Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 15
„Ragnheiður Elín er sterkur einstaklingur sem vegna starfa sinna býr að mikilli yfirsýn yfir helstu viðfangsefni stjórnmálanna og hugsjónir okkar sjálfstæðismanna. Áralöng störf við hlið ráðherra og skýr sýn á sjálfstæðisstefnuna er dýrmætt veganesti fyrir unga stjórnmálakonu og ávinningur fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokkins. Ragnheiður Elín á brýnt erindi á þing.” Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi „Ég hef þekkt Ragnheiði Elínu í 17 ár og er hún glæsilegur fulltrúi sinnar kynslóðar. Hún er skarpgreind og vinnusöm og það býr í henni mikill kraftur og eljazz. Reynsla hennar og menntun mun nýtast vel inn á Alþingi okkar Íslendinga. Ég treysti Ragnheiði Elínu til að byggja á þeim mikla árangri sem náðst hefur í íslensku samfélagi síðustu ár. Ég styð Ragnheiði Elínu í 4. sæti og hvet þig til að gera slíkt hið sama. Ragnheiði Elínu á þing!” Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur og varabæjarfulltrúi, Mosfellsbær „Allt frá því ég kynntist Ragnheiði Elínu hef ég dáðst að krafti hennar, bjartsýni og baráttugleði. Ég hef lengi vonað að hún tæki ákvörðun um að nýta þessa eiginleika sína, auk víðtækrar þekkingar og reynslu, en frekar í þágu samfélagsins, stjórnmálanna og Sjálfstæðisflokksins. Nú hefur það gerst og ég er sannfærð um að Ragnheiður Elín mun standa undir öllum okkar væntingum og verða þingmaður og forystumaður sem mikið munar um.” Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar, Reykjavík „Ég styð Ragnheiði Elínu í 4. sætið því ég veit að hún mun beita sér fyrir bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ég styð hana einnig vegna þess að hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum samfélagsins og mun byggja áfram á þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri.” Sigríður Rósa Magnúsdóttir bæjarstjórnarfulltrúi, Álftanes „Ragnheiður Elín Árnadóttir er öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Hún er traust og fylgin sér í öllum sínum verkum.” Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður, Mosfellsbær „Ragnheiður Elín á erindi á Alþingi vegna menntunar sinnar, fjölbreyttra starfa, áhuga á þjóðmálum og mótaðra skoðana á þeim. Með fágaðri framkomu og yfirveguðum málflutningi auðveldar hún okkur valið. Tryggjum henni 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í kjördæmi okkar.” Ólafur G Einarsson fv. ráðherra, Garðabær „Ragnheiður Elín er kraftmikil og býr yfir mikilli þekkingu og dýrmætri reynslu af stjórnmálum. Henni treysti ég til að vinna af heilum hug að íþrótta- og æskulýðsmálum. Ég hvet alla til að styðja hana í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.” Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður, Kópavogur „Ragnheiður Elín er afar málefnaleg og skeleggur talsmaður sjálfstæðis- stefnunnar. Hún hefur dýrmæta reynslu af stjórnmálastarfi og verður glæsilegur þingmaður.” Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi, Hafnarfjörður ,,Ragnheiður hefur allt sem góður þingmaður þarf að hafa. Hún hefur sterka sýn, góða menntun og ómetanlega reynslu. En umfram allt er hún heilsteyptur og heiðarlegur einstaklingur sem vill vinna að því að skapa enn betra samfélag fyrir alla. Þess vegna styð ég hana eindregið í 4. sætið.” Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri, Garðabær „Kjörorð Ragnheiðar Elínar er að byggja á þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð á síðustu árum. Það er traustvekjandi. Hún hefur einnig sýnt og sannað að í henni býr kjarkur og dugur til að breyta og bæta. Skörp sýn hennar og ný nálgun í málefnum eldri borgara er gott dæmi um hvers vegna hún ætti að sitja á Alþingi.” Ásta Þórarinsdóttir fagfræðingur, Kópavogur ������������������������������������� ����������������������� ������������������������� �� ���������� �������������������������������� ���������������������

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.