Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 8
Bandaríska flugmála- stofnunin segir að tekið geti mánuði að komast til botns í vandanum sem fást þarf við í Boeing 737 MAX 8 þotum. EÞÍÓPÍA Deilur um hvort kyrrsetja skuli allar 737 MAX 8 flugvélar frá Boeing héldu áfram í gær. Tewolde Gebremariam, forstjóri Ethiopian Airlines, kallaði eftir því að allar f lugvélar af þessari gerð í heiminum yrðu kyrrsettar þangað til sýnt yrði fram á að þær væru öruggar. 737 MAX 8 vél f lugfélags- ins hrapaði á sunnudaginn. 157 fór- ust í slysinu. Undir kvöld í gær bárust svo fréttir af því að MAX-vélarnar hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum, heimalandi Boeing-verksmiðjanna. Bandaríska f lugmálastofnunin segir að tekið geti mánuði að kom- ast til botns í vandanum. Eftir umrætt slys, og flugslys sem varð þegar vél hins indónesíska f lugfélags Lion Air hrapaði í októ- ber, voru slíkar flugvélar kyrrsettar Boeing 737 MAX 8 úr loftinu Norwegian krefst bóta Norska flugfélagið Norwegian Air sagði frá því í tilkynningu í gær að félagið byggist við því að Boeing greiði því skaðabætur vegna málsins. Vill sum sé að framleiðandinn bæti því tekju- tapið sem fylgir því að kyrrsetja vélarnar. Átján flugvélar í 163 véla flota Norwegian Air eru af þessari gerð. Samkvæmt Reuters hefur flugfélagið ráðist í miklar fjár- festingar til þess að gera MAX- vélarnar að sínum besta valkosti fyrir stuttar og millilangar flug- ferðir á næstu árum. „Næstu skref eru undir evr- ópskum flugmálayfirvöldum komin. En við vonum, og búumst við því, að MAX-vélar okkar verði komnar í loftið sem allra fyrst,“ sagði Bjørn Kjos, forstjóri og stofnandi Norwegian Air, í myndbandi sem hlaðið var upp á Facebook í gær og bætti við: „Ýmsir hafa spurt hvaða áhrif þetta hafi á fjárhag okkar. Það er nokkuð augljóst að við munum ekki greiða þann kostnað sem felst í því að kyrrsetja vélarnar. Við munum senda reikninginn til framleiðanda.“ ÚKRAÍNA Þegar rúmar tvær vikur eru í forsetakosningar í Úkraínu mælist grínistinn og leikarinn Vol- odíjmíjr Selenskíj með mest fylgi. Selenskíj hefur áður leikið hlutverk forseta Úkraínu. Samkvæmt könnun sem SOCIS birti í gær mælist Selenskíj, nýgræð- ingur í stjórnmálum, með 20,7 prósenta fylgi. Petro Porosjenko, sitjandi forseti, mælist með 13,2 prósent og stjórnarandstöðuleið- toginn Júlía Tíjmosjenko, fyrrver- andi forsætisráðherra, mælist með ellefu prósent. – þea Grínisti mælist langvinsælastur NÍGERÍA Talið er að hundruð barna hafi lokast inni í rústum þegar skóli þeirra hrundi í borginni Lagos í Nígeríu í gær. Nígeríska blaðið Van- guard greindi frá. Björgunarfólk og slökkvilið var sent á vettvang til þess að reyna að komast að börn- unum en þau voru í kennslustund þegar byggingin hrundi skyndilega. Að minnsta kosti átta börn höfðu látist þegar þessi frétt var skrifuð, að því er BBC greindi frá. – þea Skóli hrundi ofan á börnin Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bandaríkin fylgdu í gærkvöld í fótspor ESB, Kína, Kanada og annarra og kyrrsettu 737 MAX flugvélar frá Boeing eftir tvö alvarleg flugslys. Forstjóri Ethi­ opian Airlines vill að allar vélarnar verði kyrrsettar, en flugvél félagsins hrapaði. Nor­ wegian vill að Boeing borgi skaðabætur. Volodíjmíjr Sel­ enskíj forseta­ frambjóðandi. víða, meðal annars hjá Icelandair, og til að mynda ESB, Singapúr, Kína og Ástralía hafa bannað umferð slíkra f lugvéla um lofthelgi sína. Kanada bættist í hópinn í gær. Sam- gönguráðherra ríkisins sagði gervi- hnattagögn sýna fram á líkindi með slysunum tveimur. Bandarískir öldungadeildar- þingmenn úr báðum f lokkum, til að mynda Repúblikaninn Ted Cruz og Demókratinn Elizabeth Warren, hafa sagt skynsamlegast að Banda- ríkin taki sömu ákvörðun og það varð ofan á eins og fyrr segir. Bandaríska f lugmálastofnunin hafði sagt í tilkynningu í fyrrinótt að rannsókn stofnunarinnar hefði enn ekki leitt neitt í ljós sem gæfi til- efni til kyrrsetningar. Flugfélög og aðrir einkaaðilar hefðu heldur ekki af hent upplýsingar eða gögn sem gæfu tilefni til slíkrar ákvörðunar. Fyrrnefndum Tewolde Gebrem- ariam leist illa á þetta svar. Breska ríkisútvarpið hafði eftir honum að þótt hann samþykkti ákvörðun FAA þyrfti að gæta „fyllstu varúðar“ og að allir þeir aðilar sem hefðu ákveðið að kyrrsetja vélarnar hefðu haft góða ástæðu til. thorgnyr@frettabladid.is 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -A 8 D 8 2 2 8 E -A 7 9 C 2 2 8 E -A 6 6 0 2 2 8 E -A 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.