Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 10
10 Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar Það er ekki í anda Vinstri-grænna að elta ólar við ómálefnalegar greinar og önugheit pólitískra and- stæðinga. Miklu frekar að horfa fram á við og gera allt til að kynna og vekja athygli á málefnum og hugsjónum flokksins á faglegan hátt. Aldrei fyrr hafa Vinstri-græn í Mosfellsbæ haft eins öflugt tækifæri og nú til þess að koma hugðarefnum sínum og stefnu- málum í framkvæmd. Hér á eftir koma svör við spurning- um og vangaveltum frá fyrrverandi og núverandi Samfylkingarfélögum sem birst hafa í blöðum og netmiðlum undanfarið og hafa beinst að Vinstri- grænum. „Hvernig ætli staðföstum, inn- vígðum og innmúruðum vinstri- grænum líki vistaböndin með sjálfstæðismönnum?“spurði vara- bæjarfulltrúi og - formaður Sam- fylkingarinnar í Mosfellsbæ, Anna Sigríður Guðnadóttir, í einni grein sinni í Mosfellingi eftir kosningar. Þá var of snemmt fyrir undirritaðan að svara þessari spurningu, en nú get ég fullvissað varabæjarfulltrúann um að samstarfið fer mjög vel af stað. Hvorki spilum við Vinstri-græn né Sjálfstæðisflokkurinn sóló í samstarf- inu og hvorugur flokkurinn tekur ákvörðun að hinum forspurðum. Hvað varðar innvígslu eða innmúrun þá hafa aldrei fleiri verið í okkar röðum og enginn hefur brotist út ennþá. „Þegar stjórnmálaflokkur kastar fyrir borð eigin hugsjónum og stefnu til að þóknast samstarfsflokki er sá hinn sami hækja.“ sagði fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, Valdimar Leó Friðriks- son, í grein sem hann skrifaði um Vinstri-græn í Mosfellsbæ. Hugsjónir og aðalstefnumál Vinstri-grænna eru flestum kunn. Vinstri-græn voru til að mynda fyrst til að nefna gjaldfrjálsan leikskóla og var það eitt stærsta stefnumál flokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnakosn- ingarnar. Það gleður mig því mikið að geta tilkynnt það að nú í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007, sem nú er til umfjöllunar í nefndum og ráðum bæjarins, að um áramótin verði fimm ára deildin gerð gjaldfrjáls. Það er staðföst trú okkar Vinstri- grænna að leikskólinn eigi að vera gjaldfrjáls, hann er fyrsta skólastig barnsins. „Munu VG alltaf kasta stefnu sinni fyrir róða um leið og þeir öðlast völd?“ spurði þingmaðurinn einnig í sömu grein. Nei, það get ég fullvissað þing- manninn um að það munum við ekki gera. Við töldum og teljum enn meiri líkur á að koma okkar stefnumálum í framkvæmd í meirihlutasamstarfi en sitjandi í minnihluta. Fyrsta dæmi þess er nú að verða að veruleika eins og áður segir. „Strax á fyrstu tveim mánuðum samstarfsins tókst þeim að pissa á eigin stefnu í umhverfis- verndarmálum, allt eftir því hvað hentaði samstarfsflokki þeirra. Í Morgunblaðinu um daginn reyndi oddviti VG manna í Mos að svara fyrir verknaðinn en gróf sig einfaldle- ga dýpra inn í kvosina, enda alkunna að; „sekur flýr þótt enginn elti“. “ Í þessum skemmtilega, „málefna- lega“ og þétta ritstíl hér að ofan frá fyrrverandi þingmanni Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi samstarfs- konu hans og varabæjarfulltrúa og – formanni Samfylkingarinnar í Mos- fellsbæ, má lesa áhyggjutón. Ég get fullvissað þau um að við Vinstri-græn í Mosfellsbæ munum standa á okkar meiningu og að flótti undan ábyrgð er okkur síst í huga. Þá hefðum við frekar kosið minni- hlutasamstarf. En nú er spurt, hver er að flýja