Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 14
Ágætu íbúar! Nú þegar hausta tekur, lauffall mikið og frost á næsta leiti eruíbúar Mosfellsbæjar hvattir til að gæta að niður föllum nálægt húsum sínum. Ennfremur þarf að huga að lögnum að heitumpottum svo og snjóbræðslulögnum til að þær lagnir verði ekki fyrir frostskemmdum. Þjónustustöð Mosfellsbæjar Í eldhúsinu hjá Sesselju Sesselja H. Guðjónsdóttir kennari sendir okkur uppskrift að pikles. „Ég fékk hana hjá vinkonu minni fyrir 40 árum og geri hana á hverju ári. Forsagan er að einu sinni vorum við ungar og sprækar úti að skemmta okkur. Þegar ballið var búið vildu allir halda fjörinu áfram svo vinkona mín bauð heim til sín. Þegar hungrið sagði til sín var farið að leita í skápum að einhverju ætilegu. Fyrir valinu varð ristað brauð og þetta líka fyrirtaks pikles. Piklesið er gott með kjöti og fi ski, eða bara hverju sem er.“ 3 blómkál 1 gúrka ½ kg laukur ½ kg gulrætur 1 græn paprika 1 rauð paprika Þetta er allt brytjað frekar smátt. (Skrælið gulræturnar því hýðið dökknar við geymslu.) ¼ bolla af fínu salti stráð yfir og látið bíða yfir nótt, þá er saltvatninu hellt af. ½ msk. karrý ½ lítil dós mustard (sinnepsduft ) ca. 250 gr. hveiti 750 gr. sykur 250 ml edikssýra 1,5 l vatn Edikið og vatnið sett í pott með sykrinum. Hveiti, sinnepsduft og karrý hrært út með hluta af vatninu. Hrært út í pottinn þegar sýður. Látið sjóða í 5 mín. Grænmetið sett út í og suðan látin koma upp. Látið malla í smá stund. Sett í krukkur, lokið strax. Sósan er viðkvæm fyrir því að brenna við passið því að hræra vel í pottinum. Grænmetið geymist vel á dimmum stað. Athugið að auðvelt er að færa til hlutföll í grænmetinu, allt eftir smekk og því sem til er hverju sinni. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar14 Hvar eru keppnis- búningarnir? Á undanförnum misserum hefur tapast smátt og smátt úr búningum allra yngri fl okka í knattspyrnudeild. Nú er svo komið að það stefnir í að hluti leikmanna verði bara á nærbolnum á Faxafl óamótinu sem félagið tekur í fyrsta skipti þátt í nú í haust, þökk sé hinum nýja, glæsilega gervigrasvelli. Ef ske kynni að eitthvað af bún- ingum hafi óvart þvælst heim með krökkunum þá vill búningaþvotta- stjóri knattspyrnudeildar fara þess á leit við fótboltakrakka og foreldra þeirra, að kíkja vel og vandlega í allar hillur og skápa á heimilinu. Fari svo að búningar komi í ljós við leitina, þá eru krakkarnir beðnir um að skila þeim til þjálfara á æfi ngu sem fyrst. Piklesið hennar Sesselju Atli efnilegastur í 2. deild Þjálfarar og fyrirliðar allra liða í 1. og 2. deild kusu á dögunum lið ársins í deildun - um tveimur. Efnilegasti leikmaðurinn í 2. deild var kjörinn Atli Heimisson, sóknar og kantmaður í meistarafl okki og öðrum fl okki Aftureldingar. Til gamans má geta þess að Atli þjálfar einnig sjötta fl okk. Afturelding fær vænan liðstyrk Fjórir leikmenn Hvíta Riddarans hafa fært sig yfi r í meistarafl okk Aftureldingar í knattspyrnu. Þjálfari Riddarans, Geir Rúnar Birgisson, hefur skrifað undir samning við Aft- ureldingu sem leikmaður liðsins og aðstoðarþjálfari. Þá hafa þeir Nikulás Árni Sigfússon, Guðjón Þórunnarson og Magn ús Einarsson einnig fært sig til Afturelding ar. Þessar tilfæringar eru mikil blóðtaka fyrir Hvíta Riddar- ann sem var nálægt því að komast upp í 2. deildina í sumar. Sigurpáll sigraði í Svíþjóð Kylfi ngurinn Sigurpáll Geir Sveinsson úr golfklúbbnum Kili, sigraði úrtökumót í Svíþjóð um síðustu helgi. Sigurpáll spilaði afar vel á mótinu og sigraði það með sex högga mun. Með þessum sigri kemst Sigurpáll inn í Telia- mótaröðina sem spiluð verður á næsta ári. Magnús Lárusson tók einnig þátt á mótinu en náði sér ekki á strik.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.