Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 15
15Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur „Hilmar Þór Jónsson Ég var sjö ára þegar mamma mín, sem var ein með sex börn, fl utti með okkur krakk- ana í Mosfellsbæinn því hún hafði kynnst manni sem bjó hér einn með fi mm börn. Á heimilinu bjó líka amman og afi nn og hundurinn, þannig að allt í einu var ég orðinn hluti af sannkallaðri stórfjölskyldu í Markholtinu í Mosfellsbænum. Fyrstu jólin urðu þau allra bestu sem ég hafði lifað. Fullt hús af krökkum, gleði og fjöri. Þegar aðfangadagur rann upp varð að skipuleggja röðina í jólabaðið. Allir urðu að fá sinn baðtíma og á svona fjölmennu heimili sem aðeins hafði eitt baðherbergi var skipulag lykilatriðið. Síðan þá voru fjölmörg gleðileg jól í Markholtinu. Elfa Dís Austmann Þegar ég var lítil fór öll stórfjölskyldan í jólaboð á aðfangadagskvöld til ömmu og afa upp á Víghólastíg. Jólasveinninn kom alltaf í heimsókn og var hann alltaf jafn skemmtilegur og vissi ótrúlega margt um okkur frændsystkinin. En svo þegar árin liðu fórum við að sjá eitthvað samhengi í því að amma gamla hvarf alltaf á sama tíma og jóla- sveinninn birtist í boðinu. Þetta var árið 1970. Þorkell Guðbrandsson Jólin 1999 eru þau jól sem koma fyrst upp í huga mér því þá kom litla fjölskyldan frá Þýskalandi til að halda jólin heima og þá var ekkert stress, engin vinna eða formlegur undirbúningur heldur bara heimsóknir til vina og kunn ingja, grín og gleði. Milli þess að þræða veislur og borða þá lék maður sér í snjónum en mikill snjór var þessi jól. Svo auðvitað kíkti maður á æfi ngar hjá meisturum UMFA. Það hefur margt breyst frá 1999 og jólin í ár verða haldin í Mosfellsbæ enda fjölskyldan orðin stór og nóg að gera. Ásthildur Ólöf Ríkarðsdóttir Mín eftirminnilegustu jól voru árið 1996, við vöknuðum og jólasveinninn kom, svo fórum við saman, fjölskyld an, á svona pakkarúnt og eins og öll mín jól þá fórum við til ömmu Ásthildar og borðuðum þar og opnuðum pakkana. Þetta var þegar ég og frænka mín hún Karen Ósk sem er þremur árum eldri en ég fengum Baby Born dúkku í jólagjöf. Sú gjöf toppaði allt, við gáfum dúk- kunum að drekka og borða, settum svo á þær bleiu og létum þær pissa í hana, þetta var ægilegt sport og leið okkur eins og ekta mömmum. Eftirminnilegustu jólin?MOSFELLINGUR Ólöf Örnólfsdóttir Eftirminnilegustu jólin mín eru þegar ég var níu ára og það kviknaði í jólaborðinu. Systir mín var nýbúin að læra að skreyta jólaborð með kertum sem stungið var í innpakkaðar kartöfl ur. Það gleymdist að gera þær sléttar að neðanverðu svo þær stæðu fastar á borðinu. Svo var sest að borði og einhver rak sig í eitt kertið. Það skipti engum togum, það blossaði upp sjálft jólaborðið. Pabbi var þó fl jótur að pakka öllu inn í dúkinn og lokaði eldinum. Þannig að þetta bjargaðist allt saman.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.