Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 48
Náttúrufræðingurinn 128 3. mynd. Inngrafið á smásjána er merki með nafni framleiðandans, framleiðslunúmeri hennar og nafni. – Signature with quotation marks and name on tube. Ljósm./Photo: Timo Mappes, www.musoptin.com. ræktarfélög. Hann kom áfram að veiði- málum, sat 1930–1932 í milliþinganefnd sem undirbjó lög um lax- og silungsveiði, var varaformaður veiðimálanefndar frá 1933 til æviloka og formaður nefndar sem vann árin 1954–1955 að endur- skoðun laga um lax- og silungsveiði. SMÁSJÁIN HEIMDAL Um smásjána Heimdal og heiti hennar segir Reinsch 1927 (þýðing GSJ):4 Ég gaf smásjánni nafnið HEIMDAL til minningar um Ísland þar sem fornar germanskar sagnir og goðafræði lifa enn meðal þjóðarinnar. Í rannsóknar- leiðangri á Íslandi árið 1925 reyndist frumgerð feltsmásjárinnar HEIMDAL mér ómissandi félagi og varð ég aldrei fyrir vonbrigðum með hana. Ég gat því ekki veitt smásjánni betri guðföður en goðið Heimdall, goðið með næmustu skynfærin, sem heyrir grasið gróa og sér jafnt nótt og dag. Reinsch lagði á það mikla áherslu við undirbúning Íslandsferðarinnar að koma öllum búnaði sínum haganlega fyrir og láta hann taka sem minnst pláss. Hann leitaði í því skyni til sjóntækja- framleiðandans Karls Reicherts með hugmynd sína um sérstaka ferðasmá- sjá, sem væri fyrirferðarlítil og saman- brjótanleg en gæfi þó hefðbundnum rannsóknarstofusmásjám ekkert eftir í gæðum. Reichert tók honum vel og starfsmenn fyrirtækis hans aðstoðuðu Reinsch við smíðina (1.–3. mynd). Með orðinu feltsmásjá (þ. Feld- mikroskop, d. feltmikroskop, e. field microscope) um smásjá af bestu gæðum til rannsókna utandyra hafði Reinsch í raun skilgreint nýtt hugtak í fræðum sínum. Hann gerði kröfu um sömu tækni og stillingar og í rannsóknarstofusmá- sjám, þ.e. hefðbundnar linsur, auðveld linsuskipti, gallalausa gróf- og fínstill- ingu, sýnaborð sem væri að minnsta kosti 70 mm í þvermál og fullnægjandi búnað til lýsingar. Smásjána skyldi vera hægt að brjóta saman og þar yrðu engir skrúfaðir hlutir sem þyrfti að skipta um og kynnu því að týnast. Henni skyldi vera hægt að pakka í lítinn og léttan en höggþolinn kassa. Smásjáin fór í framleiðslu eftir að Reinsch lést og var notuð nokkuð víða á meginlandi Evrópu við vatnalíffræði- rannsóknir, en síður í enskumælandi löndum. Hún virðist einnig hafa verið markaðssett fyrir hernaðarþarfir, að minnsta kosti í Japan.6 Í grein frá 1933 um vatnalíffræðileg rannsóknartæki segir Franz Ruttner (1882–1961) forstöðumaður Vatnalíf- fræðistöðvarinnar í Lunz og höf- undur Fundamentals of Limnology, sem er kennslubók í vatnalíffræði:7 „Til líf- fræðilegra feltrannsókna notum við hina velþekktu ferðasmásjá HEIM- DAL frá Reichert. Hún tekur nánast ekkert pláss og hefur reynst afburða- vel [þ. ausgezeichnet, d. fremragende, e. excellent] í verkefnunum.” Á vefsetri sjóntækjasafnsins Museum optischer Instrumente8 segir að fram til ársins 1955 hafi jákvæðar tilvísanir í sérfræði- tímaritum um notkun smásjárinnar til rannsókna birst reglulega og að í þeim komi fram að hún hafi reynst einstak- lega hentug. Hraðari og betri samgöngur eru að líkindum helsta ástæða þess að nú er minni þörf fyrir feltsmásjá en á fyrri hluta 20. aldar. Flytja má fersk sýni milli landshluta á rannsóknarstofu á nokkrum klukkutímum þannig að sér- fræðingar kjósa fremur að nýta full- komna aðstöðu rannsóknarstofunnar en ófullkomna aðstöðu á sýnatökustað. Tæknin virðist heldur ekki hafa verið þróuð áfram þegar hún úreltist. LOKAORÐ Friedrich Kurt Reinsch entist ekki aldur til þess að ljúka verkefnum sínum hér á landi og birta niðurstöður rann- sókna sinna í alþjóðlegum tímaritum. Við vitum aftur á móti hvar hann fór og hvað hann var að rannsaka og til er ýtar- leg lýsing á búnaði hans og tækjum. Reinsch ánafnaði Íslendingum þessi tæki sín, væntanlega einnig smásjána Heimdal. Ef tækin hafa borist til Íslands, sem ekki er staðfest, er ótrúlegt að ekki séu minjar um þau einhvers staðar þótt langt sé um liðið. Einnig má vænta þess að grip eins og þeim sem sýndur er á 1. mynd hafi verið sýndur nokkur sómi. Vonandi man einhver eftir að hafa séð smásjána í skáp, hillu eða kassa og gerir ráðstafanir til að koma henni í viðeig- andi vörslu. Ef um er að ræða smásjána sem Reinsch kom með til Íslands 1925, frumgerð HEIMDAL, er um vísinda- sögulegar minjar að ræða. Smásjáin Heimdal, frumgerðin eða tæki síðar framleitt, myndi sóma sér vel sem minnismerki um óvenjulegan frumkvöðul í vatnalíffræði hér á landi. SUMMARY Friedrich K. Reinsch, his limnological studies in Iceland and portable field microscope, Heimdal Young German scientist, Friedrich Kurt Reinsch, travelled in Iceland in the summer 1925 for limnological studies. He was well prepared, and brought with him diverse and numerous scientific instruments. Among the instruments was a prototype of a microscope he designed in association with the optical company C. Reichert in Vienna. This was a portable field microscope, which he named Heimdal after the Nordic god Heimdall. Reinsch was not able to fin- ish his limnological research in Iceland because of a cancer disease that he died of in 1927. Internationally, his name will be remembered for his Heimdal micro- scope. He donated his scientific instru- ments to Iceland after his death, but the institute that received his donation has yet to be identified.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.