Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 10
 Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun um matsskyldu Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir · Allt að 50 tonna tilraunaeldi á vegum Hafrann- sóknarstofnunar að Stað, Grindavíkurbæ · Viðhaldsdýpkun og efnislosun í Þorlákshöfn, Ölfusi · Svínabú að Torfum í Eyjafjarðarsveit · Framleiðsluaukning og stækkun fiskeldis Sam- herja að Núpum, Ölfusi skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106 /2000. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík og á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðun má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 15. apríl 2019. Óska eftir að kaupa enskunámskeið. Enska án erfiðis. Námskeiðið samanstendur af 6 kassettum. Upplýsingar í síma 4833568 Horfðu á heildarmyndina Ótakmarkað Internet Netbeinir og WiFi framlenging Ótakmarkaður heimasími Sjónvarps- þjónusta + Afþreying frá Stöð 2 Allt í einum pakka á lægra verði Kynntu þér málið á vodafone.is, í síma 1414, í næstu verslun eða hjá umboðsaðilum okkar um land allt. Job.is Þú finnur draumastarfið á Erlend hópferðafyrirtæki með starfsemi á Íslandi gera út á að þau geti veitt þjónustu á meðan á verkföllum hjá starfs­mönnum rútufyrirtækja stendur. Sögð stunda félagsleg und­ irboð og greiða nær engin opinber gjöld. Framkvæmdastjóri Eflingar segir verkalýðsfélögin ekki ábyrg fyrir því hvernig kapítalistar nýta sér hnattvæðingu. Frumskilyrði sé að fólk geti lifað af launum sínum. „Erlendu fyrirtækin gera út á það að þau geti keyrt farþega vegna þess að verkföllin ná ekki til þeirra. Þannig auglýsa þau sig erlendis og hafa haft upp úr því töluverð við­ skipti, tjón innlendra rútufyrir­ tækja hleypur á tugum milljóna nú þegar og fer vaxandi. Við höfum ítrekað bent verkalýðsfélögunum, yfirvöldum og fleirum á þessa stöðu án þess að nokkuð hafi verið gert,“ segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, í sam­ tali við Fréttablaðið. „Það er nokkuð kaldhæðnislegt að verkalýðsforystan ætli að herja á breiðu bökin í ferðaþjónustu, rútu­ fyrirtækin, sem nú berjast í bökk­ um. Verkalýðsforystan veit mætavel að þetta eru ekki breiðu bökin, samt á að halda áfram af fullum þunga, til þess eins að afhenda erlendum fyrir­ tækjum sem engu skila til samfélags­ ins þessi viðskipti. Hver hefur hag af því?“ Guðjón bendir á að hið opin­ bera verði af miklum tekjum þegar erlendu fyrirtækin sinna akstri hér á landi. Þau greiði laun langt undir því sem kjarasamningar kveða á um, greiði engan virðisaukaskatt, enga skatta og engin launatengd gjöld. Jafnframt bendir Guðjón á að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessum fyrirtækjum. Ofan á það geti þessi þróun haft langtímaáhrif á rekstrar­ umhverfið. „Afpantanirnar eru nú þegar byrjaðar og þær teygja sig lengra og lengra inn í sumarið, með til­ heyrandi fjártjóni. Þegar fyrirtæki hafa engin verkefni og engar tekjur, þá er erfitt að hafa fólk í vinnu. Þetta hefur farið vaxandi undanfarin ár og nú þegar boðað er til verkfalla gefa þau í. Það verða þá bara erlend fyrirtæki að aka erlendum ferða­ mönnum hér á landi eftir nokkur ár,“ segir Guðjón og spyr hvort aðgerðaleysið væri jafnmikið ef sjó­ menn færu í verkfall og breskir tog­ arar streymdu inn í lögsöguna til að veiða fiskinn. Guðjón gagnrýnir einnig að niðurstaða í kosningu VR hafi ekki verið sundurliðuð milli hótela og Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Verkföll vofa yfir íslenskum hópferðafyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Erlend hópferðafyrir- tæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu með- an á verkföllum stendur. Ríkissjóður getur orðið af 25 milljónum á dag. Efling segir verkalýðs- félög ekki bera ábyrgð. MARKAÐURINN 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -B C 9 8 2 2 8 E -B B 5 C 2 2 8 E -B A 2 0 2 2 8 E -B 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.