Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 24
Áframhaldandi sigurganga Meistarafl okkur Aftureldingar í handbolta, hefur nú sigrað alla sína fyrstu fi mm leiki í 1. deild. Leikirnir hafa unnist sannfærandi og liðið er á top deildarinnar með 10 stig. Aðstoðarþjálfari liðsins, Hilmar Stefánsson hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er markahæsti maður deildarinn ar með 51 mark í fi mm leikjum eða að meðaltali 10,2 mörk í leik. Aðeins einn leikur hefur tapast og var það á móti Fylki í bikarkeppn- inni. Næsti leikur er gegn ÍBV að Varmá þann 11. nóvember kl. 13.30 Nú er mál að fjölmenna á völlinn og hvetja drengina áfram. Mosfellingur - Íþróttir24 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Karatedeild Aftureldingar stóð sig einstaklega vel á Íslandsmeist- aramóti unglinga sem haldið var í íþróttahúsi Fylkis sunnudaginn 29. október 2006. Th elma Rut Frímannsdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna fædd- ar1991-1992 Auk þess komust á verðlaunapall þau Villius Petrikas, Eva Björg Guðlaugsdóttir og Kristján Helgi Carrasco en þau lentu öll í 3 sæti. Það hefur verið mjög mikill uppgangur hjá Karatedeildinni að undanförnu og við erum kominn með öfl ugan og góðan hóp sem æft hefur hjá okkur lengi og er að ná glæsilegum árangri. Við erum einnig með stóran og efnilegan hóp byrjenda. Deildin tekur þátt í öllum stærri karatemótum, þann- ig að við eigum örugglega eftir að sjá meira frá þessum krökkum á næstu misserum. 20 ára afmæli Sunddeildarinnar Allir iðkendur og þjálfarar fyrr og nú ásamt velunnurum deildarinnar velkomnir í sam- sæti 26. nóvember kl. 17-19 í hátíðarsal Lágafellsskóla. Gervigrasið vel nýtt Laugardaginn 21. október voru fyrstu leikir Faxafl óamótsins spilaðir að Varmá. Það þótti tíðind- um sæta að 4. fl okkur kvenna lék tvo fyrstu leikina sem leiknir hafa verið á nýja gervigras vellinum á móti Breiðabliki. A-liðið tapaði sínum leik 6-2 en B-liðið vann sinn leik 3-1. Veðrið var frábært, frost og stillt og sólin var aðeins að angra þá sem spiluðu á móti henni enda er hún heldur lágt orðin á himni þessa dagana. Laugavegi – Faxafeni – Mjódd – Firði, Hafnarfirði – Kjarnanum, Selfossi - Háholti, Mosfellsbæ völdum vörum afsláttur af Nýr Leikbær í Mosfellsbæ Opnunartilboð í öllum verslunum 35% 4.980 kr. 3.237 kr. BARBIE SNYRTITASKA Full af snyrtivörum. CALIFORNIA GIRL Og hesturinn hennar. BARNATEPPI Með leikföngum. FAIRYTOPIA Honey og fiðrildi. 4.980 kr. 3.237 kr. 3.990 kr. 2.593 kr. 3.550 kr. 2.307 kr. Afturelding hefur að undan- förnu gert samninga við ungmenni Aft ureldingar um aðstoð við þjálfun yngri fl okka félagsins. Frá vinstri á myndinni eru Mist Edvardsdótt- ir, Steinarr Ragnarsson, Siggeir Steinþórsson, Pétur Pétursson for- maður, Axel Lárusson, Sigurgeir Þór Guðmundsson Fjölmenni var í getraunakaffi nu í Vallarhúsi þegar skrifað var undir veglegan styrktarsamning Bónuss við yngri fl okka í knattspyrnudeild sem og meistarafl okk kvenna. Samningurinn er til þriggja ára og er auglýsing Bónuss framan á öll- um keppnistreyjum. Á næstu vikum stendur til að koma nýjum kepp- nisbúningum í sölu í Bónusverslun okkar Mosfellinga. Samninginn un- dirrituðu Tryggvi Þorsteinsson fyrir hönd knattspyrnudeildar og Jóhann- es Jónsson fyrir hönd Bónuss. Fótboltakrakkarnir Lára Kristín í 4. fl okki og Hilmar Þór í 7. fl okki sýndu þessa nýju glæsilegu búningana á meðan á undirskriftinni og kynningu stóð. Skrifað undir samning við Bónus Þjálfarasamningur Frábær árangur í kumite

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.