Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 20.10.2006, Blaðsíða 17
 Sælir veri Mosfellingar! Ég verð að halda umræð- unni áfram sem að Þrándur góðvinur minn kom af stað í síðasta pistli sínum þar sem hann ræddi um sjálfskipaða lögreglumenn og framkomu sumra lögregluþjóna. Þetta hittir nefnilega á viðkvæma strengi hjá mér þar sem ég og vinir mínir höfum of oft lent í valdabrjáluðum lögreglutittum. Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglumönnum og því starfi sem þeir gegna en því miður eru alltaf nokkrir andskotans rúnkarar (afsakið orðbragðið) sem koma óorði á allan hópinn. Menn sem að ráða ekki við það vald sem þeim er veitt við störf sín sem lag- anna verðir. Ég hef persónulega lent í því að það réðust á mig tveir lög- regluþjónar, sem voru um fertugt, að ástæðulausu. Ég hafði verið að aðstoða fé- laga minn við að rýma teiti og svo loksins þegar ég lauk því af og átta manns voru eftir í húsinu mættu Knoll og Tott og ætluðu að fara rýma til. Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að allt væri með felldu og að þeir væru óboðnir inn í húsinu. Það endaði ekki betur en svo að þeir réðust á mig og reyndu að taka mig í jörðina en mistókst það greyjunum og gáf- ust bara upp. Þá létu þeir eins og ekkert hefði gerst og tóku 10 ára pakkann á þetta „Bíddu! ég sá ekki neitt”. Þetta hljómar kannski ótrúlegt en þetta er heilagur sannleikurinn. Svo þegar ég hringdi í 112 og ætlaði að kæra líkamsárás var skellt á mig þegar ég tilkynnti að ódæðismennirnir væru lögregluþjónar. Og nú fyrir skemmstu var einn besti vinur minn tæklaður af óeinkennis- klæddum lög reglumanni fyrir að segja orðrétt: „Kurt eisi kostar ekkert”. Hann var handtekinn og þurfti að dúsa nótt- ina í fangageymslu. Síðan laug helvítis ófétið að vinur minn hafi reynt að kýla sig til að réttlæta handtökuna. En nokkur vitni sáu allt annað.Hugsið ykkur fávitana maður...! Ég vil því bara segja „sorry” við alla hina ágætu lögreglumenn sem eru þarna úti og þurfa að sitja uppi með þessa minni- pokamenn. Margir hugsa efl aust að ég og vinir mínir hefðum átt þetta skilið en því miður var það bara ekki þannig... alveg sorglegt. Slææ 17Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Ti lb úi nn - G un ni v ar á kv eð in n í a ð ná g óð um tí m a MOSFELLINGAR Á MARS Nú er íþróttaskólinn kominn á fullt skrið aftur eftir sumar- frí og á myndunum má sjá að í íþróttaskólanum er sannarlega mikið fjör, lífsgleðin og ánægja skín úr hverju andliti, bæði þeirra fullorðnu og barnanna sjálfra. Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir framtíðina. Jákvæð áhrif á alla hreyfi færni er óumdeilanleg. Fjölbreytt þjálfun skilar efl aust betri og fjölhæfari íþróttamönnum/ konum þegar fram í sækir. Eins efl ast einstaklingar félagslega og sjálfstraust þeirra eykst. Að vera sterkur félagslega og með sjálftraustið í lagi hjálpar börnunum mikið þegar þau byrja í grunnskóla þar sem svo margir hlutir eru þeim framandi. Íþróttaskólinn er á laugardagsmorgnum fyrir börn á aldrin- um 3 - 5 ára. Um er að ræða tvö 12 tíma námskeið. Það fyrra er frá miðjum sept. til byrjun des. og það síðara frá miðjum jan. til apríl og er í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Umsjónar- menn skólans eru þær Svava Ýr Baldvinsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennarar. Líf og fjör í íþróttakólanum Gunnar Már Gunnarsson stóð sig vel í rimlunum Ólafur Höskuldsson sýndi það sem hann var búin að læra Íþróttakennararnir Svava Ýr og Halla Karen Allir að koma í röð Börn og fullorðnir í leik Og allir samtaka nú...! Alvöru sveitakrá Loksins!!! er búið að opna eldhúsið í hádeginu, boðið verður upp á ekta íslenskan heimilismat, 3-4 réttir í senn. Einnig viljum við veita athygli á veisluþjón- ustu hjá okkur, bæði á staðnum og út úr húsi. Símar: 8486344 (Hjalti) og 8239641 (Guðjón) Heimilismatur í hádeginu Myndir og texti: Ruth Örnólfsdóttir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.