Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 2
HÉÐAN OG ÞAÐAN Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... Mosfellingur - Leiðari og skemmtiefni2 Næsta vor verður kosið til alþingis. Prófkjör fara fram um allt land á næstunni. Mos- fellingar láta til sín taka og hvet ég bæjarbúa til að standa við bakið á okkar fólki. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag á landinu og auðvi- tað eigum við að eiga nokkra alþingismenn á okkar snærum. Á laugardaginn kemur Sinfóníu- hljómsveit Íslands í bæinn og ekki gerist það á hverjum degi. Ásamt Sinfóníu- hljóm sveit- inni koma fram kórar bæj- arins og skóla hljómsveitin okkar. Þetta er atburður sem enginn má láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Sjáumst á þessum stórviðburði að Varmá. FERMINGARMYNDIN Fullt nafn: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. „Ég fæddist að Engi í Mosfellssveit, ólst upp þar og að Hulduhólum í sömu sveit. Séra Hálfdán Helgason fermdi mig 22. maí 1952 í Lágafellskirkju, sem þá var ekki stærri en sem nemur þremur fremstu gluggunum á henni núna. Spurningar- nar (fermingarfræðslan) fór fram á sunnudagsmorgnum á kirkjuloftinu – skemmtileg- ur tími í endurminningunni því séra Hálfdán var afburða skemmtilegt góðmenni. En hann lét okkur læra fjöl- marga sálma utanað og gaf það ekkert eftir . Það var indælis vorveður þennan dag og veisla haldin heima á Hulduhólum. Kannski er eftirminni- legast að frændi minn kom með kór sem hann söng í – Samkór alþýðunnar, – sem stillti sér upp á túninu framan við bæinn og hélt konsert.” Okkar fólk á alþingi Íslendinga Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ www.fastmos.is Sími: 586 8080 EINAR PÁLL KJÆRNESTED Löggiltur fasteignasali Lindarbyggð – Glæsilegt parhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lindarbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúmgott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarpshol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaherbergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Furubyggð – 166,3 m2 endarðahús Erum með stórt og rúmgott endaraðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs. Stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og TV-hol á 2. hæð og stórt risherbergi. Stórar svalir í suðaustur, afgirt tim- burverönd út frá stofu og stórt hellulagt bílaplan. Þetta er falleg eign í grónu og friðsælu hver í Mosfellsbæ. *Verð kr. 34,9 m.* Skeljatangi – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Góð 84,9 m2, 3ja herbergja endaíbúð á JARÐHÆÐ í 8 íbúða, 2ja hæða fjölbýli á barnvænum stað í Mos- fellsbæ. Íbúðin er vel skipulögð, með 2 rúmgóðum svefnherbergjum, baðherbergi m/sturtu, geymslu/vin- nuherbergi, bjartri stofu og eldhúsi með borðkrók. Sérafnoréttar af suðurlóð við stofu. Lítið leiksvæði er rétt við húsið og stutt er í skóla, leikskóla og sundlaug. Verð kr. 19,3 m. Klapparhlíð – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 80,2 m2, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli við Klapparhlíð 30 í Mosfellbsæ. 2 svefnherbergi með mahony skápum, baðherbergi með  ísum, sér þvottahús, stofa og eldhús með fallegri mahony innréttingu. Eikarparketi og  ísar á gólfum. Topp staður, grunnskóli, leikskóli og sundlaug í 2 mínútna göngufæri. Íbúðin getur verið laus við kaupsamning. Verð kr. 19,9 m. Blikahöfði – 3ja herb + bílsk Falleg og vel skipulögð 84,6 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt 29,2 m2 bílskúr í góðu fjölbýlishúsi við Blikahöfða í Mosfellsbæ. Björt stofa, eldhús með kirsuberja innréttingu, sér þvot- tahús, sjónvarpshol, 2 herbergi og baðherbergi m/kari. Bílskúrinn er draumur dótakarlsins. Verð kr. 22,8 m. Klapparhlíð – 171,7 endaraðhús Flott endaraðhús á tveimur hæðum, innst í botnlanga við Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Á jarðhæð er góð stofa, borðstofa, lokað eldhús með borðkrók, forstofa, gesta- salerni og bílskúr/vinnuherbergi. Á efri hæðinni eru baðherbergi, þvottahús, 3 svefnherbergi og mjög stórt hjónaherbergi. Fallegur garður með timburverönd og hellulögn. Verð kr. 39,9 m. Tröllateigur – 167,1 m2 endaraðhús 167,1 m2 endaraðhús á tveimur hæðum í nýbyggðu hver við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarðhæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambuspar- ket á gól og fallegar innréttingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum **Verð nú kr. 39,9 m.