Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 26
26 Litli-Bergþór Ungmennafélag Biskupstungna sendir félögum sínum bestu óskir um gott og gjöfult sumar 1030 og kenndi í Bæ til 1049 en þá varð hann ábóti við klaustrið í Abingdon á Englandi. Í Bæ er talið að Hróðólfur og hans menn hafi menntað fyrstu kynslóð íslenskra kennimanna, þ.m.t. Sigfús Loðmundarson frá Odda, föður Sæmundar „fróða“. Kristnisaga segir að eftir að Hróðólfur fór hafi þrír munkar verið áfram í Bæ og má telja víst að þeir hafi áfram kennt höfðingjasonum af Vesturlandi m.a. að draga til stafs á móðurmálinu. Í Bæ var því eitt fyrsta menntasetur á Íslandi og við hæfi að draga fram þá gleymdu sögu við upphaf göngunnar til Skálholts. Frá því árið 2001 hefur árlega verið gengið frá Þingvöllum til Skálholts í tengslum við Skálholtshátíð. Fyrir nokkrum árum tóku svo áhugamenn sig til og gengu frá Bæ, Reykholti og Fitjum eftir gömlum þjóðleiðum og sameinuðust göngunni frá Þingvöllum á Skálholtshátið. Þessar ferðir, ásamt pílagrímagöngum að kirkjum í Borgarfirði urðu kveikjan að stofnun félagsins Pílagrímar sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að standa árlega fyrir göngu frá Bæ á Skálholtshátíð. Árið 2013 var leiðin frá Bæ í Skálholt opnuð formlega með hátíð í Bæ og göngu í sex áföngum til Skálholts. Nú í sumar verður lagt af stað frá Bæ þann 15. júlí og komið til Skálholts 20. júlí, í þann mund sem messa er að hefjast á Skálholtshátíð. Þetta er auðkennismerki íslensku pílagrímaleiðarinnar. Það er afbrigði af pílagrímsmerkinu sem markar Ólafsvegi þ.e. pílagrímsvegi í Noregi og Svíþjóð sem stefna til Niðaróssdómkirkju. Þekktasti Ólafsvegurinn er milli Óslóar og Þrándheims (Niðaróss), rúmlega 900 km langur. Auk þess að merkja og ganga leiðina milli Bæjar og Skálholts er það von félagsins að frá Skálholti verði merkt pílagrímaleið til Eyrarbakka í samvinnu við heimamenn. Þar með opnaðist möguleiki á að geta tengt sjóleiðina til Noregs og síðan um Ólafsveg til Niðaróss. Þannig gæti íslenska leiðin tengst menningarvegum Evrópu. Nánari upplýsingar um pílagrímaleiðina Bær – Skálholt má finna á vef félagsins: http://pilagrimar. is og með tölvupósti á pilagrimar@pilagrimar.is Þá má leita upplýsinga um Ólafsvegi á: http://pilegrimsleden.no; www.pilegrim. no og lesa nánar um menningarvegi Evrópu á: http:// www.culture-rout-es.lu Hulda Guðmundsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.