Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 14
Mosfellingur - Leirvogstunga14 Hinn 22. nóvember síðastliðinn hófst sala á einbýlis- og raðhúsa- lóðum á svæði þrjú í Leirvogstungu. Lóðirn ar hafa hlotið mjög góðar viðtökur enda eru þær glæsilegar. Þær eru í hallandi landi og snúa að sjó og bjóða því upp á mjög gott útsýni yfi r voginn. Til viðbótar þessu eru enn til sölu ein einbýlishúsalóð á svæði tvö og nokkrar keðju- og raðhúsalóðir á svæði fi mm. Lóðir í Leirvogstungu hafa verið eftirsóttar. Engin fjölbýlishús verða í hverfi nu auk þess sem rýmra er um lóðir en víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og meira um falleg, opin, sameiginleg svæði á milli þeirra. Vandað er til alls frágangs. Áhersla er lögð á leiksvæði, hellulögð torg, tré og gróður. Heimasíða Leirvogstungu, www. leirvogstunga.is, veitir miklar upplýs- ingar um svæðið. Þar er meðal annars sagt frá möguleikum til útivistar og íþrótta í grenndinni og stiklað á stóru í sögu svæðisins en þar var mikið líf á landnáms- og þjóðveldisöld. Allt er efn ið stutt með glæsilegum ljósmynd- um af Leirvogstungu og svæðinu í kring sem Bjarni Sveinbjörn land- eigandi hefur sjálfur tekið. Það sem mesta athygli hefur vakið er þó senni- lega kortið af svæðinu og þrívíddar- myndband sem sýnir hvernig byggð- in getur litið út. Í kortinu er hægt að kalla fram myndir af svæðunum sem verið er að selja og smella á lóðir og fá upplýsing ar um þær, svo sem verð, stærð, hámarksnýtingarhlutfall og fl eira. Þrívíddarmyndbandið er gert af Onno ehf. sem er fyrirtæki sem sérhæfi r sig í þrívíddargrafík. Þar hefur svæðið verið teiknað upp í þrívídd og inn í það er sett hugmynda- hús sem Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar, hefur teiknað. Mynd in er mjög vel gerð, tré hafa ver ið „gróðursett“ meðfram húsun- um, bílar af mismunandi gerðum eru í innkeyrslunum og fólki bregður fyrir við húsin og inni í þeim. Á heimasíðunni www.leirvogs- tunga.is er hægt að skoða lóðir og verð og fylla út tilboðseyðublöð. Tilboðs- eyðublöðin eru svo send til fasteigna- sala. Það eru Fasteignasala Mos- fellsbæjar og Landslög – lögfræðistofa Nýjar lóðir í Leirvogstungu Nýjar lóðir á svæði þrjú Sex ættliðir á sömu jörð Hverfi ð í Leirvogstungu er reist á gamalli bújörð og hefur sama fjölskyldan búið þar í á annað hundrað ár. Bjarni Svein- björn Guðmundsson sem er af fi mmta ættlið fjölskyldunnar stendur að framkvæmdunum ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragnarsdóttur. Faðir Bjarna, Guðmundur Magnússon, tók nú í sumar fyrstu skófl ustung- una að hverfi nu ásamt Herdísi Sigurjónsdóttur varaforseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Bjarni og Katrín hafa fengið til liðs við sig fagaðila á öllum sviðum til að aðstoða við fram- kvæmdina en hafa í gegnum allt ferlið haldið þeirri meginstefnu að í Leirvogstungu byggist upp sérbýlishverfi sem er í takt við náttúruna og umhverfi ð. Á vefnum er kort sem sýnir upplýsingar um lóðirnar, stærð, verð og hámarksnýtingarhlutfall. Þrívíddarmynd- band sem sýnir hugsanlegt útlit byggðar í Leirvogs- tungu er á www. leirvogstunga.is.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.