Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stefnt var að því að endurbyggður Sighvatur GK 57 færi á veiðar í fyrsta skipti í gærkvöldi og var reiknað með að stefnan yrði tekin norður fyrir land. Um síðustu helgi var farið í reynslutúr til að prófa tæki og búnað og voru nokkrir sér- fræðingar um borð. Ánægja var með hvernig skipið sjálft reyndist í prufutúrnum að sögn Péturs H. Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vísis hf. í Grindavík. Hins vegar hefði komið í ljós að nokkur atriði mættu fara betur í nýjum búnaði um borð í skipinu, en jafnframt töldu menn sig sjá lausn- irnar. Unnið er að endurnýjun á skipa- kosti Vísis, en fyrirtækið sérhæfir sig í línuveiðum. Innan fjögurra ára er ætlunin að búið verði að endur- nýja skipin og í landi hafa nýjar tæknilausnir rutt sér til rúms í vinnslunni. Endurbyggður í Póllandi Sighvatur GK er í grunninn rúm- lega 40 ára gamalt skip, sem lengst af bar nöfnin Arney KE og Skarðs- vík SH, en hefur ekki verið gert út í um áratug. Hjá Alkor-skipasmíða- stöðinni í Póllandi lauk endurbygg- ingu skipsins í júní og að sögn Pét- urs var skorið ofan af því ofan dekks og skipt um allt nema 2⁄3 hluta stáls- ins í skrokknum. Auk þess var skip- ið lengt um fimm metra og er nú 45 metrar. Í sumar var búnaður á millidekk settur í skipið á Ísafirði. Pétur segir að skipið sé vel búið, en ný tæki voru sett í brú, nýjar vélar eru í skipinu og aðbúnaðar áhafnar hefur verið bættur. Sendir upplýsingar í land Allur fiskur er einstaklingsvigt- aður á dekki og flokkaður fer fiskur eftir stærð og tegundum niður í lest, einn skammtur í einu. Þetta á að létta verkferla og vinnu verulega og þá einkum í lestinni, en skömmt- unarkerfið er unnið af Marel og Skaganum 3X í samvinnu við starfs- fólk Vísis. Pétur segist sannfærður um að þetta kerfi muni sanna gildi sitt eftir lagfæringar á hnökrum sem komu í ljós í prufutúrnum. Kerfið er jafnframt hannað þann- ig að það sendir upplýsingar í land um stærðardreifingu og tegundir, sem hjálpar framleiðslustjórum og sölumönnum við að byrja sína vinnu tveimur til þremur dögum áður en skipið kemur í land. Pétur segir mögulegt að þróa kerfið áfram og hafa lestina jafnvel íslausa í fram- tíðinni og hanna þar lítið færslukerfi á tómum kerum. Yfir 100 þúsund tonn af bolfiski Gamli Sighvatur kom úr sínum síðasta róðri fyrir tíu dögum og fór áhöfnin yfir á nýja Sighvat. 14 verða í áhöfn hverju sinni, en 17-18 manns eru fastráðnir á skipið og skipta með sér róðrum, samkvæmt upplýsing- um Péturs. Gamli Sighvatur var smíðaður í Austur-Þýskalandi 1965, skipið hef- ur margoft verið endurnýjað og var lengt 1997. Það fer á næstunni í brotajárn í Belgíu eftir að hafa land- að vel yfir 100 þúsund tonnum af bolfiski hjá Vísi á fjórum áratugum. Öll skipin endurnýjuð Næsta haust á Vísir von á nýju 45 metra skipi frá Alkor-skipasmíða- stöðinni. Það skip fær nafnið Páll Jónsson GK og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Í samningnum um þá nýsmíði eru ákvæði um annað samskonar skip sem kæmi til lands- ins síðari hluta árs 2020. Ákvörðun um það verkefni þarf að taka fyrir mitt næsta ár að sögn Péturs, en verði af smíðinni myndi það skip koma í staðinn fyrir Kristínu GK. Endurbyggður Fjölnir kom til Vísis fyrir rúmum tveimur árum og af stóru línuskipunum fimm er að- eins Jóhanna Gísladóttir ónefnd. Samkvæmt fjárfestingaráætlun fyr- irtækisins er stefnt að því að hún verði endurnýjuð innan fjögurra ára, hvort sem það yrði með nýsmíði eða allsherjarklössun. Þá gerir Vísir hf. einnig út króka- aflamarksbátana Óla Gísla GK og Daðeyju GK. Aftur til veiða eftir langt hlé  Endurbyggður Sighvatur til línuveiða fyrir norðan land  Nýtt skammtarakerfi á að létta vinnuna Ljósmynd/Vísir Til veiða Gert að fiski í prufutúr um síðustu helgi, en ný aðgerðarlína er í skipinu. Skipið var nánast allt endurnýjað í Póllandi. Mikil breyting Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., og Ólafur Óskarsson, skipstjóri á Sighvati, við komu skipsins frá Póllandi í júní. Tækni Fiskurinn kemur á færibandi, gert er að honum á aðgerðarborðum og þaðan fer hann í sérstök hólf og eftir stærð og tegundum niður í lest. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Faxaflóahafnir sf. hafa auglýst eftir tilboðum í smíði á nýjum dráttarbáti. Fram kemur í frétt á heimasíðu fyrir- tækisins að báturinn þurfi að uppfylla eftirfarandi skil- yrði: Heildarlengd um 33 metrar (32-35 metrar), lág- marks ganghraði um 13 mílur á klukkustund og lág- markstogkraftur, áfram og afturábak, verði 80 tonn. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 21. nóvember nk. Mikil þörf er talin á stærri dráttarbáti en nú er í þjón- ustu hafnanna við Faxaflóa, m.a. vegna þess að skemmti- ferðaskip sem hingað koma verða sífellt stærri. Þá eru ný skip Eimskips, sem verið er að smíða í Kína, u.þ.b. 76% stærri í brúttótonnum en stærstu gámaskip sem nú sigla til Íslands. Bátur með 80 tonna dráttargetu er talinn munu kosta á bilinu 7,5-8,0 milljónir evra, eða nálægt 1.000 milljónum íslenskra króna og að smíðatími gæti verið 14-18 mánuðir. Nýr bátur gæti því mögulega verið tilbúinn á árinu 2020. Faxaflóahafnir sf eru með í þjónustu sinni fjóra drátt- ar- og hafnsögubáta með samtals 87 tonna togkraft. Magni er stærstur, tæplega 23 metra langur og með 40 tonna togkraft. Hann kom í þjónustu hafnanna árið 2006. Síðan þá hafa orðið miklar framfarir í smíði dráttarbáta. Nýir bátar geta t.d. tengt dráttartaug að aftan og beitt sér á allt upp í 10 mílna ferð en mörk tengingar á núver- andi dráttarbátum er fjórar mílur. Þessi munur á hraða geti skipt sköpum á þröngum svæðum, svo sem á Viðeyj- arsundi. Láta smíða dráttarbát  Mikil þörf á öflugri báti fyrir hafnir við Faxaflóa Dráttarbátur Hefðbundin stærð með 70-80 tonna tog- kraft. Með skrúfu- og stýrisbúnaði sem snýst 360°. Tilbúinn til neyslu, en má hita. Afbragðs vara, holl og næringarík. Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir, Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Heitreyktur lax
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.