Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór það sé subbuskapur eftir gesti. Við leggjum okkur fram um að sinna öllu kvabbi, þó það sé seint, jafnvel eftir miðnætti, og vinnudagurinn er því oft langur. Heyið sem selt er hér í skálunum á Tungnaafrétti er frá okkur, um 115 til 120 rúllur á sumri. Ef það vantar hey höfum við keypt það sem á vantar af Agli í Hjarðarlandi. Það sem við seljum í Hólaskógi (80 til 90 rúllur) er frá Sigurði Loftssyni í Steinsholti. Það er svefnpokagisting í öllum skálunum og hóparnir elda sjálfir. Hér í Skálanum í Myrkholti sköffum við reyndar lök og koddaver, en ekki rúmföt og hér er líka þvottavél og þurrkari til afnota fyrir gesti. Hóparnir sem koma eru mikið í gegnum erlendar ferðaskrifstofur, mest Frakkar og Ítalir. Þjóðverjar koma sjálfir á bílaleigubílum. Það er gaman að því að sama fólkið kemur oft aftur og aftur, ár eftir ár. Það eru bestu meðmælin. Til dæmis gistu hér eitt árið útlend hjón í hestaferð með Eldhestum, árið eftir komu þau aftur á bíl og þriðja árið voru þau hjólandi með elsta syni sínum! Um helgar eru oft fjölskyldumót og sumar fjölskyldur eiga fráteknar helgar á hverju ári. Minni kórar eru með æfingabúðir um helgar að vetrinum, afmæli eru haldin hér og svo mætti lengi telja. Það eru verðir í þrem húsum, Árbúðum, Gíslaskála og Hólaskógi, sem sjá um þrif, raða fólki niður í húsin og aðstoða það á alla lund. Alls erum við sjö sem vinnum við þetta nú í sumar, við Loftur og sonardætur okkar Vilborg og Stefanía hér heima í Skálanum, og svo verðirnir þrír. Í Árbúðum er stöðug traffík, sérstaklega eftir að kaffistofan kom og einnig er mikil traffík í Árbúðir. Hrefnubúð er hvíta húsið lengst t.v. Gíslaskáli í Svartárbotnum á Kili.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.