Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 10
10 Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar Slæmur aðbúnaður starfsfólks og mikið álag er á leikskólum bæjarins vegna manneklu. Þar af leiðandi er faglegt starf leikskólakennara af skorn um skammti. Hvorki er hægt að hlúa almennilega að börnunum okkar vegna skorts á peningum til leikskólanna né vinna með börnun- um með tilliti til námskráa sem allt starfsfólk á að vinna með í sínum leikskóla. Leikskólakennarar eiga sína undir- búningstíma og ber þeim að marka stefnu og móta daglegt starf í leik- skólum. Leikskólakennarar þurfa því að fara af deildinni, en vegna mann- eklu kemur enginn starfsmaður inn á deildina fyrir leikskólakennarann. Af þeim sökum fá börnin okkar ekki þá virðingu sem þau eiga rétt á. Börnin okkar eru framtíðin. Hvernig væri að foreldrar fengju að vita hve ástand leikskólamála er slæmt hér í bænum? Ég kalla til ábyrgðar bæjarstjórn, ásamt leikskólafulltrúa sem stendur sig illa varðandi tengsl sín við foreldra barna í leikskólum og starfsfólkið sitt. Ég tel að andi slæmrar stjórn sýslu sé svo mikill að það sé orðið löngu tímabært að opna þessa umræðu, því enginn talsmaður er fyrir börnin okkar nema við foreldrarnir, og þar sem fagfólk er farið að fl ýja í önnur bæjarfélög í leit að vinnu við betri kjör, þá sé eitthvað mikið að í stjórn leikskólamála hér í bænum. Valgerður Kristjánsdóttir leikskólakennari Börnin okkar hver er ábyrgur ? Ný vélaskemma golfklúbbsins Eins og fl estir bæjarbúar vita, standa yfi r framkvæmdir vegna stækkunar á golfvellinum. Nýjar brautir hafa bæst í hópinn og fyrirhugaður golfskáli verður brátt byggður. Nú síðustu daga hefur ný vélaskemma fyrir tæki og tól vallarstarfsmanna risið. Skemm- an er stór og mikil og kemur til með að bæta aðstöðuna til muna. Hefurðu keppt mikið? Já, ég get ekki annað en játað því, ég hef gjörsamlega verið á fullu í sportinu síðan 1996 því þá keypti ég mér mitt fyrsta hjól 12 ára gamall. Árið 1999 var ég LOKSINS kominn með aldur til að keppa og tók þátt í minni fyrstu keppni og þá varð ekki aftur snúið og er ég gjörsamlega forfallinn, enda hef ég varla misst af einni einustu keppni síðan 1999. Ég endaði í 2. sæti á Íslandsmeistara mótinu í sumar og það munaði ekki nema einu stigi á mér og 1. sætinu. Þetta var gríðarlega spennandi keppni. Hver er stefna félagsins? Stefna félagsins er fyrst og fremst að berjast fyrir að fá svæði fyrir félagsmenn sína svo þessir miklu íþróttamenn geti stundað sína íþrótt í sínu bæjarfélagi og verið stoltir af. Þegar svæðið er komið er hægt að fara að gera heilmargt sem fylg ir lokuðum æfi ngasvæðum, t.d. leið- beina nýliðum í sportinu um hvar má hjóla og hvar má ekki hjóla, halda uppi forvarnarstarfi og jafnvel félagsmiðstöð fyrir ungu kynslóð ina, græða upp og girða Leirvogstungu- gryfjurnar allt í kringum brautina sem við komum til með að gera, halda keppnir o. fl . o. fl . (Leirvogs- tungugryfjurnar eru svæðið sem Moto Mos er að reyna að fá undir starfsemi sína). Efnilegur ungviður Margt ungt og efnilegt fólk er í félaginu og nefnir Valdimar þá sér- staklega Friðgeir Óla Guðnason, Ásgeir Elíasson, Guðmund Bjarna Pálmason, Gunnlaug Karlsson, Einar Skúla Skúlason og Viktor Guðbergs- son. Í gegnum tíðina hafa margir keppt undir merkjum félagsins og ávalt myndast skemmtileg stemmn- ing þegar Mosfellingar komast á verðlaunapall. Valdimar er sjálfur með keppnisnúmerið 270 og er það skírskotun í póstnúmer Mosó. Ekki bara strákar Valdimar segir að það sé mikill misskilningur að þetta sport sé eingöngu fyrir unga stráka og segir að mörg dæmi séu um heilu fjölskyld- urnar sem stundi íþróttina. Þá eru margar stelpur sem gefa strákun um ekkert eftir. Valdimar segir að íþróttin sé meira sumar- en vetarsport en þó sé keppt í ískrossi og að margir fari erlendis á veturna til þess að æfa. Sjálfur hef- ur hann farið þrjá vetur til útlanda í æfi nga búðir. Eittvað að lokum? Já ég vil skora á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að sýna okkar máli fullan áhuga. Vinna með okkur til að bæta íþróttastarfsemina sem Moto Mos stendur fyrir, sýna pólitískan vilja til að koma því í verk að úthluta okkur æfi ngasvæði svo við getum byrjað að þjálfa og rækta okkar ungu og efnilegu og jafnframt eldri og reyndari íþróttamenn. Þá hvet ég einn ig alla sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið á heimasíðu okkar, http://internet.is/motomos/. Tilkynning frá jólasveinum Knattspyrnudeild Afturelding- ar aðstoðar jólasveinana næstu daga sökum anna. Föstudags- kvöldið 22. des kl. 20-22 verður aðstoðarfólk í vallarhúsinu að Varmá. Varningurinn verður að vera í pokum, vel merktum með heimilisfangi og nafni ásamt einum fjólubláum seðli. Árangurinn mun svo skila sér tveimur dögum síðar. Leiðrétting Í síðasta blaði Mosfellings víxluðust nöfn þeirra Magneu Magnúsdóttur og Hrefnu Valdi- marsdóttur í umfjöllun á aðstöðu aldraða. Mosfellingur biðst velvirðingar á mistökunum. Hrefna Magnea - alvöru íþróttafélag Mótorsportið er í mikilli uppsveiflu og ekki bara fyrir stráka Munum að nota endurskinsmerki Það fer ekki fram hjá neinum þessa dagana að myrkur er nær allan sólarhringinn. Þess vegna er mikilvægt að fólk noti endur- skinsmerki á fatnað og hjól á þess um tímum. Nýtum endurskinsmerki og sendum börnin okkar örugg út í skammdegið. Íþróttafélagið Moto Mos var stofnað árið 2000 af nokkrum ung- um piltum hér í bæ. Þetta er félag áhugafólks um mótor kross, enduro og fjórhjól. Félagið er skráð í Íþróttasamband Íslands og hefur frá stofnun reynt að fá aðstöðu í bænum en án árangurs. Í dag eru meðlimir um 75 manns og félagið vex ört. Mosfellingur tók tal af gjaldkera Moto Mos, Valdimari Þórðarsyni. Moto Mos

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.