** Hlíðarás – 408 m2 tækifæri Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvöföldum bílskúr. Húsið býður upp á mikla möguleika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ásahver nu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leirvoginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Leirutangi – 92 m2 jarðhæð 92 m2 neðri hæð í fjórbýlishúsi í grónu og barnvænu hver í Mosfellsbæ. Góð aðkoma er að íbúðinni og stór sérgarður. Stofan er björt og rúmgóð, eldhús með borðkrók, gott svefnherbergi, baðherbergi m/kari, þvottahús/geymsla og stórt herbergi. Verð kr. 17,8 m. Skeljatangi – 4ra herb. Falleg 94,2 m2, 4ra herbergja íbúð í litlu fjórbýlishúsi á fallegum stað í Skeljatanga. Þrjú góð svefnherbergi, eldhús, stofa,  ísalagt baðherbergi og þvottahús. Sameiginleg lóð til fyrirmyndar og lítið barnaleiksvæði í augsýn. Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg eru rétt hjá og því tilvalin eign fyrir barnafjölskyldu. Laus strax. Verð kr. 22,9 m. Furubyggð – 107 m2 endaraðhús 107,2 m2 endaraðhús með stórum suðurgarði í fallegri og gróinni götu. Í húsinu eru tvö rúmgóð svefnherbergi,  ísalagt baðherbergi m/kari og sturtu, eldhús m/borðkrók og stór stofa og sólstofa (nú notuð sem 3ja svefnherbergið). Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu og stór og skjósæll suðurgarður. Verð kr. 28,9 m. Grenibyggð – 164 m2 raðhús Fallegt raðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs í grónu og friðsælu hver í Mosfellsbæ. Stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og sjón- varpshol á 2. hæð og opið risherbergi. Opnar svalir í suðvestur/norðvestur, falleg timburverönd í suðvestur út frá stofu og gott hellulagt bílaplan. Húsið er nýmálað að utan. **Verð kr. 37,2 m.** Arnartangi – 174,2 m2 einbýlishús Mjög fallegt og aðlaðandi 138,6 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 35,6 m2 bílskúr á mjög fallegri horn- lóð með timburveröndum. Þetta er hentugt skipulag, svefnherbergi eru aðskilin frá stofu og borðstofu og eldhús tengt svefnálmu. Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan húsið og tvær timburverandir í suðurátt. Verð kr. 39,9 m. SEL T MOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is www.mosfellingur.is Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Álafossvegi 18, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamaður: Ágúst B. Linn Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ljósmyndari: Magnús Már Haraldsson Prentun: Prentmet, prentað í 3300 eintökum og dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Hilmar Gunnarsson, ritstjóri ... þegar Mosfellssveit státaði af sérstöku baðhúsi. Þegar herinn kom í sveitina 1940 var reist braggabyggð sem hét Lagafell Camp í núverandi Hlíðartúni. Þar var reist baðhús fyrir óbreytta hermenn en þó var herbergi í því ætlað offi serum. Árið 1946 tók Hreiðar Gottskálksson og fjölskylda húsið til íbúðar til bráðabirgða, þó lélegt og óeinangrað væri. Sturtuklef- unum var breytt í herbergi og eldhús var gert úr offi serabaðinu, annars var þarna eitt alrými með stórum ofni. Seinna fl utti Lárus Hermannsson með fjölskyldu sína í húsið og hann gerði húsið að góðum mannabústað og hefur sennilega nefnt það Melgerði. Vinstra megin við húsið er hús sem var eldhús, seinna gripahús, en er í dag íbúðarhús og hægra megin er kamar hermannanna en þar gátu allt að þrettán manns athafnað sig í einu. Myndin er tekin á árunum 1946-7. hans Sigurðar Hreiðars www.isfugl.is Reykjavegi 36 Sími 566 6103

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.