Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 43
Við erum stolt af því að hafa rutt brautina fyrir byggingu fleiri vist- vænna húsa hér á landi. Ragnhildur Helgadóttir Í könnun sem gerð var á síðasta ári sögðust 62% Banda- ríkjamanna trúa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Dr. Benjamin Santer, vísinda-maður sem starfar hjá Law-rence Livermore National Laboratory í Kaliforníu, hefur rannsakað loftslagsbreytingar í áratugi og sent frá sér skýrslur um áhrif þeirra. Flóknar rann- sóknir hans með hjálp gervihnatta sýna svo ekki verður um villst að loftslagsbreytingar eru af manna- völdum. Rannsóknin er trúverðug og sérfræðingar segja að ekki sé hægt að hunsa niðurstöðuna. „Hitastig í heiminum hefur farið ört hækkandi undanfarin 40 ár. Vonandi verða þessar niðurstöður til að hvetja enn frekar til aðgerða gegn loftslagsbreytingum,“ segir Benjamin. Donald Trump Bandaríkjafor- seti hefur verið helsti efasemda- maður um loftslagsbreytingar af mannavöldum en Bandaríkin drógu sig út úr Parísarsamkomu- laginu 1. júní 2017 og mun það taka gildi 4. nóvember 2020. Markmið samkomulagsins er að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heims- vísu og ná að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Samkomu- lagið gerir ráð fyrir að aðildar- ríki meti stöðu sína á 5 ára fresti. Fyrsta matið á að fara fram árið 2023. Vísindamenn segja að brennsla jarðefnaeldsneytis valdi auknum flóðum, þurrkum, hitabylgjum og hækkandi sjávarmáli ef ekkert verður að gert. Stefnt er að því að skipta yfir í hreina orku, til dæmis með vind- og sólarorku. Í könnun sem gerð var á síðasta ári sögðust 62% Bandaríkjamanna trúa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Þeir voru 47% árið 2013. Þeir eru enn til sem telja að loftslagsbreytingar séu vegna náttúrulegra þátta en þeim fer fækkandi. Síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því skráningar hófust á nítjándu öld. Um 83% Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar og um 60% hugsa mikið um hvað hægt sé að gera til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, samkvæmt Fleiri telja loftslagsbreytingar vera af mannavöldum Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn fjölgar þeim sem telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið þykja sýna að enginn vafi sé lengur á or- sökum þessara breytinga en niðurstöður birtust í tímaritinu Nature Climate Change. Miklar breytingar hafa þegar átt sér stað á ýmsum stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga. Sem betur fer er fólk farið að átta sig á um­ hverfis áhrifun og nýjar kannanir sýna fjölgun þeirra sem vilja taka sig á. könnun sem Gallup gerði hér á landi. Á tólf mánuðum hefur orðið veruleg vitundarvakning meðal Íslendinga. Þetta var meðal þess sem fram kom á umhverfisráð- stefnu Gallup sem haldin var í Hörpu þann 18. janúar. Í ljós kom greinilegur vilji til að gera betur í til dæmis flokkunarmálum. Flestir Íslendingar ætla sér að ná enn betri árangri í þeim efnum og var endurvinnslumálum raðað í fyrsta sæti í verkefnum sveitar- félaga, að því er kom fram á ráð- stefnunni. Mannverk hefur frá stofnun haft þá sýn að gera bygg-ingariðnaðinn umhverfis- vænni. Það var því mikill heiður fyrir Mannverk þegar Umhverfis- stofnun veitti fyrirtækinu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir byggingu visthússins að Brekkugötu í Urriðaholti árið 2017. Um tímamót var að ræða því húsið er fyrsta umhverfisvottaða húsið á Íslandi og sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur Mannverk skapað sér sérstöðu sem bygg- ingaraðili vistvænna húsa. Í bygginguna voru notuð þekkt byggingarefni á Íslandi eins og steypa, steinull og blanda af álklæðningu og timbri. Leitast var við að halda orkunotkun í lágmarki og nota byggingarefni sem hefur ekki verið meðhöndlað með efnum sem eru flokkuð sem krabbameins- valdandi, valda stökkbreytingum eða hafa áhrif á frjósemi. Allt timbur í húsinu er rekjanlegt og að lágmarki 70% hluti timburs kemur úr vottaðri skógrækt. „Markmið með byggingunni var að efla vitund um mikilvægi umhverfismála í byggingariðnaði á Íslandi og voru húsaviðmið Svans- ins löguð að íslenskum aðstæðum. Leitað var nýrra leiða og eru nýj- ungar í húsinu það miklar að þær skipta máli varðandi um hverfis mál en þó ekki svo stórar að byggingar- iðnaðurinn treysti sér ekki til að taka þessi skref. Við erum stolt af því að hafa rutt brautina fyrir bygg- ingu fleiri vistvænna húsa hér á landi,“ segir Ragnhildur Helgadóttir gæðastjóri hjá Mannverki. Umhverfisvænni byggingariðnaður Visthúsið að Brekkugötu 2 í Garðabæ var vottað með norræna umverfismerkinu Svaninum en framkvæmd og byggingarstjórn var í höndum Mannverks. Mannverk hefur á teikniborðinu fleiri vistvænar byggingar sem munu rísa á næstu árum. Um tímamót var að ræða þar sem húsið var fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem fær viðurkennda umhverfisvottun. Eigendur hússins völdu lóð í Urriðaholti en hverfið er það eina hér á landi með Breeam­umhverfisvottun fyrir deiliskipulag sem unnið hefur verið frá grunni með sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. KYNNINGARBLAÐ 15 F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 F -D 8 D 8 2 2 7 F -D 7 9 C 2 2 7 F -D 6 6 0 2 2 7 F -D 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.