Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 20
Mosfellingur - Íþróttirsf lli r - Frét ir, bæjarmál og aðsendar greinar20 Kominn er út frábær geisladisk ur með 18 völd- um og vinsælum jóla- lögum sem Mosfellskórinn hefur fl utt á 20 ára ferli sínum. Jens Hansson, saxa- fónleikari Sálarinnar ásamt félögum, sér um undirleik með létt um ferskleika sem gerir jólalögin sér- lega skemmtileg fyrir unga sem aldna. Útgáfutónleikar verða í Bæjar leikhúsinu í Mosfellsbæ laug. 2. des. kl. 17.30, Ráðhúsi Reykjavíkur mið. 6. des. kl. 17.30 og í Mjóddinni laug. 9. des. kl. 16 - aðgangur ókeypis, geisla diskur seldur á staðnum. Kórinn verður á ferð inni á Stór-Reykjavíkur svæðinu alla aðventuna. Jóladiskur inn er til sölu á bensínstöðvum OLÍS, hjá meðlimum kórsins og víðar. Stjórn- andi frá upphafi er Páll Helga son. TIL SÖLU Þrastarhöfði 13, 17 og 19 Vorum að fá þrjú 186 m2 raðhús á tveimur hæðum með bílskúr við Þrastarhöfða 13, 17 og 19. Húsin er á besta stað, með golfvöll, spánýja sundlaug, grunnskóla og leikskóla í 4 mínútna gönguradíus. Húsin verða afhent fullbúin að utan með þökulagðri lóð og sólpalli, en tilbúin til innréttinga, spörstluð og grunnmáluð að innan. Gólfhiti og fullkomið loftræsikerfi verður fullfrágengið. Afhending í desember næstkomandi. Verð kr. 37,9 – 38,4 m. Mosfellskórinn gefur út geisladisk fyrir jólin Jólaljósin ljóma Sunnudaginn 10. desember verður haldinn jólamarkaður í Kaffi Kjós milli kl.13 og 18. Það er tilvalið að njóta dags á aðventunni í kyrrð og fegurð Kjósarinnar. Jólatrésala að Fossá. Markaður, heitur súkkulaðibolli eða kaffi með jólabakkelsi og jólatónlist í Kaffi Kjós. Góður dagur til að heimsækja Kjósina og sjá hvað íbúar og vinir sveitarinnar hafa upp á að bjóða. Jólamarkaður í Kjósinni NÝTT Á SKRÁ Leikritið sem Leikfélag Mosfellss- veitar sýnir um þessar mundir heitir „Varaðu þig á vatninu” og er eftir Woody Allen. Átta leikarar taka þátt í sýningunni. Leikritið gerist á tímum kalda stríð- sins og fjallar um bandaríska fjöls- kyldu sem leitar skjóls í bandaríska sendiráðinu í Vúlgaríu eftir að hafa tekið þar ljósmyndir á bannsvæði. Lokasýning sunnudaginn 3. desember kl. 20. Miðapantanir eru í síma 566-7788 og er miðaverð kr. 1.800.-. Við hvetjum alla til að mæta á þessa bráð- fyndnu og skemmtilegu sýningu! Varaðu þig á vatninu Lokasýning Hlín flutt í Mosann Hlín blómahús hefur nú fært starfsemi sína úr „gamla kofanum” í Háholti 18 yfi r í hinn nýja verslunar- kjarna, Mosann. Hjónin Hlín Eyrún Sveinsdóttir og Sigþór Hólm Þórarinsson, eigendur blómahússins, kveðja gamla húsið með söknuði enda er það búið að vera vinnustaður þeirra síðastliðin þrettán ár. Nýja húsnæðið er í alla staði stór- glæsilegt og vinnuað staða þeirra batnar til muna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.