Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 22
Mosfellingur - Íþróttir22 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Hlutu silfur og brons á unglingamóti P-2 fl okkur Aftureldingar í fi mleikum vann silfurverðlaun fyrir stökk á trampólíni og bron- sverðlaun fyrir dans á fyrsta hóp- fi mleikamóti vetrarins sem nýlega var haldið á Selfossi. Stúlkurnar voru að keppa í fyrsta sinn í fl okki unglinga eftir svokölluðum FSÍ reglum en þar eru gerðar strangari kröfur heldur en á þeim byrjen- damótum sem þær hafa keppt á hingað til. Unnu ellefu verðlaun á Íslandsmóti Fimleikadeild Aftureldingar sópaði að sér verðlaunum Ís- landsmóti í almennum fi mleikum sem haldið var á haustdögum. Fyrir hönd fi mleikadeildar Aftureldingar kepptu 14 stúlkur í 2. þrepi og unnu þær 11 verðlau- napeninga. Eva María Guð- mundsdóttir fékk gull- og tvenn silfurverðlaun, Birta jónsdóttir hreppti gull- og bronsverðlaun, Agnes Ýr Gunnarsdóttir fékk silfurverðlaun, Karen Anna Sævarsdóttir fékk gull- og bronsverðlaun, Sveinbjörg Lilja Guðrúnardóttir hreppti silfur- verðlaun, Halla Björk Ásgeirsdót- tir vann bronsverðlaun og Inger Ósk Sandholt fékk gullverðlaun. Gullverðlaun á byrjenda- móti í hópfi mleikum Fimleikadeild Aftureldingar kom, sá og sigraði á fyrsta byr- jendamóti vetrarins í hópfi m- leikum sem haldið var hjá Fylki um miðjan nóvember. Hópur P-1 hreppti gullverðlaun á mótinu og hópur M-10 hlutu þriðja sætið. Hvorki meira né minna en fi mm keppnislið komu úr Mosfellsbæ- num, þar af fjögur stúlknalið og eitt drengjalið. Um var að ræða fyrsta hópfi mleikamót sem M-10 tók þátt í og voru stúlkurnar að vonum ánægðar með árangurinn. Í síðastliðnum mánuði var undir- ritaður samstarfssamningur Hand- knattleiksdeildar Aftureldingar og KB banka. Með þessum samningi leggst KB banki í árar með handknattleiks- deildinni til að byggja deildina þannig upp að metnaðarfull markmið náist. Stjórn Handknattleiksdeildar ákvað það á fyrstu starfsdögum sínum að leggja upp með metnaðarfullt starf, sett voru markmið sem öll ná hámarki á 100 ára afmæli félagsins árið 2009. Ætlunin er að fá þrjú fyrirtæki sem myndu vera aðalstyrktaraðilar deil- darinnar. KB banki er fyrst þessara fyrirtækja og erum við sem störfum að handboltahreyfi ngunni í Mos- fellsbæ ákafl ega stolt af því að fá þau til liðs við okkur. Nokkur önnur fyrirtæki hafa gefi ð vilyrði fyrir samstarfi og vill stjórnin nota tækifærið og færa þeim þakkir fyrir. KB banki styður uppbyggingu Frá undirritun samnings. Frá vinstri: Ragnar, Þórdís, Guðmundur, Lárus og Guðrún ásamt syni sínum ÞÍN STÖÐ Í ÞÍNU BÆJARFÉLAGI

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.