Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 21
AAAA, HJÁLP!!!! Ég er að drukkna! Ég er að drukkna í viðbjóði! Ég er að drukkna í viðbjóði sem skólinn er að hella yfi r mig! Fyrirlestrar, verkefnaskil, skrýslu- gerðir, próf. FOKK. Ég ræð ekki við þetta. Það er svo mikið að gera að ég er orðinn kiðfættur með kryppu! Jólaprófi n á fullu, sem er bara gott mál. Ég ætla að fokka þessum prófum svo mikið upp að kennararnir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara þegar þeir fara yfi r þau. Síðan er bara jólafrí. SNÆS! Úff . Það verður eikkað kreisí. Vinna, versla, versla, vinna. Samkvæmt skoðanakönnun ætla um 35% Íslendinga að kaupa jólagjafi r fyrir 26 til 50 þúss’kjell, sem er bara gúddshit. 22,5% kaupa jólagjafi r fyrir 51 – 75 þúsund, sem er í hærra lagi en 23% ætla að eyða 76 – 150 þúsund fokking krónas. Er ekkí lagi? Ég ætla nú ekki að gefa neitt annað í jólagjöf en fl atkökur, notaða sokka og hart nammi. Ekki feitur séns á að ég fari að eyða fl eiri millum í þessi jól. Og við erum að tala um að ofan á þessi 150 þúsund bætist síðan kostnaður við öll matföng og tilstand- ið í kringum þetta rugl. Hver fann eginlega upp þessi jól? Mansi? Eða Faraldur Frissi? Jújú, þetta er svo sem ágætt. Það að þetta sé tími fyrir fjölskylduna að slappa af, hafa það gott og njóta þess að vera saman vill bara svo oft gleymast og víkja fyrir stressi og kapphlaupi við að eyða sem mestum pening- um. Ég kann ekki við það. Auðvit að langar mann að gefa þeim sem manni(mannsa?) þykir vænt um eitthvað fl ott, en það þarf ekki allt af að kosta haug af seðlum. Það er oftast skemmti legast að fá eitthvað sem he- fur einhverja merkingu, eitthvað sem viðko- mandi hefur búið til eða lagt vinnu í. Eins og ég hef margoft sagt: „Það er ekki gjöfi n sem skiptir máli heldur hugurinn á bak við hana”. Gleðilegt sítt hár og farsælt kom- andi hangikjöt......Þrándsi! 17Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur VIRKILEGA heitt slangur ÁSLÁKUR Áramót 2006-2007 Ég er jólasveinn, já ég er jólasveinn ég er ekki gervi heldur er ég hreinn og beinn Allsko nar uppá komu r 20 ára aldurstakmark Þann 14. desember, afhentu 6. bekk- ingar í Lágafellsskóla öllu heimilis- fólki á Dvalarheimilinu Hlaðhömr- um jólagjafi r og sungu jólalög af því tilefni. Alls voru jóla gjafi rnar um 55 talsins. Æskan og ell in á jólunum er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeild ar Rauða kross Íslands, Lágafells skóla og Hlaðhamra, Dvalarheimilis aldraðra í Mosfellsbæ. Tilgangurinn með verk- efninu er að auka vitund og tengsl yngri kynslóðarinnar við þá eldri. Í nútíma þjóðfélagi virðist bilið milli kynslóða aukast jafnt og þétt, þannig að samskiptin fara minnkandi eftir því sem árin líða. Verkefninu er ætlað að vinna gegn þessari þróun. Börnin í 6. bekk Lágafellsskóla sáu alfarið um að pakka inn, skrifa á jólakortin og skreyta jólagjafi rnar. Kjósarsýsludeild Rauða kross Ís- lands vill færa sérstakar þakkir til Nóa-Sírius hf. og Leikbæjar vegna stuðnings þeirra við verkefnið, sem og samstarfsaðilum þess fyrir mjög ánægjulegt samstarf. Börn úr Lágafellsskóla komu færandi hendi SMÁAUGLÝSINGAR Dísa er týnd Dísa týndist frá Arkarholti í september s.l. Hún var með gult merkispjald, er ljósbrún í framan og með hvítar loppur. Allar uppl. eru vel þegnar í síma 553-8232 og 863-8838.” Íbúð óskast Erum að leita að 4-5 herb. íbúð/húsi til kaups eða leigu. Ca. 100-200 fm. Skilyrði Lágafellshverfi ð þ.e. Hlíðar, Höfðar eða Tangar. Uppl. í s: 861-5883 (Þorvaldur) Smáauglýsingar eru fríar fyrir einstaklinga Æskan og ellin á jólunum Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í frístundasel. Laus er ein staða í frístundaseli við Lága fellsskóla frá 14 til 17 alla virka daga. Frístundaselin bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur í 2. – 4. bekk grunnskóla eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Einnig vantar starfsfólk í afl eysingar. Tilvalið fyrir skólafólk. Hæfniskröfur: Uppeldismenntun og/eða reynsla af starfi með börn- um. Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum. Umsóknum má skila inn á skrifstofu Mosfellsbæjar, 1. hæð, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að senda inn umsóknir á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is Laun greidd samkv. kjarasamningum starfmannafélags Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir Lilja forstöðumaður í Frístundaseli v/ Lágafellsskóla í s: 863 0701, frá 10-12:00 alla virka daga eða á fristundlagafell@mos.is Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar Starfsmenn í frístunda sel Staðið hefur yfi r söfnun í Lága- fellsskóla fyrir vinaskólann í Malaví í Afríku, Msakaskóla. Nemendur hafa teiknað myndir og selt sínum nánustu. Á sl. ári var ákveðið að söfn unarféð færi í að byggja upp bókasafn Msaka skóla. Húsnæðið er til staðar, nokkrar hillur og borð en fáar sem engar bækur. Peningurinn sem safnaðist fyrir ári síðan fór aðal- lega í að kaupa námsbækur, stíla- bækur og penna. Bækurnar voru pantaðar af Amazon-síð unni á net- inu og sendar beint í skólann. Vináttusamstarfi ð hófst á þema- dögum í febrúar árið 2004 og í nóv- ember sama ár komu skólastjóri ná- grannaskóla Msaka og fræðslustjóri Msaka-héraðs í heimsókn til Íslands og heimsóttu m.a. Lágafellsskóla og Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Gestirnir voru leystir út með gjöfum og að frumkvæði Skólaskrifstofunn ar var keypt ferðataska sem ætlað er að skólarnir sendi á milli sín og er hug- myndin sú að hún innihaldi ýmsa hluti og muni til að leggja áherslu á vinasamskipti skólanna. Á töskunni hangir bangsi og mun hann ferðast með töskuna milli Malaví og Íslands. Bangsinn lagði af stað í sína fyrstu ferð frá Mosfellsbæ með töskuna fulla af ýmsum nytsamlegum og skemmtilegum hlutum, litum, lím- miðum með merki Mosfellsbæjar og Lágafells skóla til allra nemenda, blýöntum og fl eira. Safnað fyrir bókasafni Vinaskóli Lágafellsskóla er Msakaskólinn í Malaví Gestirnir frá Malaví ásamt Jóhönnu skólastjóra og Birni Þráni. Safnast hafa 100 þúsund kr. 21 Húsið opnar kl. 01.13 Áramótakokkteill í boði húsins

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.