Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 21
21Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Leikskólinn Hulduberg Stórtónleikar í Hlégarði Fimmtudaginn 17. október síðastliðinn var haldin kynning á Skólahreysti 2007. Kynningin fór fram í íþróttahúsinu að Varmá. Andrés Guðmundsson, talsmaður Icefi tness, kynnti Skólahreysti og er öllum skólum landsins boðið að taka þátt í forkeppnum Skólahreysti í vetur. Forkeppnirnar verða tíu tals- ins og keppendur koma úr níunda og tíunda bekk grunnskólanna. Þá verður úrslitakeppni haldin í Laug ardalshöll og verður þeirri keppni lýst beint í sjónvarpi. Bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkarðsdóttir og forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, spreyttu sig á fi tness- brautinni og þóttu standa sig vel. Þá kepptu Lágafellsskóli og Varmár- skóli í grein um Skólahreysti sem endaði með jafntefl i. Ungmenni bæjarins eru því álíka hraust og verður gaman að fylgjast með þeim í keppninni í vetur. Kalli, Jónas, Siggi og Jón voru alsælir á árshátíðinni, enda heppnaðist hún í alla staði mjög vel Leikskólinn Hulduberg óskar eftir leikskólakennara til vinnu nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmann með reynslu. Einnig vantar aðstoðarmatráð til starfa. Unnið er eftir metnaðarfullri námskrá, meginmarkmið á leikskólanum eru að rækta tengsl barnsins við náttúruna og umhverfi ð. Hulduberg er sjö deilda leikskóli og þar dvelja 164 yndisleg börn yfi r daginn. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitafélaga. Kjör annarra starfsmanna eru samkvæmt kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Upplýsingar um starfi ð veita Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Viktorsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri í símum 586-8170 og 867-0727. Fræðslu- og menningarsvið Aðalfundur Tónlistarfélags Mosfellsbæjar verður laugardaginn 18. nóvember 2006 kl. 13 í Listaskóla Mosfellsbæjar, Háholti 14, stofu 302. Stjórnin Mánudagskvöldið 20. nóvember halda þeir Kristinn Sigmundsson, bassasöngvari og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, ljóðatónleika í Hlégarði Hefjast tónleikarnir kl. 20. Miðaverð 1.800/1.000 krónur. Frábærir tónleikar tónlistarfólks úr Mosfellsbæ og sinfoníuhljómsveit- ar Íslands fóru fram í íþrótta- húsinu að varmá á dögunum. Nán- ast húsfyllir ánægðra gesta urðu vitni að sannkallaðri tónlista r- veislu sem undirstrikaði það öfl uga tónlistarlíf sem hefur ein- kent bæjarfélagið undanfarin ár. Kynning á Skólahreysti Sinfónían í Mosó

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.