Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 36
Náttúrufræðingurinn 116 INNGANGUR Á undanförnum árum hefur byggst upp atvinnurekstur hér á landi við nám og vinnslu kalkþörunga. Íslenska kalk- þörungafélagið ehf. hefur rekið verk- smiðju á Bíldudal frá árinu 2007 og vinnur nú að útvíkkun starfsemi sinnar. Höfundur hefur komið að marg- víslegum rannsóknum tengdum starf- semi Kalkþörungafélagsins allt frá árinu 2000 þegar athuganir hófust á möguleikum á nýtingu kalkþörunga í Arnarfirði. Þessar athuganir hafa farið fram undir merkjum Jarðfræðistofu Kjartans Thors ehf. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum rann- sókna á kalkþörungaseti á Vestfjörðum. Einnig verður fjallað um kalkþörunga- set í innanverðum Húnaflóa, en auk Kalkþörungafélagsins hefur sveitar- félagið Húnaþing vestra beitt sér fyrir rannsóknum á því svæði. Áhersla verður hér lögð á útbreiðslu og magn kalk- þörunga fremur en líffræðilega þætti. Rannsóknir á kalkþörungasvæðunum hafa snúist um fleira en útbreiðslu og magn, og ef til vill gefst síðar tækifæri til að gera því skil. Kalkþörungarannsóknum þeim sem hér er lýst hafa áður verið gerð skil í fjölmörgum skýrslum til verkkaupa. Skýrslurnar voru framleiddar í fáum eintökum og eru ekki greiðlega aðgengi- legar almenningi, en eintak af flestum þeirra er varðveitt á Orkustofnun. KALKÞÖRUNGAR – KÓRAL- ÞÖRUNGAR – KALKÞÖRUNGASET Heitið kalkþörungar hefur verið notað sem samheiti fyrir tegundir rauðþörunga sem fella kalk í frumuveggina og tilheyra ættinni Corallinacea. Sumir þessara þör- unga mynda skán á steinum eða skeljum. Aðrir mynda hríslur sem liggja lausar á botni, en hríslur geta einnig fest sig á steina eða skeljar. Dæmi eru um tegundir sem geta myndað bæði skán og hríslur. Karl Gunnarsson (munnl. uppl.) vill nefna hríslur kalkþörunga sem liggja lausar á botni kóralþörunga á íslensku til aðgreiningar frá öðrum kalkþörungum. Það er ágætlega við hæfi, því samkvæmt reynslu höfundar hafa sjómenn og aðrir oft nefnt lífverurnar kórala, enda minna þær á kórala. Hér verður leitast við að fylgja reglu Karls og rætt um kóralþör- unga þegar átt er við lifandi, lausa kalk- þörunga á botni. Almenna heitið, kalk- þörungar, verður notað um aðra kalk- þörunga, þ.á m. dauða kóralþörunga. Við Íslandsstrendur hafa fundist fjórar tegundir kóralþörunga, Lithothamnion tophiforme, L. Erinaceum,1 L. sonderi og L. glaciale. Hinn fyrstnefndi, L. tophiforme, mun vera algengastur þessara (Karl Gunnarsson, munnl. uppl. 2018). 2. mynd sýnir kóralþörunga á botni. Lifandi kalkþörungar eru rauðblá- leitir eða fjólubláir að lit og mynda víðast hvar um 5 cm lag ofan á botn- inum. Við dauða hverfur þessi litur og eftir situr ljós kalkgrind (3. mynd), sem verður hluti af kalkþörungasetinu. Við hagstæðar aðstæður taka nýir þörungar við og viðhalda yfirborðslagi lifandi þörunga. Með hagstæðum aðstæðum er aðallega átt við hæfilegar hreyfingar sjávar, sem viðhalda aðfærslu nær- ingarefna og hreyfa stöku sinnum við þörungunum. Við of miklar hreyfingar sjávar þrífast kóralþörungar ekki. Kalk- þörungar eru einnig háðir sólarljósi eins og aðrar plöntur. Með talsverðri ein- földun má líta svo á að þeir lifi á dýpi 2. mynd. Þétt hula kóralþörunga á botni Hestfjarðar í Ísafjarðardjúpi. Fjólublái liturinn sýnir að þörungarnir eru lifandi. Einstaka greinar eru ljósar í endann, sem sýnir að vöxtur þeirra er virkur, enda er myndin tekin að sumarlagi. Ofan á þörungunum má sjá tómar skeljar og lifandi ígulker. Myndin er tekin út úr myndbandsupptöku (og er þess vegna ekki af bestu gæðum) og nær yfir um 40 cm breitt svæði. – Dense cover of Lithothamnion on bottom in Hestfjörður in Ísafjarðardjúp. The red- dish blue colour indicates that the organisms are live. Individual thalli have light-coloured tips resulting from active growth. Empty bivalve shells and live sea urchins observed on top of the algae. Photograph from a video recording (hence less than perfect quality). Ljósm. úr myndbandsupptöku/Photo from a video record: Kjartan Thors. 3. mynd. Botn, sem einkennist af dauðum kalkþörungum og kalkþör- ungabrotum. Lifandi kóralþörungar sjást efst á myndinni. Hér er botn- inn (á 5–6 m dýpi) á mörkum þess að kóralþörungar geti þrifist vegna ölduhreyfinga sjávar. – Bottom characterised by dead Lithothamnion algal fragments. Live individuals at top of photograph. The shallow water (5–6 m) and relatively high wave energy prevent the develop- ment of a dense layer of live algae. Ljósm. úr myndbandsupptöku/ Photo from a video record: Kjartan Thors.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.