Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 26
Heyrst hefur... ...að Kári Emils sé að verða pabbi í annað sinn. ...að Hvíti Riddarinn sé í upplausn eftir að hafa misst fjóra lykilmenn til Aftureldingar. ...að Jóna og Mannsi séu orðnir foreldrar. ...að Hlín í Blómahúsinu og Guðrún í bankanum séu systur Jón Páls heitins. ...að Dagur sé búinn að selja Bæjardekk í hendur Bílanaust. ...að Aþena sé ólétt. ...að Vignir í Hlégarði sé byrjaður að kæsa skötuna fyrir Þorlák. ...að Davíð B. Sig handbolta- frömuður sé kominn með kærustu. ...að Lotta og Bingi eigi von á erfingja. ...að Kalli Tomm fái 125 milljónir fyrir að samþykkja tengibrautina í Kvosinni. ...að Sólbaðstofan sé enn til sölu. ...að Valdimar Leó sé ekki búinn að pissa síðan hann pissaði í miðri ræðu á alþingi. ...að reisa eigi pöbb þar sem Hlín blómahús er nú staðsett. ...að Mundi í Dalsgarði sé við konu kenndur og sé að verða pabbi Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Sendið okkur slúður... mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu Mæðgurnar Guðrún Einars dóttir viðskipta- fræðingur og Andrea Ósk Þorkelsdóttir senda okkur uppskrift að „franskri súkku- laðiköku “ að þessu sinni. Þessi kaka er mjög vinsæl á þeirra heimili og er borin fram heit og gott er að hafa ís og jarðarber með kökunni. Gaman er að geta þess að Andrea á afmæli í dag 10. nóvember og óskum við henni inni lega til hamingju með daginn. 2 dl. sykur 200 gr. smjör 200 suðusúkkulaði 1 dl. hveiti 4 egg 1. Sykur og egg þeytt saman. 2. Smjör og súkku- laði brætt í vatnsbaði 3. Hveiti hrært við eggin og sykurinn 4. Að lokum er það hrært varlega saman við súkkulaðið og smjörið. Bakist við 170°c í 30 mín (fer eftir þykkt), en kakan á að vera hrá í miðjunni. Krem: 150 gr. suðusúkku- laði 70 gr. smjör Suðusúkkulaði og smjör brætt í vatnsbaði og sett yfi r kökuna um leið og hún er tekin úr ofninum. Kakan er borin fram heit, gott er að hafa ís og jarðarber með kökunni. Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar26 Frönsk súkkulaðikaka Hjá fi mleikadeild Aftureldingar stunda um 250 börn á aldrinum 3–14 ára æfi ngar, og er fi mleikadeildin önn ur stærsta deildin innan Aftureld- ingar. Þetta er mikill fjöldi iðkenda þrátt fyrir að deildin sé mjög ung. Það sem háir deildinni einna mest nú er aðstöðuleysi. Fimleikar eru íþrótt þar sem notað er mikið af áhöldum við æfi ngar og eru þetta oft á tíðum mjög þung og illmeðfærileg áhöld. Fyrir æfi ngar þarf að stilla áhöld- unum upp og síðan í lokin að koma þeim fyrir í áhaldageymslu sem er of lítil. Þetta er oftast í höndum iðkenda sökum anna þjálfara. Það segir sig sjálft að þetta er ekki gott fyrir litla líkama, fyrir utan það að áhöldin fara illa á þessu. Þá á eftir að nefna að þetta styttir þjálfunartíma iðkenda. Foreldrar og þjálfarar eru sam- mála um það að tími sé kominn til að breyta þessu. Með því fá börnin meiri tíma til þjálfunar og skila þann- ig meiri árangri. Okkur fi nnst tími til kominn að fi mleikadeildin fái annað hvort sitt eigið hús, eins og öll önnur sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu hafa gefi ð eða skrifað undir samning um við fi mleikafélög, eða að salur 3 verði þeirra. Þar gæti deildin haft sín áhöld uppistandandi og aukið þann- ig iðkenda fjölda sinn og árangur þar sem það færi ekki langur tími af æfi nga tímanum í það að setja upp og taka saman áhöld. Foreldrafélag fi mleikadeildar Aftureldingar Aðstöðuleysi fimleikadeildar hjá mæðgunum Guðrúnu og Andreu Mæðgurnar í eldhúsinu. Á minni myndinni er Andrea í svuntunni sem hún saumaði sjálf í handmennt í Lágafellsskóla, með uppskrift frá ömmu sinni. Haustfagnaður Framsóknarfélags Mosfellsbæjar var haldinn föstu- daginn 3. nóvember. Haustfagnaðurinn var sérstaklega vel heppnaður og var þema veisl- unnar „Asía”. Matur frá veitingastaðnum Asíu í umsjá Ólafs Kárasonar Tran var á boðstólnum og salurinn var skreyttur í anda austurlenskrar menningar með bænafánum og drekum svo fátt eitt sé nefnt. Margir góðir framsóknarmenn úr Mosfellsbæ mættu. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs var heiðursgestur. Veislustjóri var Ingi Már Aðalsteinsson, formaður Fram- sóknarfélags Mosfellsbæjar. Laugavegi – Faxafeni – Mjódd – Firði, Hafnarfirði – Kjarnanum, Selfossi - Háholti, Mosfellsbæ völdum vörum afsláttur af 35% Nýr Leikbær í Mosfellsbæ Opnuna rtilboð í öllum verslunum DUEL MASTERS Rauði drekinn. SÚPERMAN Vöðvar sem blásast upp. NJÓSNASETT Sett fyrir upp- rennandi njósnara. 2.990 kr. 1.944 kr. 1.680 kr. 1.092 kr. 4.480 kr. 2.912 kr. Asískt kvöld hjá Framsókn Jólahlaðborð á Ásláki

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.