Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 28
Þó svo að vera blessunarlega laus við það að vera háð dr. Phil eins og ófáar minna vink- venna, slysaðist ég til að horfa á einn slíkan einn rigningareftirmiðdaginn. Ég hálf skamm aðist mín fyrir óafsakanlega he- gðan mína, en lét mig hafa það þar sem ég var ein heima og engin vitni sjáan- leg. Tel mig töluvert djarfa að hreinsa svona hetjulega fyrir dyrum mínum í stórfjölmiðli sem þessum. Ég horfði fyrst á full fyrirlitningar og fussaði og sveiaði í gríð og erg. En ég snerist nú held ur betur 180 gráður þegar hann koma inn á einn mjög sniðugan punkt karlanginn. Hann sagði með sín- um mjúka Texas-hreim á góðri íslensku: “Th ere is something in that person that I hate about myself.” Þetta sló mig þónokkuð og fékk mig virkilega til þess að virkja baunina þarna uppi. Þetta er svo rétt að það var hálf óþægilegt. Þeg ar við erum að pirra okkur yfi r hegðun annarra er það í raun eitthvað í þeirra fari sem okkur mislíkar við sjálf okkur. Þannig til þess að byrja að þola vafasömu stelpuna í bekknum eða yfi rmanninn okkar þurf- um við ekki annað en að taka okkur sjálf í nafl askoðun og byrja á “the man in the mirr or”. Eins og segir svo áfram í hinu víðfræga MJ lagi, þá þurfum við að breyta okkur sjálfum ef við viljum breyta heiminum. Eft- ir þessa stór uppgötvun hef ég lagt metnað minn í það að hafa þessa hugsun bak við eyrað. Spurningin kom mér því óneitanlega í huga, þar sem mín skoðun hefur alltaf verið á honum Philla kallinum að hann segi bara: „Just don’t do it” og all ir missa vatn og dúndra höndunum saman, er ég þá alltaf að gefa einhver ómerkileg ráð til vina minna og vanda- manna? Hvort Mosurnar sæli sig prísa nú? Því get ég ekki svarað... Kara STEINDI JR. SÉR UM ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ HUGLJÓMUN YFIR DR. PHIL SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Mosfellingur - unga fólkið - steindijr@mosfellingur.is28 Fulli gaurinn Við getum byrjað á því að skoða erfi ða gaurinn. Ég hugsa að þessi gæi sé búinn að vera á rallinu í svona viku. Kannski var hann eitthvað að misskilja lífi ð og hélt að matarboðið væri ágætis gardínupartý? Náunginn sem er hægra megin við fulla gaurinn er kominn með kuta og er greinilega búinn að fá sig fullsaddan af dónaskapnum. Einnig má sjá á mynd inni tvo náunga sem eru að baktala erfi ða gaurinn. Þeir eru efl aust að tala um að koma manninum í rúm. Dúkurinn Þessi er gjörsamlega í eigin heimi. Hann er efl aust að hugsa um tólf apa í blaki...! Hann verður að fara að ranka við sér því hann er greinilega að fara að hella niður víni yfi r góðan dúk. Það getur verið mjög erfi tt að ná bletti úr hvítum dúk og hann er einnig við það að henda niður fl ug- beitt um hníf. Hann verður líka að hætta að krumpa dúkinn viljandi. Séns á öðru? Maturinn Einn haus? Það er alls ekki nóg! Hverjum datt í hug að einn haus væri nóg? Eða hverjum datt bara í hug að hafa þennan haus í matinn? Persónulega hefði ég haft kínverskan mat. Dýrin Það er alveg greinilegt að þessi köttur er ekki allur þar sem hann er séður. Mér sýnist hann ætla að naðrast eitthvað í aumingja hundinum. Hundurinn er greinilega með slæma magakveisu og vill bara rólegheit. Það er dálítið trufl andi að sjá þesi dýr á myndinni. Hver á þessi dýr? Hver á köttinn? Júdas? Ég vona allavega að hundurinn fái að vera í friði, kötturinn er algjör sekkur. Tærnar Allir á myndinni eru með mjög ógeðsleg- ar tær. Stóra táin er minni en litla táin og enginn búinn að þrífa þetta. Eins gott að Jesú hafi staðið við stóru orðin og þvegið á þeim bífurnar eftir matinn. Þeir myndu örugglega allir kyrkja pintsvín fyrir eitt sápustykki? Frelsarinn Það er mjög erfi tt að horfa upp á þessa svínslegu framkomu lærisveinanna. Jesú veit ekkert hvað er í gangi og hefur ekki komið upp orði síðan hann sá hvað var í matinn. Það er líka mjög illa séð að kvenlegur náungi sé að leggja sig í stól frelsarans. Ég hugsa að þetta matarboð hafi gjörsamlega farið úr böndunum og að einhver hafi fengið einn á snúðinn í öllum látunum. Þó svo að síða sta kvö ldmáltí ðin hafi far ið fram um pá skaleyt ið þá er það jólatím inn sem fær ma nn til að h ugsa um slíka h luti. Ma rgir hafa tú lkað síð ustu kv öldmál tíðina á ýmsa vegu, ú tskýrin garnar eru margar , þó vei t engin n hvern ig þetta v ar í rau n og ve ru. Hér na er mín hugmy nd um þetta kvöld.. . Þe ss i s kr if ei ga e kk i u nd ir n ok kr um k ri ng um st æ ðu m a ð ve ra n ið ra nd i í g ar ð ei ns e ða n ei ns h el du r a ðe in s hu gr en ni ng ar h öf un da r. S te in di J r. Laugavegi – Faxafeni – Mjódd – Firði, Hafnarfirði – Kjarnanum, Selfossi - Háholti, Mosfellsbæ völdum vörum afsláttur af 35% Nýr Leikbær í Mosfellsbæ Opnuna rtilboð í öllum verslunum ÆVINTÝRI TÝNDA FJÁRSJÓÐSINS 50 hlutir. SJÓRÆNINGJASKIP Sjóræningjar, fjársjóðir o.fl. fylgir. GÁFAÐI ALEC Bíll sem eltir pennastrik. 3.990 kr. 2.594 kr. 1.980 kr. 1.287 kr. 1.480 kr. 962 kr. Síðasta kvöldmáltíðin - Eitt frægasta málverk í heimi eftir Leonardo da Vinci

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.