Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 23
 Meistarafl okkur Aftureldingar í knattspyrnu gerði á dögunum styrktar- samning við heildverslunina Namo. Samningurinn er til þriggja ára og var un- dirritaður í vallarhúsinu að Varmá. Við sama tilefni gerði barna- og unglingaráð karla leikmannasamninga við fi mm efnilega leikmenn í 2. fl okki Aftureldingar. Heildverslunin Namo er bakhjarl þess samnings. Körfuknattleiksdeild Afturelding- ar hélt fjölliðamót í körfubolta þann 11. nóvember síðastliðinn. Þetta mót var það fyrsta sem deildin hefur staðið fyrir og var haldið að Varmá. Þátttakan á mótinu var góð og vel að því staðið. Friðrik Garðar Sigurðs- son þjálfar alla fl okka Afturelding ar í körfuboltanum en deildin var endurvakin fyrir þremur árum og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Myndina tók Ólafur H. Einarsson. Körfuboltamót haldið að Varmá Namo styrkir knattspyrnudeildina Pétur og Jóhann með efnilegu fótboltastrákunum okkar Sunddeildin fyrir myndarfélag ÍSÍ Þann 26. nóvember s.l. hélt Sunddeild Aftureldingar upp á 20 ára afmæli deildarinnar í hátíðarsal Lágafellsskóla. Sama dag hlaut deildin gæðaviðurkenn ingu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fyrir barna og unglingastarf og hefur því rétt á að kalla sig fyrirmyndardeild ÍSÍ. Með þessum áfanga sýnir deildin að hún gerir kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem unnið er í deildinni. Margt var um mann inn í veislunni og sáu krakkarnir í deildinni um skemmtiatriði á milli þess sem fólk gæddi sér á kræsingum. Meðfylgjandi mynd sýnir er Ólafur Rafnsson, Forseti ÍSÍ, afhendir Jóhannesi Baldurs syni, formanni Sunddeildar Aftureldingar, viðurkenningu Fyrirmyndafélags ÍSÍ.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.