Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Í desember sl. kom saman hópur fólks til að taka þátt í leikverki komandi vetrar. Ánægjulegt var hve mikið af nýjum andlitum mættu því að endurnýjun í félagið er jú nauðsynleg svo leikdeildin megi vaxa og dafna. Ákveðið var að taka til sýningar gaman og söngleikinn „Barið í brestina“ eftir Guðmund Ólafsson leikara og rithöfund. Bráðskemmtilegt leikrit sem gerist á sjúkrastofnun út á landi og gengur á ýmsu í allskonar plotti og ráðabruggi. Ákveðið var að fá Gunnar Björn Guðmundsson til að leikstýra, en þetta var sjöunda leikverkið sem hann leikstýrir hér í Biskupstungum. Góðir menn eru aldrei ofnotaðir. Karl Hallgrímsson æfði okkur í söng og einnig samdi hann nokkra söngtexta sem sungnir voru í sýningunni. Æfingar hófust þann 3. janúar og gengu vel. Góður andi var í hópnum og þrátt fyrir að nánast allir leikarar hefðu nælt sér í flensu einhvern tíma á æfingatímabilinu þá hlupu bara aðrir leikarar í skarðið og björguðu málunum. Frumsýnt var 14. febrúar og alls voru 13 sýningar. Aðsókn var með eindæmum góð og það voru ríflega 1400 manns sem sáu sýninguna. Að setja upp leiksýningu er mikil vinna en allt hefst þetta með samvinnu og fórnfýsi fólks sem leggur allt í sölurnar til að vel megi takast til. Við eigum hóp af hæfileikaríku fólki hér í uppsveitunum og þetta væri ekki hægt nema með samstilltu átaki. Breytingar urðu á stjórn leikdeildar á aðalfundi nú í mars, þar sem Guðný Rósa Magnúsdóttir gjaldkeri og Egill Jónasson ritari gáfu ekki kost á sér í stjórn. Í þeirra stað komu Íris Blandon sem nú er formaður og Hildur María Hilmarsdóttir gjaldkeri. Leikdeildin vill þakka Guðnýju og Agli gott starf í þágu félagsins. Camilla Ólafsdóttir ritari. Verslun og bensínafgreiðsla Opið 9:00 til 21:00 alla daga í sumar Allar almennar matvörur og olíur Fréttir frá leikdeild Umf. Bisk. Camilla Ólafsdóttir Leikhópurinn ásamt leikstjóra. Ljósmyndari Magnús Hlynur Hreiðarsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.