Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 29.09.2006, Blaðsíða 15
Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Frábær þátttaka á styrktarmóti Opna Ecco-styrktarmótið var haldið sunnudaginn 17. septem- ber síðastliðinn á Hlíðarvelli. Allur ágóði af mótinu rann til Magnúsar Lárussonar, Heiðars Davíðs Bragasonar og Sigurpáls Geirs Sveinssonar afburðakylfi n- ga golfklúbbsins Kjalar. Alls tóku 142 keppendur þátt í mótinu og fengu keppendur að spreyta sig á 14 holum og þar af voru fi mm holur sem eru hluti af nýja vell- inum. Sigurvegarar mótsins voru þeir Grétar Örn Marteinsson GKJ og Ívar S. Kristinsson GKG. Nú er handboltavertíðin að fara í gang eftir sumarfrí. Meistarafl okkur Aftureldingar spilar í 1. deild í vetur og samkvæmt árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða er Aftureldingu spáð fyrsta sæti í deildinni. Þjálfari Aftureldingar, Bjarki Sigurðsson, seg- ir markmið liðsins í vetur að komast upp í DHL-deildina. „Að fara upp um deild er frumskilyrði, hinsvegar vitum við vel að til þess að það takist verða allir að leggjast á eitt og sýna sitt rétta andlit inni á vellinum og spila sem liðsheild. Ég tel það alveg raunhæfan möguleika, margir drengj anna eru þegar búnir að fá eldskírn á meðal þeirra bestu og svo eru ungir dreng- ir að koma upp hjá félaginu,” sagði Bjarki. Hópurinn í vetur samanstend- ur af 18-24 leikmönnum og eru marg- ir hverjir ennþá gjaldgengnir í 2. fl okk karla. Þá eru einnig þrír drengir úr 3. fl okki sem æfa með meistarafl okki. Bjarki segir að vel geti gerst að ungu drengirnir fá að spreyta sig í vetur sýni þeir framfarir og stundvísi. Afturelding hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn, Lárus Jónsson og Davíð Ágústsson. Lárus kemur til með að vera fyrirliði liðsins í vetur og er ætlað það hlutverk að binda saman vörnina. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru þeir Ernir Hrafn Arn- arson, Einar Ingi Hrafnsson, Alex Kuzmin og Guðmundur Hrafnkels- son farnir frá félaginu. Aðstoðarmaður Bjarka í vetur er hornamaðurinn knái og fráfarandi fyrirliði, Hilmar Stefánsson en hann kemur einnig til með að spila með liðinu í vetur. Hópurinn er vel stemmdur fyrir fyrsta leik og mikil tilhlökkun á meðal leikmanna. Bjarki vill sjá Mosfellinga fjölmenna á völlinn í vetur og taka virkan þátt í að hvetja strákana áfram. „Það sem kemur til með að vega sem áttundi maðurinn hjá okkur inni á vel- linum eru áhorfendur og áhangend- ur UMFA. Undanfarin ár hefur verið lítil aðsókn á okkar heimaleiki en von- andi verður viðsnúningur á því nú í vetur „ekki veitir af að fá fóllk til að styðja við bakið á strákunum.” Mos- fellingur hvetur alla bæjarbúa til þess að koma á völlinn og má þess geta að allir heimaleikir koma til með að vera spilaðir í gamla salnum að Varmá. Heimaleikir Aftureldingar í vetur Afturelding – FH 29. sept. Föstudagskvöld kl. 19.00 Afturelding – Haukar 26. okt. Afturelding – Höttur 14. okt. 15Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Uppskeruhátíð Aftureldingar Laugardaginn 30. september Íþróttahúsinu að Varmá Kl. 11:00 Íþróttahátíð fyrir 10 ára og yngri Öll börn sem skráð voru iðkendur í deildum félagsins 2005-2006 fá veglega gjöf fyrir þátttöku í íþróttum Svali og íþróttanammi fyrir alla - Leikir og fjör Kl. 15:00 Verðlaunaafhending fyrir 11 ára og eldri Verðlaunaafhending í öllum deildum. Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar krýnd Kaffiveitingar Kl. 16:30 Sérstök kynning á íþróttum fyrir 9. bekk Bob Gillan og Ztrandverðirnir spila Kynningar á íþróttum sem í boði eru Unnið í tengslum við verkefnið Forvarnardagurinn 2006 Aðalstjórn Aftureldingar „Frumskilyrði að fara upp um deild” Bjarki Sigurðsson þjálfari Aftureldingar tekinn tali LEIKUR Í KVÖLD Föstudagur 29. sept. Strákarnir að lokinni æfi ngu. Þeim er spá ð 1. sæti í 1.deild í árlegri spá fyrir tímabilið. Lifandi land – lifandi vatn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.