Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 17
17Tengibraut við Helgafellshverfi skoðuð frá öllum hliðum - Mosfellingur Reykjalundur Álafosskvos Til Þingvalla Ál afo ssv eg ur Varmá Fyrirhuguð tengibraut. Ný tillaga Varmársamtakanna. Tengibraut í stokk niður Ásland. Heilar línur: Núverandi brautir. Brotnar línur: Fyrirhugaðar brautir eða tillögur. Vest url an ds ve gu r j l Helgafelll ll il i ll l f r l s gu r Ásland Augað Gylfi Guðjónsson arkitekt: Megindrættirnir í gatnakerfi Mosfellsbæjar, þ. á. m. tengibrautin við Álafosskvos voru fyrst settir fram í hugmyndasam- keppni um aðal- skipulag Mos- fellshrepps sem fram fór 1978. Hér er um að ræða heildstætt tengi- brautakerfi , eins konar lífæð þétt- býlisins, sem tengir saman byggðina í Mosfellsbæ. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir að meginaðkoma að Helgafells hverfi verði eftir um- ræddum vegi um Kvosina. Á þeim tæpum þrjátíu árum sem liðin eru, hefur lega vegarins verið staðfest í aðalskipulagi Mos- fellshrepps 1983 svo og í endur- skoðun aðalskipulags 1994 og nú síðast í endurskoðun aðalskipul- ags 2003. Í öllum tilvikum hefur tengibrauta kerfi ð fengið efnislega umfjöllun í bæjarkerfi nu og all ir stjórnmálafl okkar í bæjar stjórn hafa komið að málinu og staðið að samþykkt aðalskipulagsins, þ. á. m. legu vegarins. Tengibrautin hefur ætíð fengið ítarlega kynningu í bæj- arfélaginu og skipulagsferlið og ák- varðanataka verið í fullu samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Í það minnsta tvö virt ráðgjafa- fyrirtæki í umferðarmálum hafa sérstaklega yfi rfarið umferðarkerfi ð í tengslum við aðalskipulagsgerð Varmársamtökin hafa á undan- förnum mánuðum ítrekað skorað á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að endurskoða legu tengibrautar úr Helgafellslandi um Álafosskvos inn í miðbæ Mosfellsbæjar. Hefur bæjar stjórn verið hvött til að meta áhrif tengibrautarinnar á bæjar- félagið og lífsgæði íbúa og fengið áskoranir um að breyta legu henn- ar. Að gefnu til efni hafa samtökin líkt vinnubrögðum sveitarfélagsins í skipulagsgerð við bútasaum þar sem skipulagseiningar eru slitnar úr rökrænu samhengi hver við aðra í stað þess að leggja áherslu á að sér hver eining falli að heildarásýnd verksins sem er bæjarfélagið, um- hverfi þess og íbúar. Skyldi bæjarstjórnina skorta djörfung til að kynna raunveruleg skipulagsáform sín fyrir íbúum eða er orsaka að leita í skorti á faglegri yfi rsýn? Sá bútur tengibrautar innar sem bæjarverkfræðingur hefur að einhverju leyti kynnt, nær að hring- torgi við Vesturlandsveg, en loka á vegtengingu Álafosskvosar við þjóðveg 1 og leiða umferðina undir sex m. háa brú sem fyrirhuguð er á Vesturlandsvegi, um nýja brú á Var- má, inn í miðbæ Mosfellsbæjar sem þýðir að allri umferð úr Álafosskvos, Helgafellslandi, Ása- og Landa hverfi verður beint að aðal þjónustu-, íþrótta- og skólasvæði bæjarins. Fyrir utan að stofna lífi skólabarna í stórfellda hættu og rýra lífsgæði íbúa með auknum umferðarhávaða og mengun verður þarna til slíkt víra- virki af steinsteypu að því má líkja við ein afdrifaríkustu mistök í skipu- lagsgerð á Íslandi sem er gatnagerð í miðbæ Kópavogs. Ljóst er á samskiptum við bæj- ar yfi rvöld að til þess að forða Mos- fellsbæ frá því að verða vanhug- saðri umhverfi smótun að bráð þarfnast Varmársamtökin liðstyrks. Við hvetjum