Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR
FIAT DUCATO
Verð frá 4.024.194 án vsk.
4.990.000 m/vsk.
FIAT TALENTO L2H1
Verð frá 3.298.387 án vsk.
4.090.000 m/vsk.
FIAT DOBLO
Verð frá 2.225.806 án vsk.
2.760.000 m/vsk.
FIAT FIORINO
Verð frá 1.854.032 án vsk.
2.299.000 m/vsk.
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
STJÓRNMÁL Framtíðarnefnd for-
sætisráðherra óskar eftir umsögn-
um frá almenningi um hvað hann
telji framtíðina bera í skauti sér á
ýmsum sviðum samfélagsins og
hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið
til í því skyni að undirbúa þjóðina
betur fyrir þær.
„Við erum að leita eftir því hvaða
breytingum mismunandi hópar í
samfélaginu geri ráð fyrir á kom-
andi áratugum og hvaða aðgerða
hægt væri að grípa til núna til að við
séum betur undirbúin sem þjóð,“
segir Smári McCarthy, formaður
framtíðarnefndarinnar sem skipuð
er þingmönnum úr öllum flokkum.
Meðal spurninga sem nefndin
veltir upp í samráðsgátt stjórn-
valda er hvaða þróun sé að eiga sér
stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú
þróun muni hafa á fjárhagsstöðu
ríkisins á næstu 15 til 20 árum.
„Það er alveg ljóst að enginn getur
spáð fyrir um framtíðina, en það
eru samt ágætis líkur á því að sam-
eiginlegur skilningur fólks úr mis-
munandi áttum eigi eftir að ríma
við komandi framtíð að einhverju
leyti,“ segir Smári og bætir við:
„Ef við getum ekki komist hjá því
að hafa rangt fyrir okkur er best
að við höfum rangt fyrir okkur á
eins gagnlegan hátt og hægt er. Við
erum því að leita til sérfræðinga
og ýmissa samtaka og stofnana,
ásamt því að spyrja almenning
álits. Svo vonum við að tvennt gerist
í kjölfarið: annars vegar vakni upp
umræða um mikilvægi þess að hafa
skýra framtíðarsýn og hins vegar
muni svörin hjálpa okkur að finna
út hvaða möguleika við höfum,
hvaða hættur leynast og hvaða
aðgerðir eru heppilegastar til að
tryggja okkur sem besta hugsan-
lega framtíð.“
Framtíðarnefndin hefur skipt
verkefnum sínum í þrjár lotur og í
fyrstu lotunni leitar hún eftir hug-
myndum almennings um fyrsta
viðfangsefnið sem lýtur að þróun
samfélagsins á sviðum atvinnu-,
umhverfis-, byggða- og lýðfræði-
þátta og hvernig áhrif þróunin getur
haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu
lotur munu snúa annars vegar að
loftslagsmálum og hins vegar jöfn-
uði og lífsgæðum.
Auk samráðs við almenning aflar
nefndin upplýsinga frá sérfræðing-
um á hverju sviði og fundar með
sérfræðingum bæði innlendum og
erlendum.
„Markmiðið er að við sendum frá
okkur stuttar skýrslur um hverja og
eina verkefnalotu, með tillögum
um þá sameiginlegu framtíðarsýn
sem verður til í þessu samráði.“
Hugmyndin að framtíðarnefnd
hefur oft verið viðruð á Íslandi, sér-
staklega í kjölfar efnahagshrunsins
og í kjölfar þess að áhrif loftslags-
breytinga urðu ljósari. Framtíðar-
nefndir eru starfandi víða í Evrópu
og hafa Íslendingar sem haldið hafa
hugmyndinni á lofti einkum bent til
framtíðarnefndar finnska þingsins.
„Þetta gæti orðið ein af nefndum
þingsins, en fyrst þurfum við að
sanna að svona nefnd geti gert gagn
og eigi rétt á sér,“ segir Smári.
Umsagnir til nefndarinnar eru
sendar í samráðsgátt stjórnvalda á
vef Stjórnarráðsins. Frestur til að
senda umsögn rennur út 10. mars.
adalheidur@frettabladid.is
Óska umsagna um framtíðina
Framtíðarnefnd forsætisráðherra býður almenningi til samráðs um framtíðina. Fyrsta lota stendur nú
yfir hjá nefndinni. Hún spyr um áhrif þróunar á ýmsum sviðum á fjárhagsstöðu ríkisins til framtíðar.
