Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 20
RÚV með helming auglýsingatekna Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn frétta-mat úr samantekt Hagstof- unnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skipt- ingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýs- ingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmið- illinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðla- markaðnum þegar kemur að aug- lýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlut- fallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarps- ins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarð- inn er auðvitað hver hlutdeild Ríkis- útvarpsins er gagnvart þeim einka- fjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hag- stofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsinga- tekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarps- stöðvar Sýnar með Stöð 2 og sport- rásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálms- sonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkis- sjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstakl- ingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi aug- ljóslega muna miklu ef áskriftar- stöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmings- hlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta stað- festir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsinga- tekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til af þreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamark- aður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstak- lega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Heiðar Guðjónsson stjórnarfor- maður Sýnar hf. Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauð- synjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upp- lýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðu- öryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, mat- vælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstof- unnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neyslu- útgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, hús- næðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að fram- leiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðs- sjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks land- búnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnis- fótsporið stækka og sjálf bærnin minnka. Þá er hæpið að allar tolla- lækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugild- um búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur? Ódýr matur – dýrkeypt blekking Vinkona mín, hámenntuð og með eindæmum dugleg, vinnur í banka og hefur 920.00 í laun á mánuði (er í efstu tekjutíund 2017). Hún á þrjú börn með fyrrverandi manni sínum sem vinnur sem bílstjóri á Ef l- ingartaxta, hefur lágmarkslaun, 300.000 á mánuði. Þau skildu á síðasta ári og eru börnin með lög- heimili hjá eiginmanninum fyrr- verandi. Hún spurði mig hvort þeirra ég héldi að væri með hærri ráð- stöfunartekjur. Ég svaraði að ég reiknaði nú með að hún væri með töluvert hærri ráðstöfunartekjur þar sem laun hennar eru í f lokki 10% þeirra sem hæst hafa laun á landinu en hann hafi lágmarks- laun, sem eru í neðstu tíund. Hún svaraði: Karlinn er með 625.531 þús. á mánuði í ráðstöfun- artekjur, en ég, er með 400.781, eða um tæplega 225 þús. minna þótt ég sé með meira en þrisvar sinnum hærri laun. Ef ég tæki af borganir af námslánum með í reikninginn hef ég um 360.000 í ráðstöfunar- tekjur, tæplega helming af því sem hann hefur. Í töf lunni hér til hliðar eru sýndar tekjur, skattar og önnur gjöld, bætur, og ráðstöfunartekjur. Af umræðunni að dæma undan- farið mætti halda að munur á ráð- stöfunartekjum væri hér mjög mikill og að hópar eins og barn- margar einstæðar mæður hefðu það einstaklega slæmt. Í þeirri umræðu fer of t ast lít ið f y r ir hlutverki velferðarkerfisins sem gengur rösklega fram í að jafna kjör, hvað þá að umræðan snúist um töluleg gögn og staðreyndir. Í ofangreindu dæmi sést hvernig velferðarkerfið fer offari í að leggja Launajafnrétti á Íslandi Ólafur Dýrmundsson ráðunautur Einstætt foreldri með 3 börn Fráskilinn banka- maður með 3 börn Laun Lágmarkslaun Efsta tekjutíund Mánaðarlaun 300.000 920.000 Tekjuskattur og útsvar 49.940 269.807 Lífeyrissjóður 12.000 36.800 Stéttarfélag 2.100 6.440 Útborgað 235.960 606.953 Barnabætur 103.086 0 Húsnæðisbætur 54.449 0 Meðlag* 206.172 -206.172 Mæðra/feðralaun 25.864 0 Bætur samtals 389.571 -206.172 Ráðstöfunartekjur 625.531 400.781 Mismunur -224.750 Bjarni Jónsson fyrrverandi dósent álögur á þá sem það telur hafa breiðustu bökin og veita til hinna sem eru taldir mest þurfandi. Hver og einn getur sannreynt tölurnar í töf lunni hér að ofan, og skoðað hvaða áhrif breyttar for- sendur hafa. Reiknivél um skatta er t.d. að finna á vefnum https://virtus.is/ #Reiknivel Reiknivél um barnabætur er að finna á vef RSK https://www. rsk.is/einstaklingar/reiknivelar/ reiknivel-barnabota/ Reiknivél um húsnæðisbætur er að finna á vef Íbúðalánasjóðs, https://www.husbot.is/reiknivel Reglur um meðlagsgreiðslur er að finna á vef Sýslumanna https:// w w w.syslumenn.is/thjonusta/ fjolskyldumal/medlag_framlog/ og http://www.medlag.is/ Reglur um mæðra/feðralaun er að finna á vef Tryggingastofnunar https://www.tr.is/barnafjolskyld- ur/maedra--og-fedralaun/ *Í þessu tilfelli er gert ráð fyrir að meðlagsgreiðsla sé tvöföld lág- marksgreiðsla sem heimild er fyrir í reglugerð þar sem laun meðlags- greiðanda eru hærri en 885 þús. á mánuði. Ef einungis er greitt lág- marksmeðlag verður munur á ráð- stöfunartekjum samt um 18 þús. einstæða foreldrinu í vil Tekjur, skattar, gjöld, bætur og ráðstöfunartekjur Karlinn er með 625.531 þús. á mánuði í ráðstöfunar- tekjur, en ég er með 400.781 eða um tæplega 225 þús. minna þótt ég sé með meira en þrisvar sinnum hærri laun. Świadectwo kwalifikacji zawodowej Kurs odnawiający po polsku Endurmenntun atvinnubílstjóra á Pólsku Rozpoczęcie 17.03 godz 10.00 Zajęcia będą prowadzone w niedziele w zależności od ilości chętnych Więcej informacji na www.bilprof.is Ökuskólinn i Mjódd s.5670300 Þarabakki 3 pierwsze piętro Hefst sunnudaginn 17. mars kl 10-17 og verða námskeið áfram á sunnudagsmorgnum eftir því sem þörf er á. Sjá nánar á www.bilprof.is Ökuskólinn í Mjódd s. 567-0300 Þarabakki 3, 2.hæð Ökuskólinn Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - s:5670300 - mjodd@bilprof.is 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -7 7 7 8 2 2 8 E -7 6 3 C 2 2 8 E -7 5 0 0 2 2 8 E -7 3 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.