Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Þessi grein byggir á þrem bloggfærslum (kvistholt. blogspot.com) sem ég skrifaði fyrr á þessu ári. Svokallaðar uppsveitir Árnessýslu telja fjögur sveitarfélög: Hrunamannahrepp með 784 íbúa þann 1. janúar 2013, Skeiða- og Gnúpverjahrepp með 504 íbúa, Bláskógabyggð með 897 íbúa og Grímsnes- og Grafningshrepp með 422 íbúa. Þetta þýðir að þann 1. janúar 2013 var heildarfjöldi íbúa í uppsveitum 2607. Af þessum 2607 voru 514 komnir á sjötugsaldur, 270 karlar og 244 konur. 239 voru 70 ára eða eldri. Það er auðvitað alltaf hægt að leika sér með tölur og velta fyrir sér hver fjöldi þeirra sem verður á eftirlaunaaldri verður eftir 10 ár. Það ætla ég ekki að gera og tel að þær tölur sem ég hef nefnt hér gefi nokkuð skýra vísbendingu um þann fjölda sem verður á þeim aldri, á hverjum tíma, sem þeir þurfa að huga að einhverjum úrræðum vegna síðustu ára sinna í jarðlífinu. Fyrir þá 239 sem voru 70 ára eða eldri þann 1. janúar 2013 sýnist mér að þessi úrræði séu fyrir hendi þegar að þeim tíma kemur, að fólk þarf meiri þjónustu vegna aldurs: Bláskógabyggð: 12 íbúðir (fjórar á Laugarvatni og átta í Reykholti). Hrunamannahreppur: sex íbúðir Skeiða- og Gnúpverjahreppur: fjögur hjúkrunarrými og átta dvalarrými. Þegar þetta allt er talið saman sé ég ekki betur en það sé pláss fyrir, að hámarki (miðað við að tveir séu í hverri íbúð, sem ekki er endilega raunin) 44 einstaklinga sem ekki þurfa á stöðugri hjúkrun eða umönnun að halda og fjóra sem þurfa að njóta stöðugrar hjúkrunar. Þar með eiga 48 einstaklingar, að hámarki, kost á þjónustu í til þess ætluðu húsnæði. „Hreppaflutningar?“ Sem betur fer eiga margir þess kost að dvelja heima hjá sér æviloka, annað hvort vegna þess að þeir halda góðri heilsu til síðasta dags, eða þá að þeir eiga kost á umönnun fjölskyldu sinnar og/eða starfsmanna velferðarþjónustu. Aðrir eiga það ekki. Íbúar uppsveitanna sem þurfa meiri þjónustu en hægt er að veita heima við, þurfa nú margir að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili utan síns heimasvæðis. Þar getur verið um að ræða Selfoss, Hveragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka, Hellu, Hvolsvöll og jafnvel Vík eða Kirkjubæjarklaustur. Það eru aðrir færari en ég til að reikna út hver þörfin er fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili í uppsveitum Árnessýslu, en Ríkisendurskoðun vann skýrslu um þessi mál 2012 og þar kemur fram að fjölda dvalarrýma á Suðurlandi fækkaði um 43% á milli áranna 2006 og 2011. Það blasir síðan við að öldruðum mun fjölga mjög á næstu árum. Þetta er orðið áhyggjuefni, ekki síst hjá fólki á mínum aldri, tilheyrandi einhverri fjölmennustu kynslóð sem gist hefur þessa jörð: barnasprengjukynslóðinni eftir seinni heimsstyrjöld. Ég ætla ekkert að rökstyðja það frekar, en mér sýnist mikil þörf vera á að byggja upp dvalarheimili fyrir aldraða, í einhverri mynd á þessu svæði okkar. Verkefni af þessu tagi þarf að fara að ræða af fullri alvöru, en mér vitanlega hafa umræða um stofnun af þessu tagi ekki verið fyrirferðarmikil allt frá því horfið var frá verkefninu sem hafið var fyrir um það bil 20 árum. Ég veit nú ekki nákvæmlega hversvegna verkefnið datt upp fyrir, en mig grunar að þar hafi komið til það sem stundum er kallað hrepparígur. Það er sjálfsagt ýmislegt sem stendur í veginum fyrir því að samfélag sem telur tæplega 3000 íbúa treystir sér ekki til að ráðast í verk af þessu tagi. Ég ætla að vona að stærsta ástæðan sé tregða af hálfu ríkisins, en ég veit ekki betur en að hlutur ríkisins í byggingum af þessu tagi sé 85%, ef fyrir þeim fæst samþykki á annað borð. Ég tel mikilvægt að sveitarfélögin í upp- sveitunum sameinist um að byggja dvalar- og hjúkrunarheimili á næstu árum og jafnframt sé ég Laugarás sem heppilegan stað fyrir slíka starfsemi. Ég hef auðvitað skilning á því, að hvert sveit- arfélaganna fjögurra í uppsveitum fyrir sig, vilji helst fá dvalar og hjúkrunarheimili sem næst sér: á Flúðum, í Brautarholti eða Árnesi, á Borg eða á Sólsetur í uppsveitum Höfundur: Páll M. Skúlason.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.