Fréttablaðið - 04.03.2019, Síða 37
Manchester City komið með örlögin í eigin hendur
Lærisveinar Pep Guardiola létu meiðslavandræði ekki stöðva sig gegn Bournemouth á útivelli. Það er ekki að sjá neina bikarþynnku hjá leikmönnum Manchester City sem hafa
unnið tvo leiki í röð og yfirspilað andstæðinga sína þrátt fyrir að sakna nokkurra lykilleikmanna. Draumurinn um fernuna sem Guardiola vill ekki ræða er áfram í sjónmáli.
Leikmaður helgarinnar
Romelu Lukaku reyndist hetja Manchester United þegar hann skoraði
sigurmarkið á 89. mínútu í 3-2 sigri á Southampton um helgina. Með
því tókst Manchester United að vinna tíunda leikinn af síðustu tólf
undir Ole Gunnar Solskjær og saxa á forskot Tottenham í baráttunni
um sæti í Meistaradeild Evrópu á
næsta tímabili.
Lukaku átti erfitt uppdráttar í
byrjun tímabilsins, sérstaklega á
Old Trafford en hann hefur nú
skorað fjögur mörk í síðustu
tveimur leikjum og er að öðlast
sjálfstraust undir stjórn Sol-
skjærs.
Hann sýndi liprar
hreyfingar og af-
greiddi færin vel í
mörkunum tveimur,
þá sérstaklega í því síðara sem kom
með skoti frá vítateiglsínunni.
Leikmenn Man. City fagna með Mahrez í leikslokum á Vitality-vellinum. Með sigrinum komst City upp fyrir Liverpool og eftir jafntefli þeirra rauðklæddu í gær er City skyndilega með pálmann í höndunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum á Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék allan leikinn í marka-
lausu jafntefli gegn
Liverpool á heimavelli. Barðist vel
og átti lipra takta.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Byrjaði leikinn og lék
allar 90 mínúturnar
þegar Cardiff tapaði 0-2
gegn Úlfunum.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Ekki í hóp annan leikinn
í röð hjá Reading vegna
meiðsla á baki í sigri Reading.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Kom ekkert við sögu af
bekknum í öruggum 4-0
sigri Aston Villa gegn Ipswich á
heimavelli.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Kom inn af bekknum
í hálfleik en gat ekki
komið í veg fyrir 1-3 tap
gegn Crystal Palace.
BOLLA KJÚLLA?
FR JÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hafdís Sig-
urðardóttir, sem keppir fyrir hönd
UFA, lenti í 16. sæti í undankeppn-
inni í langstökki á Evrópumótinu
í frjálsum íþróttum innanhúss á
laugardaginn í Glasgow en þetta er
í fjórða sinn sem Hafdís tekur þátt
í mótinu.
Hafdís stökk lengst 6,34 metra og
vantaði fimmtán sentímetra til að
komast meðal átta efstu í undan-
keppninni sem kepptu til úrslita í
gær en það hefði jafnað besta stökk
hennar til þessa á árinu.
Hafdís lenti í vandræðum í
byrjun því fyrsta stökkið var dæmt
ógilt og segir hún að það hafi truflað
hana örlítið.
„Ég vissi það fyrirfram að ég
þyrfti að eiga minn besta dag til
að komast áfram en hlutirnir voru
ekki að smella hjá mér. Fyrsta
stökkið var dæmt ógilt og það kom
manni úr takti. Maður finnur fyrir
smá stressi yfir að það séu bara tvö
stökk eftir en svona eru íþróttirnar.
Það gengur bæði vel og illa en ég fer
ánægð heim eftir þessa reynslu,“
segir Hafdís.
Í öðru stökkinu fór Hafdís 6,25
metra og bætti sig um níu milli-
metra í lokastökkinu en það dugði
ekki til.
„Miðað við allt í undirbúningn-
um var þetta ágætt þótt ég viti að
ég geti stokkið lengra. Það kom
ekki akkúrat þarna og á stórmótum
þarf allt að ganga upp. Ég veit að ég á
heima með þeim bestu en ég þarf að
komast á f leiri stórmót og stimpla
mig inn. Það er ekki skortur á því að
trúa á verkefnið.“ – kpt
Það þarf allt að ganga
upp á svona dögum
Fyrsta stökk Hafdísar um helgina var dæmt ógilt sem að hennar sögn
truflaði undirbúninginn örlítið fyrir næstu stökk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKÍÐI Skíðagöngukappinn Snorri
Eyþór Einarsson náði í gær einum
besta árangri sem íslenskur kepp-
andi í skíðagöngu hefur náð þegar
hann endaði í 18. sæti á HM í alpa-
greinum í 50 kílómetra skíðagöngu.
Mótinu lauk í gær í Seefeld í Austur-
ríki og fékk hann 16.04 FIS-stig sem
þýðir að hann er kominn með 50,03
stig í heildina.
Snorri var númer 52 á ráslist-
anum sem fór eftir heimslista
FIS sem þýðir að Snorri var í 52.
sæti meðal keppenda. Norð-
maðurinn Hans Christer Holund
náði forskotinu snemma og var
í sérf lokki með Alexander
Bolshunov þar á eftir en það
voru samkvæmt Skíðasam-
bandi Ísland um 20 manns
í næsta holli, þar á meðal
Snorri og fór svo að hann
lenti í 18. sæti á 1:51.14,9,
rúmri mínútu á eftir Holund
en innan við 20 sekúndum á
eftir Sjur Roethe sem tók bronsverð-
launin.
„Þetta gekk vel og ég er afar sátt-
ur. Það komu smá hnökrar eftir 15
kílómetra og svo aftur eftir 30 en
það er frábært að ná 18. sætinu,“
sagði Snorri í samtali við Skíðasam-
bandið eftir gönguna í Seefeld í gær.
„Þetta gekk bara allt vel, við
vorum búnir að setja upp áætlun
sem stóðst. Það tókst að halda
í við hópinn og með því tókst
mér að safna orku fyrir loka-
sprettinn,“ sagði Snorri um
besta árangur sinn frá upp-
hafi.
„Það er undir mér
komið að festa mig í
sessi þarna. Ég vissi
að á góðum degi
gæti ég náð þessum
árangri.“ – kpt
Snorri í 18. sæti í Seefeld
SnorrI Eyþór Einarsson
Draumurinn um fernuna lifir
Fyrir utan eitt óvænt tap gegn New-
castle hefur Manchester City verið
á miklu skriði undanfarnar vikur.
Níu leikir í síðustu tíu leikjum
í deildinni ásamt því að liðið er
komið í átta liða úrslit enska bikars-
ins og í góðri stöðu eftir fyrri leik-
inn í sextán liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu.
Tuttugu ár eru liðin síðan Man-
chester United, nágrannar þeirra,
urðu eina liðið í sögunni til að vinna
þrennu en Manchester City gerir
nú harða atlögu að því að bæta met
þeirra.
kristinnpall@frettabladid.is
Þeir áttu ekki eitt
skot á markið sem
er ótrúlegt því þetta er afar
erfiður völlur að koma á.
Pep Guardiola
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 4 . M A R S 2 0 1 9
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-B
A
E
8
2
2
7
8
-B
9
A
C
2
2
7
8
-B
8
7
0
2
2
7
8
-B
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K