Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 15
15Leirvogstunga - Mosfellingur „Viðtökur hafa verið frábærar og sala á lóðum í fyrsta áfanga fór fram úr björtustu vonum. Því var ákveðið að hefja sölu á svæði þrjú mun fyrr en áætlað hafði verið,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Hann situr við símann þessa dagana en við fengum hann til að taka sér stutt hlé og tala við okkur um lóðasöluna í Leirvogstungu. Er þetta ekki frekar óvenjulegt verkefni? „Verkefnið er svo sem ekkert óvenjulegt. Um er að ræða eignasölu sem er í grunninn alveg eins og sala á íbúðum eða húsum. Það sem er sér- stakt við Leirvogstunguverkefnið er að hjónin Bjarni og Katrín eiga landið og halda utan um allt skipulag og framkvæmd. Þau hafa fengið til liðs við sig sérfræðinga á öllum sviðum og sjá til þess að allt sé unnið af metn- aði og alúð. Við höfum átt mjög gott samstarf við þau og ég held að ég geti fullyrt að þetta sé skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið þátt í.“ Er algengt að fólk ætli að byggja sjálft? „Já, það er greinilegt. Mikill fjöldi einstaklinga hefur keypt sér lóðir og ljóst er að í dag telja margir hagkvæm- ara að byggja sjálfir. Kaupendur eru úr ýmsum áttum, en þó er áberandi að stór hluti þeirra kemur úr öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Mosfellsbæ. Það eru því margir nýir Mosfellingar á leiðinni.“ Hvaða spurningu færðu oftast frá væntanlegum kaupendum? „Það er áberandi að margir vilja vita hvernig sölufyrirkomulagið er og hvenær eigi að skila tilboðum. Svarið við þessu er að það er enginn tilboðsfrestur heldur eru lóðirnar seldar nánast strax og tilboð berast. Við erum þegar búin að selja nokkrar lóðir, þannig að þessi áfangi fer mjög vel af stað.“ Nýjar lóðir í Leirvogstungu Samskiptin við félagana eru góð -segir Dominik Chmielenski „Ég hef unnið hér á Íslandi í um það bil eitt og hálft ár,“ sagði Dominik Chmielenski glaður í bragði en hann er pípulagninga- maður og sér um að þau mál séu í lagi við undirbúning byggðarinnar í Leirvogstungu. Chmielenski er pólskur og segist að sjálf- sögðu upphaflega hafa komið til landsins vegna peninganna. Hann hafi ætlað að vera hér í um það bil eitt ár, nú sé þetta orðinn lengri tími og möguleiki sé á að hann verði hér enn lengur. Hann segir samskiptin vera góð við íslenska starfsfélaga, enskan sé aðalmálið í samskiptum við þá en hann sé alltaf að læra eitthvað í ísl- ensku. Því til staðfestingar kveður hann með kurteislegu: „Takk fyrir!“ Dominik Chmielenski er búinn að vinna á Íslandi í eitt og hálft ár og segir möguleika á því að hann verði hér lengur. Áfangaskil í Leirvogstungu - góður andi í kaffiskúrnum Það var hlýja og gleði í kaffiskúr Ís- taks í Leirvogstungu laugardaginn 18. nóvember þrátt fyrir að brunagaddur væri utandyra. Í tilefni loka fyrsta verkáfanga var boðið upp á glæsileg- an kvöldmat með öllu. Fyrir utan var heljarstórt grill og Svanur Hafsteins- son kokkur og sonur hans hlupu inn og út með lambasteik, kjúkling og heitt hvítlauksbrauð. Þegar Ásgeir Loftsson, byggingaverkfræðingur hjá Ístaki, settist við borð með væna flís af lambi á disknum, sagði hann með bros á vör: „Áfangaskipti eru góð“. „Ásgeir Loftsson byggingarverkfræðing- ur á vinnusvæðinu í Leirvogstungu.“ Eins og blómstrið eina Ástmar Karl Steinarsson, eftirlits- maður frá Fjölhönnun, er ánægður með framkvæmdina í Leirvogstungu: „Við tökum stikkprufur og framkvæmum mælingar. Þetta er yfirleitt eins og blóm- strið eina en ef upp kemur misræmi reynum við að finna lausn á staðnum.“ Mikael Traustason, yfirmaður eftirlits, segir að í eftirlitinu felist samskipti við verktakann og hönnuði og eftirlit með störfum þeirra. „Hér eru á ferðinni fagaðilar á hverju sviði sem eigendur Leirvogstungu völdu eftir orðspori en ekki með útboði. Þetta gerir það að verkum að það er valinn maður í hverju rúmi og vandað til allra verka.“ Eftirlitsmennirnir Ástmar og Mikael fara fögrum orðum um framkvæmdina í Leirvogstungu. Hvernig viltu hafa það? Gröfumennirnir Hallur Steingrímsson og Barði Kristjánsson sátu við glugga í vinnuskúrnum í Leirvogstungu og borðuðu og spjölluðu við þá Ásgeir Valdimarsson og Hlyn Ingólfsson. Þeir félagar sögðust alltaf hittast hálf tólf á hverjum degi í mat og að mórallinn í skúrnum væri góður. Unnið væri til sex alla virka daga og svo væri unnið flesta laugardaga en það færi eftir þörfum. Þegar Hallur og Barði voru spurðir hvort það væri rétt að þeir væru bestu gröfumenn á landinu og þeir gætu klippt hárið á mönnum með gröfunni vildu þeir lítið gera úr því. Hallur spurði samt eftir smá umhugsun: „Hvernig viltu annars hafa það?“ Fullyrt er að Hallur Steingrímsson sé hárnákvæmur gröfumaður. Margir nýir Mosfellingar á leiðinni Einar Páll hefur í nógu að snúast um þessar mundir enda er nýhafin sala á nýjum lóðum í Leirvogstungu Einar Páll Kjærnested fasteignasali: „Vinnuvélar að störfum í Leirvogstungu. Líklegt er að hús fari að rísa á svæðinu á vormánuðum eða jafnvel fyrr.“ Séð yfir Leirvoginn og ekki verður annað sagt en útsýnið sé glæsilegt.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.