Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 19
Í eldhúsinu Grænt karrýgúllas hjá Sædísi 19Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Að ná tökum á eigin fjármálum Fjármálanámskeið verður haldið í september 2006 mán- udaga og miðvikudaga, hefst 13. september til og með 27. september, alls 5 skipti, kl. 17:30 – 21. Leiðbeinandi: Garðar Björgvinsson hjá Fjármálaþjónustunni. Þátttaka tilkynnist í þjónustuveri Mosfellsbæjar eða með tölvupósti til mh@mos.is. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólakennarar/ þroskaþjálfi Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að metnaðarfullum leikskóla- kennurum bæði í stöðu deildarstjóra og aðrar stöður leikskóla- kennara. Um er að ræða 100% stöður. Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu af starfi með börnum. Einnig leitum við að þroskaþjálfa til starfa. Að vinna með börnum er gefandi og skemmtilegt starf. Unnið er í anda “Reggio” stefnunnar. Upplýsingar gefur Sveinbjörg leikskólastjóri í símum 566-6351 og 861-3529 hlad@mos.is Foreldrar vinsamlegast athugið! Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum, undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Til að skilja að útivistarreglurnar eru ekki settar fram af neinni tilviljun er nóg að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fi kta með áfengi og aðra vímu- gjafa og hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla á sér stað. Í ljós hefur komið að fl estir foreldra segjast virða reglur um útivistar- tíma barna og unglinga. Er gott til þess að vita, þar sem fátt er betur fallið til forvarna en samverustundir foreldra með börnum sínum. Við styðjum alla foreldra heils hugar í því að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir og virða reglur um útivistar tíma barna sinna. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar Sædís Gísladóttir, starfsmaður ÁTVR í Mosfellsbæ, sendir okkur danskættaða spar- naðaruppskrift að þessu sinni. „Sagan á bak við þessa uppskrift er sú, að þegar ég var námsmaður í Danmörku þá var oft lítið um pening svona rétt áður en námslánin komu. En það má segja Dön- um til hróss, að oft voru góð kjöttilboð í búðun um og þá oftast á kjúklingum eða svínakjöti, þannig að það voru orðnar margar heimatilbúnar upp- skriftir með þessum kjöttegundum. Þessi upp- skrift er mjög vinsæl á mínu heimili og er mjög auðveld og frekar ódýr, meira að segja á Íslandi. Þegar ég var matráður í Reykjakoti þá notaði ég hana oft handa börnunum þar og líkaði þeim hún mjög vel. Mínir menn kalla þetta grænt gúllas, en bragðið er svona sæt/súrt.“ Uppskriftin dugar vel fyrir 4 Karrýgúllas (grænt gúllas) 600-800 gr svínagúllas 1msk olía til steikingar 2 stór gul epli 1 stór laukur 1 hvítlauksgeiri 1/2 msk kanill (ég nota gjarnan kanilsykur) 1msk karrý 1msk púðursykur 1 lítil dós sveppir (má sleppa) 1 lítil dós ananas (má sleppa) Vatn þannig að fl jóti yfi r kjötið. Má setja smá mjólk eða rjóma í endann og einnig rúsínur til skrauts. Þykkt með sósujafnara. Eplin eru skræld og kjarn- hreinsuð og skorin í litla bita. Laukarnir skornir smátt og þetta er allt látið mýkjast á pönnu. Kjötinu er skellt út í og kryddinu skellt yfi r, og allt látið malla saman smá stund (ca. ½ tíma). Svo bætir fólk bara í kryddi eða sykri eftir smekk. Gúllasið er líka mjög gott ef því er leyft að standa og hitað svo upp rétt áður en það er borið fram. Ég hef reyndar bara smakkað mig áfram með krydd en þetta eru svona cirka hlutföllin. Með þessu má bera fram t.d. snittubrauð, hrísgrjón og salat. Verði ykkur að góðu Heimsókn í Mathematikum, Giessen Þýskalandi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.