og hvert? Ófærð á Kjalarnesi Aðfaranótt sunnudagsins 19. nóvember gerði vonskuveður á Kjalarnesi og var björgunarsveit- in Kjölur því kölluð út. Vegna ófærðar á Akranesi var bílum á leið á Skagann gert að snúa við til Mosfellsbæjar. Einnig voru margir bílar fastir víðsvegar á Kjalarnesi og björgunarsveitin sá um að losa bílana og ferja fólk til síns heima. Efnistaka fyrir umhverfismat Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra hefur úrskurðað að efnistaka úr sjávarbotni í Hvalfirði, Kollafirði og Faxaflóa skuli fara í umhverfismat. Íbúar Kjósarhrepps gleðjast mjög yfir þessum úrskurði en þeir hafa til fjölda ára barist gegn efnistök- unni. Kjósverjar telja að efnis- takan hafi valdið landbroti, haft gríðarleg áhrif á fjörur í Kjósinni og eyðilagt svæði sem eru á þjóðminjaskrá. Heimsmeistaramót í matreiðslu Íslenska kokka- landsliðið tók þátt í heimsmeistara- móti í matreiðslu í Luxemborg nú á dögunum. Íslendingar fengu bronsverðlaun fyrir kalt borð og silfurverðlaun fyrir heitan mat. Fyrirliði liðsins var Mosfellingurinn Bjarni Gunnar Kristinsson en hann er einnig yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum Grillinu. Í tugi ára hefur dugnaðarfólk í Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar plant- að trjám vestan undir hlíðum Úlfars- fells. Þar hefur orðið til úr grýttum jarðvegi hið myndarlegasta skógar- svæði. Þetta má kalla án þess að ýkja með langfallegustu útivistarsvæðum í okkar bæjarlandi. Hvernig má það vera að þessi skógur er mjög illa aðgengilegur fyrir okkur Mosfellinga? Til að komast þangað þarf maður að keyra alla leiðina til Reykjavíkur, snúa svo við og aka tilbaka til að geta beygt inn á bílaplanið við Hamrahlíðaskóginn. Einhverra hluta vegna hefur senni- lega gleymst að búa til akrein út úr hringtorginu þangað. Ef maður ætlar að nota reiðhjól á góðum degi þá tekur ekki betra við. Annað hvort þarf að hjóla króka- leiðir og teyma reiðskjótann yfir stórgrýti eða setja sig í lífshættu á Vesturlandsveginum. Nú fara jólin að nálgast og margir bæjarbúar vilja upplifa stemninguna sem felst í að fara í skóginn og sækja sjálfir sitt jólatré. Þetta verður annað árið í röð sem Mosfellingar komast ekki í skóginn sinn án þess að fara stóran aukakrók. Hvenær verður bætt úr þessu? Úrsúla Jünemann Gjaldfrjáls fimm ára deild Forval hjá Vinstri-grænum Mosfellingar, munið forvalið hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á höfuðborgarsvæðinu. Kjörfundur í Hlégarði, 2. desember kl 10-22. Sjá nánar á www.vg.is Karl Tómasson Forseti bæjar- stjórnar og oddviti vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Hamrahlíðaskógur – hvar liggur leiðin þangað? Ólafur Haraldsson Tanja Íris Ólafsdóttir Davíð Þór Sævarsson Tinna Ýr Vestmann Ólafsdóttir Benedikt K. Ólafsson Bjarney Vignisdóttir Sandra Ólafsdóttir Kristófer E. Árnason Sonja Ólafsdóttir Þorsteinn Jónsson Systkini og aðrir aðstandendur Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúp- móður, ömmu, dóttur, systur, tengdadóttur, tengdamóður og mágkonu. Önnu Sigríðar Þorsteinsdóttur (Anna Sigga) Byggðarholti 1b Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á gjörgæslu LSH, félögum í Leikfélagi Mosfellssveitar, kirkjukórnum og öllu tónlistarfólki, strafsfólki RV svo öllum þeim sem réttu okkur hjálparhönd á erfiðri stundu. Guð blessi ykkur öll og launi.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.