Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 11

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 11
BÓLFRÉTTIR 11Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Varmársamtökin, íbúa- og um- hverfissamtök, í Mosfellsbæ skora á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að láta gera verkfræðilega úttekt á því að leggja tengibraut í stokk undir Ásland og þaðan um mislæg gatnamót inn á þjóðvegi 1 í stað þeirrar tengibrautar sem fyrirhuguð er úr Helgafellslan- di um Álafosskvos. Ennfremur að skoðaður verði sá möguleiki að legg- ja tengibrautina um óbyggt svæði að Þingvallaafleggjara. Eins og fram hefur komið í athuga- semdum Varmársamtakanna við nýjustu aðal- og deiliskipulagstil- lögum Mosfellsbæjar telja samtökin að tengibrautin og mótvægisaðgerðir henni tengdar beri umhverfi Ála- fosskvosar ofurliði, valdi óafturkræf- um umhverfisspjöllum í hjarta Mos- fellsbæjar og vegi með mjög afgerandi hætti að atvinnuuppbyggingu í tengs- lum við ferðaþjónustu og útivist á þessum fjölsóttasta ferðamannastað bæjarfélagsins. Telja samtökin enn- fremur að gerð hafi verið alvarleg mis- tök við hönnun skipulagsins þar sem tengibrautin slítur hverfin sem liggja að útivistar- og þjónustusvæðinu í Álafosskvos úr tengslum við kvosina og um leið hvert við annað. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur hingað til ekki brugðist við kröfum samtakanna og annarra íbúa um að skoða fleiri kosti varðandi legu braut- arinnar þrátt fyrir óskir bæjarbúa þar um við endurskoðun aðalskipulags árið 2002 og nú aftur 2006. Í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir bæjarfélagið fara Varmársamtökin þess enn á ný á leit við bæjaryfirvöld að þau láti gera verkfræðilega úttekt á ofangreindum tillögum. Varmársamtökin hafa reifað ýmsa möguleika í tengslum við legu ten- gibrautarinnar bæði við arkitekta og verkfræðinga sem vinna dagsdaglega við hönnun umferðarmannvirkja. Ber öllum saman um að leiðin um Ásland sé ekki bara styst heldur liggi líka beinast við sé skipulagið skoðað. Skv. mælingum yrði stokkurinn undir Ásland um 160-180 m langur. Verk- fræðingur sem verið hefur að vinna á svæðinu segir að jarðvegurinn virðist að mestu vera gljúpur sem auð- velda ætti framkvæmdina til muna og draga úr kostnaði. Hafa þeir sér- fræðingar sem Varmársamtökin hafa leitað til síður mælt með tengingu við Þingvallaafleggjara en sagt að ekki sé vert að útiloka þá tengingu að órannsökuðu máli. Til að skera úr um málið þarf hins vegar að gera faglega úttekt á verkinu og er því hér með skorað á bæjarstjórn að láta vinna fyrir sig verkfræðilegt mat á báðum þessum kostum. Það sem helst vefst fyrir samtökun- um er að íbúar í Ásahverfi verða fyrir umtalsverðum óþægindum á meðan á framkvæmdum stendur. Eins er ljóst að kostnaður við að leggja götur í stokk er meiri. Sé hins vegar litið til framtíðar og heildarhagsmunir íbúa í Mosfellsbæ teknir með í myndina er ljóst að með fyrirhugaðri legu tengi- brautarinnar um Álafosskvos er verið að fórna svæði sem skipt gæti miklu máli fyrir atvinnuuppbyggingu í Mos- fellsbæ í framtíðinni. Varmársamtökin Í stjórn Varmársamtakanna eru: Berglind Björgúlfsdóttir, Gunnlaugur B. Ólafsson, Magnús H. Magnússon og Sigrún Pálsdóttir 25 10 / TA K TÍ K 1 8. 10 .’0 6 566 8188 Bæjardekk Langatanga 1a, 270 Mosfellsbær mán.- fös. 8-18:30 laugardaga. 9-15 Vertu tímanlega Það er allt tilbúið hjá okkur Áskorun til bæjaryfirvalda Félagsstarf eldri borgara Fimmtudaginn 26. okt. verður ferð í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og síðan í kaffihlaðborð á Hótel Glym. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Verð fyrir akstur og veitingar kr. 2.600 Skráning hjá Svanhildi í síma 586-8014 e.h. GSM 692-0814 Sunnudaginn 19. nóv. verður leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á sýninguna „Stórkostleg”. Miðasala hjá Svanhildi frá 1. nóv. í Dvalarh. Hlaðh. e.h. miðaverð kr. 2.400. Akstur frá Dvalarh. kl. 19.30.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.