Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 2
www.isfugl.is HÉÐAN OG ÞAÐAN 2 Jól, komin einu sinni aftur... og stressið að fara með landann. Látum ekki geðveikina alveg fara með okkur þessa síðustu daga, þótt svo einhver fari í jólaköttinn þá ætti það ekki að vera svo slæmt. Ég þekki alla- vega ekki neinn sem hefur lent illa í honum þótt heimildamenn Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns- ins telji það miður gott. Ó hve gott verður að komast í smá jólafrí og slappa af í faðmi fjölskyldunnar og njóta matar og drykkjar um hátíðirnar. Líður nú senn að hátíð ljóss og friðar og vil ég fyrir hönd Mos- fellings óska bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir samstarfi ð við ykkur bæjarbúa við að halda úti öfl ugum og traustum fréttamiðli. Sjáumst á nýju ári. FERMINGARMYNDIN Nafn: Unnur Jenný Jónsdóttir „Fermingin mín fór fram í Lága- fellskirkju 2. apríl 1978. Ég man svo vel eftir þessum degi. Ég fékk krullur í hárið sem var eitthvað sem ég var nú ekki mikið fyrir. Vildi helst bara fá að vera eins og ég var vön, en fyrir mömmu fékk ég krullur í hárið og líka lítil hvít blóm. Ekki fannst mér þetta nú mjög fl ott en hvað gerir maður ekki fyrir mömmu sína? Ég samþykkti líka að vera í dragt en gaf mig ekki með skóna, þá vildi ég velja sjálf. Ég var því í fínni dragt og við hana í ECCO gönguskóm með gúmmí botnum. Fermingarmyndatakan fór svo fram daginn eftir þannig að ég varð að sofa í sömu stellingunni alla nótt- ina til að skemma ekki hárgreiðsluna.” Út með jólaköttinnMOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is www.mosfellingur.is Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Álafossvegi 18, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamenn: Ágúst B. Linn og Ruth Örnólfsdóttir Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ljósmyndari: Magnús Már Haraldsson Prentun: Prentmet, 3500 eintök Aðsendar greinar skulu ekki vera lengri en 500 orð. Hilmar Gunnarsson, ritstjóri hennar Unnar Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... ...þegar gullaldartímabil Aftureld ingar í handbolta hófst. Fyrsti titillinn í 1. deild kom í hús þann 13. mars 1997. Þjálfari liðsins á þessum tíma var lands liðsmarkvörðurinn Ein ar Þor- varðar son. Liðið gulltryggði sér titilinn með naumum sigri á Val. Í þessu liði voru margir af bestu handbolta- mönnum þjóðarinn ar. Þar voru þeir Bjarki Sigurðsson, nú verandi þjálfari meist arafl okks Aft ureldingar, Berg- sveinn Bergsveins son markvörður og Páll Þórólfsson fremstir meðal jafn ingja. Eftir þennan sigur varð mikil upp sveifl a hjá Aftur eldingu og nokkrum árum seinna vannst fyrsti Íslandsmeist aratitillinn og Mosfellingar fóru að keppa í Evrópu- keppnum. Það er fyrirliðinn Alex Trúfan sem hampar bikarnum á myndinni að leik lokn um. Úrklippur eru úr Morgunblaðinu. Tölvupóstur Mosfellings lá niðri um tíma við vinnslu blaðsins og má vera að einhver póstur hafi ekki skilað sér til okkar. Ef einhver kannast við það er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á nýjan leik, mosfellingur@mosfellingur.is Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ www.fastmos.is Sími: 586 8080 EINAR PÁLL KJÆRNESTED Löggiltur fasteignasali Barrholt – 225 m2 einbýlishús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallegt 224,7 m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mosfellsbæ. Um er að ræða “hefðbundið” 174 m2 einbýlishús í Mosfellbsæ, en á síðasta ári var byggt við húsið 50 m2 vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða aukíbúðarrými. Frábær staðsetning, rétt við alla þjónustu og skóla. Verð kr. 49,5 m. Víðiteigur - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 82,1 m2 raðhús á einni hæð með möguleika á allt að 28,6 m2 stækkun, við Víðiteig 4 í Mosfellsbæ. 