Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 08.09.2006, Blaðsíða 20
Mosfellingur - unga fólkið - steindijr@mosfellingur.is20 Jæja, þá er komið að mér að deila snilli minni með mínu ástkæra bæjarfélagi. Kenna stelpum að vera svona glimrandi „success” í öllu. Kannski ágætt að taka fram í fyrstu grein að þetta munu allt vera mínar óþroskuðu gelgjuhugsanir sem þurfa á en- gan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar. Þetta skiptið ætla ég að gefa ráð um hvernig á að halda í karlmenn• Í fyrsta lagi að vera ekki alltaf tiltæk. Segja stundum nei við stefnu móti þó svo að þú hafi r ekkert betra að gera en fara í legó með litla bróður þínum.• Halda sjálfsvirðingunni og alls ekki fara fram úr sjálfri þér. Þó svo að þið séuð á þriðja deiti á Aameri- can style og allt er óneitanlega rómantísk, reyna halda í sér að segja að þú elskir hann. • Alls ekki vera í sambandi þegar þú þarft á honum að halda. Getur aldrei endað vel. • Gefa stríðnispúkanum í þér lausan tauminn einstaka sinnum.• Ekki sitja heima og bíða eftir símtali. Svoleiðis taugaveiklun á ekki við þig! • Vertu sjálfstæð og haltu áfram að vera fabulous í öllu sem þú gerir. • Haltu áfram að vera sú sem hann féll fyrir, þ.e. vertu þú sjálf þegar þú ert að kynnast honum. (Nema þú sért bara plane dull, goes without saying)• Leiðinlegt að segja það en í mjög mörgun tilfellum því áhugalausari sem þú sýnist því áhugameiri verður hann.• Gefa honum hæfi lega mikinn skammt af H-vítamíni. En það er einmitt máttur hróssins. Þetta áttu að vera tíu leiðir hjá mér en ég býst við því að aldur og reynsla muni bera með sér þá tíundu í mínu tilfelli. Vona að þetta komi þeim minna reyndu, geta ekki verið margir, að einhverju gagni... Kara Bradshaw kveður HVERNIG Á AÐ HALDA Í KARLMENN? Sigurgeir Jóhannsson í 10. S.H er sterkasti nemandi í Varmár- skóla. Nemendur voru orðnir spenntir að sjá hvort að Sigurgeir gæti ráðið við gamla ruminn Halldór samfélagsfræðikenn- ara. Blaðamaður Mosfellings fór á stúfana og kom á keppni í sjómann á milli Sigurgeirs og Halldórs, til að úrskurða hver væri sterkasti maður Varmárskóla. Sigurgeir kom æstur inn og byrjaði af krafti, en Halldór lét reynsluna ráða för og lagði Sigurgeir faglega. Halldór „samfó” er formlega sterkasti maður Varmárskóla 2006. Góður Halldór STERKASTUR Í VARMÁRSKÓLA Úfff - Sigurgeir kom Halldóri á óvart með gríðarlegum styrkleika, enda upp- alinn í sveitinni Klárir í slaginn - Sigurgeir og Halldór voru vígalegir fyrir utan gaggó. Algjör jötunn - Halldór sam- félagsfræðikennari er vel að sigrinum kominn, enda búinn að vinna grimmt á lóðunum undanfarið Bæjarbúar ráðlausir Orðið á götunni seg ir að skyndibitinn í bænum okkar sé búinn að hækka upp úr öllu valdi. Kentucky Fried Chicken hafa bústað upp verðið skugga- lega og heimta nú tæpan þúsara fyrir einn kjúlla. Kryddbrauðið á Pizzabæ breyttist skyndilega í kryddpizzu, en þær breytingar hækkuðu verðið um rúmlega 300 kr. Verðið í Snæland Video hækkar stöðugt og örugglega - ekki nógu gaman!!! Enn önnur laugin Heyrst hefur að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi nýlega tekið þá ákvörðun á fundi að byggja nýja sundlaug fyrir bæj a r - búa. Sundlaugin mun verða staðsett í miðri Álafosskvos inni og meðlimir Sigur Rósar munu sjá um ræsting- ar. Þetta ku vera sjöunda sundlaug bæjarins. Síðan hvenær voru Mosfellingar svona miklir sundmenn? Fékk afgreiðslu Vegfarandi var ekki frá því að sjálf bílalúgan í Snælandi hafi verið notuð um daginn. Opel Astra, árgerð ‘94, renndi sér að lúgunni, skilaði nokkrum videospólum og hafði á brott með sér krembrauð og ískalda kókó-mjólk. Frábært að þessi þjón- usta sé loks orðin að veruleika, til hamingju Snæland. SLÚÐRIÐ Í SVEITINNI STEINDI JR. SÉR UM ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ Halldór Lárusso n íþróttamaður M osfellsbæjar er t alinn einn efnilegasti íþrótt amaður landsin s um þessar mun dir. Halldór hreppti 13 Ísland smeistaratitla í f yrra og er klárleg a okkar „Carl Lewis”. Mo sfellingur skorað i á Halldór Lár a ð keppa í 60 metra hlaupi við sjéff erhundinn Myrru. Halldór e r margfaldur Íslandsmeistari í 60 metrunum o g ætti því að eiga ágætis séns í hundinn. Það v erður spennand i að sjá hvort Ha lldór muni reykja hundinn eins og rettu, me ð því að klára þe tta auðveld- lega, eða hvort M yrra muni sýna h onum hvar Daví ð keypti ölið. KAPPHLAUPIÐ MIKLA Það er greinilegt að ekkert getur stöðvað íþróttaálfi nn í Mosfellsbæ, enda mundi Halldór frekar kyngja blóði frekar en stolti. Halldór hljóp nánast af sér fötin sem er gott því bölvuð möllfl ugan er á kreik í Mosó og það er ekkert verra en að fá hana í fötin. Spennan var margþrunginn - viðstaddir tóku andköf og frusu stjarfi r Með yfi rhöndina - Halldór var nokkrum metrum á undan þegar hlaupið var hálfnað Sætur sigur - Halldór rétt marði það á loka metrunum, enda mikill keppnismaður Ánægður með strákinn - Hlynur var sáttur við árangurinn enda búinn að vinna að þessu lengi Uppgefi n - Myrra var alveg búinn að lokinni keppni og óð í næsta poll til að svala þorstanum Boðin velkomin - Myrru var boðið að ganga í hópinn, enda er tíkin í góðu formi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.