Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 01.12.2006, Blaðsíða 24
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar24 Heyrst hefur... ...að Gummi á Drauma hafi komist í hann krappann eftir ryskingar og þurft að styðjast við hækju í nokkra daga á eftir. ..að Mosfellsbær ætli að kaupa hálkueyði af fótboltastrákunum. Þá þarf ekkert að tengja heita vatnið á nýja gervigrasvöllinn, bara láta krakkana strá á völlinn í upphafi æfingar. ...að Erla Víðis sé komin nokkra mánuði á leið og farin að láta verulega á sjá. ...að Óli Már komi fram á nýjasta DVD disk Bubba Morthens 06.06.06 ...að opna eigi verslun í gamla Krónuhúsinu með lengri opnunartíma en gengur og gerist. ...að nýi verslunarkjarninn gangi undir nafninu Mosinn. ...að aldrei þessu vant hafi verið léleg mæting á síðasta Sálarballið í Hlégarði. ...að enginn Mosfellingur sé með öruggt sæti á Alþingi fyrir næstu kosningar og sé það í fyrsta skipti í marga áratugi. ...að 13 réttir hafi komið upp í tippleik Aftureldingar en seðillinn hafi ekki verið sendur inn til Íslenskra getrauna. ...að bæjarstjóri Pizzabæjar og FastMos parið séu búin að tryggja sér bestu lóðirnar í Leirvogstungunni. Sendið okkur slúður... SMS í síma 694-6426 Í eldhúsinu „Þetta var eitt það fyrsta sem Binna eldaði handa mér er við vorum að kynn- ast og þessi réttur er hent- ugur við allar aðstæður. Hversdags með fjölskyld- unni, rómantískur dinner eða gestir í heimsókn. Fljótlegur og mjög góður réttur sem þarf lítið að hafa fyrir, skella öllu í eldfast mót og láta ofninn sjá um restina. Leggja á borðið, daðra við konuna eða sinna gestunum, allt hægt meðan rauðsprettan bakast.” 700 gr. rauðsprettufl ök 1 rauðlaukur 1 box sveppir 300 gr. hreinn rjómaostur ¼ líter hreinn appelsínusafi (trópí) 2 egg salt og pipar Hrísgrjón eða kartöfl ur „Þegar rétturinn var fyrst búinn til var enn framleiddur rjómaostur með appelsínu- krókant, en núna er sósan búin til með því að bræða saman hreinan rjómaost og appelsínusafa. Tilvalið er að nota appel- sínuþykkni, en reynið ekki að nota Svala, er búin að prófa það. Mikilvægt að nota glæný og fersk rauðsprettufl ök. Flökin eru skorin í bita (með roðinu) og velt upp úr eggjahræru með salti og pipar. Léttsteikt á pönnu og sett í smurt eldfast mót. Sveppir og rauðlaukur skorinn niður, aðeins skellt á pönnuna og sett yfi r fi skinn. Osturinn og appelsínusafi nn bræddir saman í potti og hellt yfi r rétt inn. Sett í ofn við ca. 180° í ca. 15-20 mínút ur. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöfl um. Fyrir fjölskylduna mælum við með kaldri mjólk með þessum rétti, en ef rómantíkin er við völd er tilvalið að opna fl ösku af Tokay Pinot Gris hvítvíni frá Alsace.“ Rauðspretta í appelsínuostasósu Binnu og Magga Árshátíð Bólsins var haldin í Hlégarði með pompi og prakt fi mmtudaginn 16. nóvember. Húsið var troðfullt og aldrei hefur verið jafn fjölmennt á árshátíðinni, sem að sýnir okkur Föstudaginn 10. nóvember opn aði verslun Krónunnar í hinum nýja versl- unarkjarna, Mosanum. Það voru þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og Jón Helgi Guðmundsson stjórnar- formaður Kaupáss sem opn uðu versl- unina og klipptu á gulan Krónuborða. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar var á staðnum og spilaði nokkur vel valin lög fyrir viðskiptavini. Á laugardeginum var síðan kerruhlaup til styrktar björg- unarsveitar Kyndils. Í kerruhlaupinu tóku nokkrir vel þekktir Mosfellingar þátt og var keppninni lýst í beinni út- sendingu á Bylgjunni. Keppendur þutu um alla búð og fylltu kerrurnar af vörum. Síðan var farið í gegnum allar kerr urnar og heildarupphæð þeirra var gefi n Kyndli í styrk. Krónan gerði gott betur og tvöfaldaði upphæðina og því endaði styrkur Kyndilsmanna í tæpri milljón króna. Ný verslun Krónunnar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.