áhugasama íbúa því til að lýsa yfi r stuðningi sínum við samtökin. Samstillt átak bæjarbúa þarf til að afstýra þeim ósköpum sem yfi rvofandi eru í miðbænum. Sjá nánar um starf samtak- anna á: http://blog.central.is/ varm arsamtokin. Til að skrá sig í samtökin má senda póst á: varmarsamtokin@hotmail.com, hringja í Sigrúnu, s. 866 9376 eða Berglindi, s. 6607661. Umferðarhópur Varmársamtakanna Áhrif tengibrautarinnar á miðbæinn Tengibraut við Helgafellshverfi skoðuð frá öllum hliðum Í umsögn bæjar verk fræð ings varðandi tillögu Varmársam- takanna um gerð tengibraut ar í stokk að Helgafellshverfi koma ma. fram eftirtalin atriði: • Kostnaður nemur gróft áætlað hátt í milljarð umfram þegar kynnta lausn. • Vegagerðin hefur gert ráð fyrir því í sínum áætlunum að leggja af tengingu við Ásland. Ef farið yrði út í mislæg gatnamót við Ás- land yrði núverandi teng- ing við Álafosskvos vænt- anlega afl ögð sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á þá atvinnu starfsemi sem þar er fyrir hendi. • Mikið rask verður óhjákvæmilega í Ás- landi og húsum sem þar standa. Fyrirsjáanlegt er að kaupa þarf upp hús og rífa til þess að koma fyrirhug uðum mannvirkjum fyrir. • Klöpp er efst í Áslandi sem vænt- anlega þyrfti að sprengja til þess að koma fyrir stokk með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa hverfi sins. Í lok umsagnarinn var niðustaða bæjarverkfræðins sú að hugmynd um mislæg gatnamót og tengibraut í stokk í gegnum Ásland væri bæði dýr og erfi ð í útfærslu. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU 7  Umsög bæj rverkfræ ngs á umræddu tímabili.Aðstæður til veg arlagningar í Kvosinni eru þröng- ar. Þær hafa hins vegar verið taldar ásættanlegar, enda ætíð verið gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna aðlögunar í landi og hljóðvistar eins og algengt er í tilvikum sem þess- um. Nú er það svo að fæstir vilja um- ferðargötur nærri heimilum sínum eða vinnustað. Þó er jafnljóst að umferðarkerfi ð er mikilvægur hluti þéttbýlisskipulags og án þess geta engin hverfi orðið til. Tengibrautin við Álafosskvos er í raun tæplega 600 m. langur veg- arspotti með daglegri umferð sem samsvarar umferð um Hofsvalla- götu eða Álfheima í Reykjavík svo tekin séu dæmi sem fl estir þekkja. Um er að ræða veg, sem felldur verður af varfærni að viðkvæmum aðstæðum í Kvosinni og mun nán- ast einungis þjóna nýju byggðinni í Helgafellshverfi sem í framtíðinni verður eitt glæsileg asta íbúðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu með um 3000 íbúum. Ég er þess fullviss, að umrædd vegatenging verður í framtíðinni eðlilegur hluti af fallegu umhverfi Álafosskvosar. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. vann að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 1992-2012 og 2002-2024 svo og rammaskipulagi Helgafellshver- fi s 2005 í samráði við skipulagsnefnd og tæknideild bæjarins. Nokkrar staðreyndir og hugleiðingar um veginn um Álafosskvos Jóhanna B. Hansen Bæjarverkfræðingur Reykjalundur Álafosskvos Til Þingvalla Ál afo ssv eg ur Varmá Fyrirhuguð tengibraut. Ný tillaga Varmársamtakanna. Tengibraut í stokk niður Ásland. Heilar línur: Núverandi brautir. Brotnar línur: Fyrirhugaðar brautir eða tillögur. Vest url an ds ve gu r j l Helgafelll ll il i ll l f r l s gu r Ásland Augað

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.