Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 12
Ragnheiður er gift Daða Runólfs- syni og eiga þau tvö börn og þrjú barna börn. Mosfellingur hitti Ragn- heiði á dögunum og ræddi við hana um bæjar málin, landsmálin, Leir- vogstunguna og allt milli himins og jarðar. Hver er Ragheiður Ríkharðs- dóttir? „Hún er sjálfstæð og ákveðin kona sem fædd er í krabbanum og er þess vegna afar tilfi nningarík og stundum dálítið viðkvæm, mikil fjölskyldumanneskja og vinur vina sinna. Kemur kannski einhverjum á óvart en svona er það nú samt.” Af hverju alþingi? „Þessi ákvörð- un er tekin vegna áskorana og þe- gar ljóst varð að Sigríður Anna færi ekki fram. Landsmálin snerta alla þjóðina og það eru ýmis mál sem mér fi nnst að við þur- fum að sinna betur og ég fæ kannski tækifæri til að koma að. Hver veit?” Býstu við harðri baráttu um sæti á listanum? „Í allri keppni fer maður fram af krafti og í þessu prófkjöri tak- ast á samherjar sem allir vilja láta til sín taka. Ég mun keppa á mínum verðleik um og því sem ég stend f y r i r , k r a f t u r og reynsla og berjast heiðarlega, ég er keppnismanneskja og tek þátt í keppni til þess að vinna.” Hvernig eru viðbrögðin við fram- boðinu? „Þau hafa verið frábær og ég fæ hvatningu og notaleg orð frá ótal mörgum.” Hefur þú alltaf stefnt á lands- málin? „Nei, ekki fyrr en nú.” Hvað verður um bæjar stjóra- stólinn? „Það er alveg ljóst að ef ég næ þriðja sæti þá verð ég á leiðinni á alþingi frá og með 11. nóv ember og það er fullt starf og þá þarf að ræða hvenær ég læt af störfum sem bæj- arstjóri en ég mun áfram vera bæjar- fulltrúi eins og ég er kjörin til.” Hvernig fi nnst þér hafa til tekist sem bæjarstjóri? „Mér fi nnst mér og mí- num samherj um hafa tekist vel til. Starf bæjarstjóra er rosalega skemmti- legt og fjölbreytilegt en einnig afar krefjandi.” Hvernig er að vinna með Vinstri-græn- um? „Samstarfi ð gengur mjög vel, það rík ir traust og heiðarleiki í samskiptum og sam vinnu og á því byggist gott samstarf. Við munum sam an leiða þetta bæjarfélag og styrkja.” Hvernig líst þér á byggðina í kringum ykkur í Leirvogstungunni? „Þetta er mikið rask og afar mikil breyting. En við Daði höfum enga ákvörðun tekið um að fara af þessum góða stað.” Áttu einhver fl eiri áhugamál fyrir utan pólitík? „Jamm, þau eru margvísleg, ég er t.d. að reyna að slá golf bolta, en með krefjandi starfi legg ur maður áherslu á fjölskyldu og vini því þegar upp er staðið skiptir það mestu máli.” Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri til bæjarbúa? „Já svo sannarlega, verum stolt af því að vera Mosfellingar og búa í Mos- fellsbæ, göngum vel um bæinn okkar og tölum vel um hann, því bærinn er ekkert annað en fólkið sem þar býr.” hilmar@mosfellingur.is Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar12 Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur verið bæjarstjóri Mosfellsbæjar í rúm 4 ár en stefnir nú á alþingi Úr bæjarstjórastóli og stefnir á alþingi MOSFELLINGUR Ragheiður Ríkharðsdóttir hefur starfað sem kennari og skólastjóri í yfi r 20 ár. Síðustu fi mm ár hefur hún verið oddviti sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ og gegnt embætti bæjarstjóra. Ragnheiður hyggst nú bjóða sig fram í 3. sæti í prófkjöri í Suðvesturkjör dæmi fyrir komandi alþingiskosningar. „Starf bæjarstjóra er rosalega skemmti legt og fjölbreytilegt en einnig afar krefjandi” Ragnheiður ásamt galvöskum íþrótta- köppum úr Aftureldingu skömmu eftir að hún varð bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Myndin er tekin árið 2002. Árið 1977 með börnunum sínum tveimur, Ríkharði og Heklu Ingunni nýfædda. Ragnheiður ásamt Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra í maí sl. Þær sækjast báðar eftir kjöri í prófkjöri sjálfstæðismannna á Kraganum. Ragnheiður og Daði á góðri stund fyrir tæpum 30 árum síðan. Ragnheiður á öðru aldursári

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.