2 góð svefnherbergi, baðherbergi, geymsla/þvottahús, stofa og eldhús með borðkrók. Stór sérgarður í suðurátt. Möguleiki að stækka upp í ris og byggja sólstofu við húsið. Stutt í þjónustu í miðbæð Mosfellsbæjar. Verð kr. 21,5 m. Þrastarhöfði 13, 17 og 19 Þrjú 186 m2 raðhús á tveimur hæðum með bílskúr við Þrastarhöfða 13, 17 og 19. Húsin eru á besta stað, með golfvöll, spánýja sundlaug, grunnskóla og leikskóla í 4 mínútna gönguradíus. Húsin verða afhent fullbúin að utan með þökulagðri lóð og sólpalli, en tilbúin til innréttinga, spörstluð og grunnmáluð að innan. Gólfhiti og fullkomið loftræsiker verður fullfrágengið. Afhending nú í desember. Verð kr. 37,9 – 38,4 m. Miðholt – 3ja herb. 82,4 m2, 3ja herbergja endaíbúð í 11 íbúða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og vel um gengin – baðherbergi m/kari, 2 fín svefnherbergi, stór stofa/borðstofa og eldhús inn af stofu. Svalir í suðurátt og stutt í alla þjónustu. Þetta er björt og rúmgóð íbúð á hagstæðu verði. Verð kr. 17,8 m. Klapparhlíð – Lúxusíbúð f/50 ára og eldri Glæsileg 119,3 m2 lúxusíbúð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin er glæsileg í alla staði, innréttingar spónlagðar með liggjandi hnotu, hvítar  ísar á gólfum með marmaraáferð, baðherbergi með sturtuklefa og mjög stór og björt stofa og borðstofa. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Þetta er eign fyrir vandláta. Verð kr. 36,9 m. Hjallahlíð – 4ra herb. Falleg 94 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýli með sérinngangi af svalagangi. Baðherbergi er  ísalagt í hólf og gólf m/sturtu, eldhús með góðum borðkrók og  ísum á gól , fallegt teppi á stofu og gangi, 3 svefnherbergi með linoleum dúk á gól og vinnukrókur. Mjög stutt er í nýjan grunnskóla, leikskóla og glæsilega sundlaug.. Verð kr. 21,9 Lindarbyggð – Glæsilegt parhús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lindarbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúmgott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarpshol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaherbergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Hlíðarás – 408 m2 einbýli Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir Til sölu fjórar 141-150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröllateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hver sem er að rísa við miðbæð Mosfellsbæjar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra – 5 herbergja og afhendast fullbúnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verður baðherbergi og þvottahús  ísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl 2007. Verð frá kr. 28,5 – 32,5 m. Flugumýri – 250 m2 atvinnuhúsn. Snyrtilegt og gott atvinnuhúsnæði við Flugumýir í Mosfellsbæ. Um er að ræða 174 m2  ísalagðan vinnslusal með tveimur innkeyrsluhurðum auk millilofts. Þar er kaf stofa, 2 skrifstofur og lagerrými. Verð kr. 26,5 m. Urðarholt – 150 m2 atvinnuhúsnæði Erum með 150 m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunarpláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðaraðstaða. Gott gluggapláss er út á bílastæðið og gott aðgengi. Rýmið stendur við Mosfellsbakarí sem er eitt besta bakarí á landinu. Rýmið er til sölu eða leigu og getur verið laust til afhendingar  jótlega. Smábýli 5 - Kjalarnesi Erum með ca. 5,5 hektara lóð undir einbýlishús á fallegum útsýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kringum sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. Byggingarlóðir í Leirvogstungu Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvöföldum bílskúr. Húsið býður upp á mikla möguleika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ásahver nu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leirvoginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Gleðileg jól *NÝJAR LÓÐIR Á SVÆÐI 3* Erum að taka á móti tilboðum í lóðir undir einbýlishús og raðhús á svæði 3A við Laxatungu í Mosfellsbæ TILBOÐUM ER SVARAÐ INNAN 24 KLST. Þetta er eitt af fallegustu byggingarlöndum á höfuðborgarsvæðinu, með Leirvogsá og Köldukvísl á sitt hvora hönd. Á svæðinu verða eingöngu byggð einbýlsi-, rað- og parhús. Kynntu þér málið á www.leirvogstunga.is eða hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Mosfellingur - Leiðari og skemmtiefni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.