Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 11

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 11
11Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Börnin okkar hver er ábyrgur ? Mosfellsbær óskar Mosfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Sorphirða milli jóla og nýárs verður þann 27. desember síðan 2. og 3. janúar 2007. Af gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin. Íþróttamiðstöðin við Lækjar hlíð er kærkomin viðbót við blómlegt íþróttalíf Mosfellsbæjar. Samhentur hópur Mosfellinga hefur unnið að uppbyggingu starfseminnar í Íþrótta- miðstöðinni sem hefur verið vel sótt frá opnunardegi. Fullklárað er húsið 5.000 fermetrar að stærð og boðið verður upp á fjölbreytta heilsutengda þjónustu eða aðstöðu í miðstöðinni. Húsið var að hluta til tekið í notkun í september og allar götur síðan hefur íþróttahúsið iðað af lífi . Frá haustmánuðum hafa börn á leikskólanum Huldubergi fengið tækifæri til aukinnar hreyfi ngar og verið tíðir gestir í íþróttahúsinu og nemendur Lágafellsskóla hafa notið góðs af íþróttahúsinu til íþróttaiðk- un ar og skólasunds. Innisundlaugin er 16 metrar á lengd og svarar öll- um nútíma þörfum til skólasunds. Rík áhersla var lögð á að skapa sundlaugargest um snyrtilegt og örug- gt umhverfi við hönn un laugarinnar en laugin er með stillanlegum botni og fullkominni hita stýringu. Þó að húsið hafi frá opnunar- degi aðeins að hluta til verið tekið til notk un ar hefur fjölbreytnin verið í fyrirrúmi í Íþróttamiðstöðinni við Lækjarhlíð. Fyrir utan hefðbundnar skólaíþróttir, skólasund og heimsókn- ir leikskólabarna hefur Mosfell- ingum staðið til boða ýmis konar námskeið og æfi ngar sem höfða til fjölbreyttra hópa. Hér má nefna sundnámskeið fyrir yngri íbúa bæj- arins og golf kennslu. Þá hafa einnig farið fram æfi ngar í íþróttasalnum í hefð bundnum boltaíþróttum, s.s. blaki, handbolta og fótbolta. Íþrótta- félög sveitarfélagsins hafa að hluta til fl utt æfi ngarnar í nýja húsnæðið en íþróttasalurinn, sem er 330 fer metrar að stærð, hentar til hvers konar hópíþrótta. Íþróttahúsið er því orðinn lífl egur vettvangur íþróttaiðkun ar. Í byrjun janúar verður útisund- laugin í Íþróttamiðstöðinni við Lækjar hlíð tekin í notkun og mun hún að sjálfsögðu auka enn á fjöl- breytnina fyrir íbúa Mosfellsbæ- jar. Sundlaugin er hönnuð jafnt til heilsu ræktar, skemmt unar og slökun ar; jafnt í stóru sundlauginni sem vaðlauginni, heitu pottunum, rennibrautunum og gufubaðinu svo fátt eitt sé talið. Í náinni framtíð er einnig fyrir - hugað að bjóða upp á ýmsa aðra þjón ustu í Íþróttamiðstöðinni. Hér má nefna líkamsræktaraðstöðu og veitingasölu þar sem áhersla verður lögð á ýmis konar léttmeti í samræmi við heilsutengda starfsemi hússins. Þá stendur til að opna nuddaðstöðu og sérstakt slökunarherbergi í Íþrótta- miðstöðinni. Framundan eru því spennandi tím ar meðal íbúa Mosfellsbæjar sem njóta góðs af greiðum aðgangi að Íþrótta miðstöðinni. Nú verður tilvalið að stoppa við í göngu- eða hjólaferðum og fá sér sundsprett á meðan börnin busla og skemmta sér í barnalauginni og rennibrautunum. Sorphirða í desember Tækni- og umhverfi ssvið Tækni- og umhverfi ssvið óskar bæjarbúum gleðilegra jóla Íþróttamiðstöðin við Lækjarhlíð Styttist í opnun glæsilegrar útisundlaugar og allt iðandi af lífi - alvöru íþróttafélag Frábærir styrktartónleikar Moto Mos Tónleikar í þágu aldraðra í bænum voru haldnir 3. desember. Allur aðgangs- eyrir rann til félags eldri borgara. KB-banki og Glitnir tvöfölduðu upphæðina og úr varð 150 þúsund kr. ávísun sem á eftir að koma sér vel. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristín Lóa Pedersen, Óskar Guðmundsson, Irene Jósepsdótt ir og Guðný Vésteinsdóttir. Á myndina vantar þau Elínu Vilhjálmsdóttur og Guðmund Helgason

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.