Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 6
VIÐSKIPTI Það myndi valda álits- hnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að f lytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. Þetta segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri mat- vöruheildverslunarinnar Innness, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið er þegar byrjað að setja sig í stellingar fyrir innflutn- ing á fersku kjöti til landsins, en ef væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráð- herra verður að lögum má hefja inn- flutning í september næstkomandi. „Það er eftirspurn á markaðnum eftir því. Ég held að við byrjum á því að f lytja inn nautakjöt, kjöt fyrir veitingamarkaðinn og steikur sem hafa ekki verið mikið í boði. Við erum þá að tala um vöru sem er í hærri gæðaflokki af því að hún er fersk,“ segir Magnús Óli. Samkvæmt könnun Zenter rann- sókna er meirihluti landsmanna á móti því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvæl- um. Hafa margir viðrað áhyggjur af því að fjölónæmar bakteríur berist til landsins í meiri mæli en áður. Hingað til lands er f lutt inn mikið magn af frosnu kjöti, nam það tæp- lega þremur þúsundum tonna í fyrra, sem var þó talsverður sam- dráttur frá því árinu áður. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að frysting hefði engin áhrif á fjölónæmar bakteríur, það eina sem 30 daga frystiskyldan gerði væri að minnka magn kam- pýlóbakter, bakteríu sem finnst helst í alifuglakjöti og drepst þegar kjötið er fulleldað. Hún tók það jafnframt fram að aukinn inn- flutningur í sjálfu sér auki líkurnar á að fjölónæmar bakteríur berist í mannfólk. Magnús Óli segir erfitt að sjá fyrir hvort innf lutningur á kjöti muni aukast eða hvort ferska kjötið komi að einhverju leyti í staðinn fyrir það frosna. „Svo eigum við líka eftir að sjá hvað innanlands- markaðurinn gerir, þeir hafa áfram tollverndina. Það er spurning hvort þeir muni leggja meiri áherslu á að mæta eftirspurn eða hvort þeir leggi meiri áherslu á mjólkurafurðir til að flytja út.“ Varðandi heilbrigðissjónarmiðin segir Magnús Óli alltaf þurfa að tryggja að matvara uppfylli öll skil- yrði. „Ég get bara talað fyrir okkur, en við stundum bara viðskipti við viðurkennda aðila og það myndi valda álitshnekki ef kjötið uppfyllir ekki öll heilbrigðisskilyrði.“ Hann gagnrýnir málf lutning þeirra sem tala fyrir því að hefta innflutning, það sé ekki verið að slá af neinum heilbrigðiskröfum, aðeins sé verið að bjóða landsmönnum upp á meiri gæði. „Það er talað sýknt og heilagt um að loka landinu en á sama tíma er verið að bjóða ferða- mönnum að skoða tómataræktun og inn á bóndabæi til að skoða búfénað. Það er enginn að spyrja hvar viðkomandi var í gær. Nú rís upp hópur af fólki með áhyggjur af innflutningi á kjöti. Ef áhyggjurnar eru svona miklar af hverju er þá ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir smit af völdum ferðamanna?“arib@frettabladid.is Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti INDLAND Stjórnarandstaðan á Ind- landi hefur undanfarna daga gagn- rýnt Narendra Modi forsætisráð- herra og ríkisstjórn BJP-flokksins, harðlega fyrir að beita indverska hernum í pólitískum tilgangi. Þetta kom fram í umfjöllun BBC í gær. Rekja má óánægjuna til ummæla B.S. Yeddyurappa, eins leiðtoga flokksins, um að deilurnar við Pak- istan muni skila f lokknum á þriðja tug þingsæta til viðbótar í komandi kosningum. Deilurnar snúast um Kasmírsvæðið, sem ríkin gera bæði tilkall til. Eftir að hryðjuverkasam- tök, með höfuðstöðvar í Pakistan, felldu fjörutíu herþjálfaða Indverja í indverska Kasmír fór allt í bál og brand. Indverjar áfelldust Pakistana fyrir að hafa ekki upprætt starf- semina. Síðan sögðust Indverjar hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir samtakanna, sem Pakistanar sögðu rangt, og Pakistanar skutu niður indverska herflugvél. Þingkosningar fara fram á Ind- landi í apríl og maí. Þá mun banda- lag miðju- og vinstrif lokka (UPA), undir forystu Congress-f lokks- mannsins Rahul Gandhi veita BJP harða samkeppni. Samkvæmt nýlegri könnun VDP stefnir í að bandalagið sem BJP leiðir fái 242 sæti en UPA 148. Hvorugur flokkur með hreinan meirihluta. – þea Í klandri vegna átaka í Kasmír Stefnt er á að innflutningur á ófrosnu hefjist í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðu- grundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfalls- aðgerða Ef lingar, VR, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragn- ar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að alls- herjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niður- staða í Félagsdómi í gær um lög- mæti boðunar fyrstu aðgerða Efl- ingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóð- legum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niður- stöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirn- ar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félags- menn hafi samband þessa dag- ana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lág- marksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Ef lingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfs- menn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverk- fall frá og með 1. maí. sighvatur@frettabladid.is Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morg- un. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. RÚSSLAND Tatyana Golikova, vara- forsætisráðherra Rússa, greindi í gær frá því að Rússar hefðu áform um að grafa eftir steinefnum og málmum í geimnum. Þeir bætast þannig í hópinn með Lúxemborg- urum en Lúxemborg var fyrsta ríkið til þess að innleiða löggjöf um geim- námugröft. „Við lögðum ramma um gerð samnings um samstarf á þessu sviði fyrir Lúxemborg í janúar og búumst við svari í bráð,“ sagði Golikova en bætti því við að það væri of snemmt að tala um beint samstarf, enda er löggjöf tengd slíku ekki til staðar. Námugröftur í geimnum gæti orðið gríðarlega arðbær. Fjöldi smá- stirna í sólkerfinu er ríkur af járni, kóbalti, nikkel og jafnvel platínu, samkvæmt Reuters. Hver steinn gæti því skilað miklu í þjóðarbúið fyrir Rússa eða Lúxemborgara. - þea Rússar vilja grafa í geimnum 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 F -A C 6 8 2 2 7 F -A B 2 C 2 2 7 F -A 9 F 0 2 2 7 F -A 8 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.