Ef við getum ekki
komist hjá því að
hafa rangt fyrir okkur er
best að við höfum rangt
fyrir okkur á eins gagnlegan
hátt og hægt er.
Smári McCarthy,
formaður fram-
tíðarnefndar
forsætisráðherra
Hvaða þróun á sér stað í samfélaginu og hver verða áhrif þess á fjárhag ríkisins? er spurt. NORDICPOHOTS/GETTY
SAMFÉLAG Sameining prestakalla
á Austurlandi og Vestfjörðum var
samþykkt á framhaldskirkjuþingi
um helgina. Hólmavíkur- og Reyk-
hólaprestaköll sameinast í Breiða-
fjarðar- og Strandaprestakalli.
Þá verður til nýtt Austfjarða-
prestakall með sameiningu Djúpa-
vogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-,
Eskifjarðar- og Norðfjarðarpresta-
kalla. Þá verður Saurbæjarpresta-
kall í Hvalfjarðarsveit aflagt. – sar
Prestaköllum
landsins fækkar
STJÓRNMÁL „Hjartað slær með Evr-
ópu“ er yfirskrift stjórnmálaálykt-
unar Viðreisnar sem samþykkt var
á milliþingi f lokksins á laugardag.
Í ályktuninni segir að besta og var-
anlegasta kjarabótin fælist í lægri
vöxtum og lægra matvælaverði.
Viðreisn telur aðildina að EES
hafa skilað þjóðinni ómetanlegum
ávinningi sem ekki megi glutra
niður vegna „uppgangs afturhalds-
afla“. Rökrétt sé að ganga í ESB. – sar
Hjartað slær
með Evrópu
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir,
formaður
Viðreisnar
Jón Þröstur
Jónsson
LÖGREGLUMÁL Björgunarsveit í
Dublin leitaði í gær að Jóni Þresti
Jónssyni á því svæði þar sem síðast
sást til hans í borginni. Jóns Þrastar
hefur verið saknað í rúmar þrjár
vikur, en hann var í pókerferð í
Dublin ásamt unnustu sinni þegar
hann hvarf.
Lögreglu hefur borist f jöldi
ábendinga um ferðir Jóns og er
leigubílstjóra, sem sagður er hafa
ekið Jóni, nú meðal annars leitað.
Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns
Þrastar, segir við Fréttablaðið að
næstu skref séu óráðin. Hluti fjöl-
skyldunnar er enn í Dublin.
„Maður heldur alltaf í vonina og
það er jákvætt að björgunarsveitin
hafi ekki fundið hann á þessu
svæði,“ segir Davíð Karl.
Fjölskylda Jóns hefur kallað eftir
skipulagðri leit að honum.
„Okkur finnst auðvitað ergilegt
að það hafi ekki verið ráðist í svona
leit miklu fyrr, því hún gerir okkur
auðveldara fyrir. Það eru samt aðrar
leikreglur þarna úti og þetta hafðist
loksins,“ segir Davíð.
Fjölskyldumeðlimir hafa rætt við
írska fjölmiðla og segir Davíð bolt-
ann hafa farið að rúlla eftir það. „Við
urðum mjög áberandi í fjölmiðl-
unum og í kjölfarið kom mikið af
góðum vísbendingum,“ segir Davíð.
Ábendingarnar hlaupa að sögn
Davíðs á tugum. Ein ábendinganna
sem lögregla skoðar nú er að Jón
Þröstur hafi tekið leigubíl eftir að
hann hvarf. Ábendingin kom frá
einstaklingi sem sagði leigubílstjóra
hafa sagt sér frá samskiptum sínum
við Jón Þröst.
„Það er verið að vinna að því að
finna þennan mann. Þetta kom frá
aðila sem heyrði þetta frá leigu-
bílstjóranum sem hefur kannski
ekki haft vit á því að hafa samband
við lögreglu,“ segir Davíð. „Það er
kominn meiri kraftur í þetta og
með þessum ábendingum myndi
ég halda að á næstu dögum verði
eitthvað að frétta.“ – bsp
Leita leigubílstjóra sem talinn er hafa ekið Jóni Þresti í Dublin
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-D
3
9
8
2
2
7
8
-D
2
5
C
2
2
7
8
-D
1
2
0
2
2
7
8
-C
F
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K