sóðar eyðileggja fyrir hinum sem eru til fyrirmyndar. 4. gr – Almennt um skyldur hundeigenda Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfi r honum. Á almannafæri er hundeiganda skylt að fjarlægja saur eftir hund á tryggilegan hátt. Einnig er minnt á að lausaganga hesta er bönnuð. Laus hross sem tilkynnt er um verða fl utt í geymslu og ein- ungis afhent gegn greiðslu handsömunargjalds auk útlagðs kostnaðar. Dýraeftirlit Mosfellsbæjar Ert þú á danskakúrnum, atkinskúrnum, herbalife eða einhverju því um líku? Jú, vissulega er hægt að ná verulegum árangri á þess konar kúrum útlitslega þ.e. fækka kílóum en það jafnast ekkert á við hreyf- ingu hvað varðar heilbrigt og hraustlegt útlit. Það má nefnilega ekki gleyma því að þótt að fjöldinn all- ur af kílóum fjúki þá verður hjartað ekkert sterkara, lungun ekkert betri og hvorki vöðvar né bein styrkj- ast. Fjölbreytt hreyfi ng tekur á öllum þessum þátt- um og ekki má gleyma andlegu hliðinni. Nú er komið haust og allir að koma reglu á sín daglegu störf og ekki síst sína heilsurækt. Sumarið er liðið með öllum sínum hliðarsporum og nú er tími til að koma sér Í TOPPFORM. Toppform býður upp á fjölbreytta hreyfi ngu fyrir þig og þína fjölskyldu. Flestir Mosfellingar ættu að fi nna sér eitthvað við sitt hæfi til að bæta heilsuna. Því eins og fl estir vita er bætt heilsa gulli betri. Nú eru engar afsakanir í boði. Létt leikfi mi heita tímar sem eru á mánud. og miðvikud. kl.16.40 og eru ágætisbyrjun fyrir fólk sem ekki hef- ur treyst sér í hefbundna þolfi mitíma. Hreyfi ngar eru rólegar og tónlistin lágt stillt. Lögð verður áhersla á æskilega líkamsstöðu, úthaldsþjálfun, liðkandi og styrkjandi æfi ngar. Stöðugleika- og jafnvægisþjálfun, vöðva- teygjur, slökun og fræðslu. Kennari er Kristín Reynisdóttir sjúkraþjálfari. Einnig eru í boði átta vikna námskeið sem kemur þér í gírinn og hefst það 13. september. Það er viktun og fundur á hverjum miðvikudegi klukkan 19.30. Mikil hvatning, persónuleg ráðgjöf og agi. Kennari Magn- ea S. Ingimundardóttir. Tafl an okkar er full af fjölbreyttum og skemmti- legum tímum og hvet ég þig, lesandi góður, til að koma við og fá nánari upplýsingar eða fara inn á heimasíðuna okkar www.itoppformi.is. Nú er bara að stökkva upp úr sófanum og fara að hreyfa sig reglulega. Elli og Halla Karen Setjum heilsuna í forgang og njótum lífsins Þann 15. ágúst fóru 12 kennarar við Varmárskóla auk Björns Þráins, forstöðumanns fræðslusviðs Mos- fellsbæjar, í námsferð til Þýskalands að heimsækja stærðfræðisafn. Steinunn Jónsdóttir og Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir báðar stærðfræði- kennarar við Varmárskóla undir- bjuggu ferðina. Markmið ferðarinnar var að kynnast verklegum viðfangsefnum í stærðfræði og ekki síst að sjá þetta nafntogaða safn sem þekkt er fyrir stærðfræðileg viðfangsefni. Einkunnarorð safnsins eru: Stærðfræðin færir hamingju og það segir meira en mörg orð. Heimsókn í Mathematikum, Giessen Þýskalandi Frá vinstri: Díana, Helga, Hafdís, Kjartan, Kristín, Björn, Ásdís, Þyrí, Steinunn, Heiðveig, Guðmundur, Ingibjörg og Guðlaug Frjálst og óháð bæjarblað mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.