Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 8
Reiðtúr með bæjarstjórninni Skjóttir og flottir á ferðinni Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Formaður hestamannafélagsins, Marteinn Hjaltested, og Jónas Sigurðsson ræða málin Ragnheiður og Högni Snær Karl og Marteinn búnir að legg ja á Agla búin að beisla Hreinn í Helgadal Lagt á ráðin fyrir brottför Siggi og Ásta á áningarstað Atli klár í slaginn Marteinn Magnússon Hestamannafélagið Hörður bauð bæjarstjórninni og félögum í árlegan reiðtúr Styttist í nýjan verslunarkjarna Verslunarhúsnæði Smáragarðs í Háholtinu er nú á lokastigi. Húsið er tæpir 4.000 fm2 og er áætlað að verklok verði um mánaðamótin okt-nóv. Miklar vangaveltur hafa verið á kreiki hvaða verslanir munu verða í húsinu en nú er það nokkurn- vegin komið á hreint. Í húsinu mun Mosfellsbakarí vera með starfsemi sína, matvöruverslun frá Kaupás, Hlín Blómahús, Innrömmun E.E.S. og leikfanga- verslun svo eitthvað sé nefnt Fleiri fyrirtæki eru væntanleg. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500 Guðjón tannlæknir fluttur í Þverholt 3 Tannlæknirinn Guðjón S. Val- geirsson hefur flutt tannlækna- stofuna sína úr Urðaholti yfir í Þverholt 3. Guðjón er búinn að koma sér vel fyrir á nýja staðnum og kveðst ánægður með breytt umhverfi. Þráðlaust net í Kjós Hreppsnefnd Kjósarhrepps vinnur þessa dagana að því að koma á þráðlausu netsambandi í Kjós. Sveitarsjóður veitir tveimur milljónum króna til verkefnisins. Kjósverjar komast því von bráðar í samband við heim veraldarvef- sins. Þá er hafinn undirbúningur á endurnýjun eldhúsins í Félags- garði og hefjast framkvæmdir eftir þorrablótið 2007. Borðbúnaður hússins hefur þegar verið endur- bættur og verður gólf hússins lagað á næstu vikum. Hressir Harðarfélagar Klara gefur vinnumönnum ullarsokka Klara Klængsdóttir prjónaði og gaf á dögunum 16 pör af ullarsokkum Nú nálgast veturinn óðfluga með frostbiti á nefi og kali á tám. Klara Klængsdóttir, sem er flestum Mosfellingum að góðu kunn fyrir kennslu sína í Varmárskóla til margra ára, en býr nú á Dvalarheimilinu við Hlaðhamra, veit virkilega hvernig best er að bregðast við vetrinum. Hún tók sig til og prjónaði sextán pör af ullarsokkum nú á haustdögum handa vinnumönnunum sem vinna við að reisa öryggisíbúðir aldraðra við Hlaðhamra. Þegar því var lokið bauð hún þeim í kaffi og með því og afhenti þeim sokkana. Klara fékk ofnæmi í augun fyrir hespulopanum sem hún prjónaði úr en hélt ótrauð áfram og kláraði verkið enda féll það í þakklátan og góðan jarðveg. „Við erum hæstánægðir með sokkana og efumst ekki um að þeir eigi eftir að koma sér vel í vetur“ sagði Þorleifur Sigurðsson byggingarstjóri hjá KS verktökum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.