Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 26
Þetta er í fyrsta sinn sem Feldur tekur þátt í Hönn­unarMars en Marta Heiðars­ dóttir heldur utan um sýninguna Endurkomu sem sett verður upp í verslun Felds að Snorrabraut 56. Marta starfar sem hönnuður hjá Feldi og er jafnframt dóttir eig­ endanna, þeirra Heiðars Sigurðs­ sonar feldskera og Kristínar Birgisdóttur. „Þetta er fjölskyldu­ fyrirtæki og hér ganga allir í öll verk. Ég afgreiði líka í búðinni og sé um breytingar og viðgerðir,“ segir Marta. Hugmyndin að Endurkomu vaknaði einmitt í kringum viðgerðirnar. Algengt er að fólki komi í Feld með gamla pelsa sem þarf að stytta, laga eða jafnvel bara skipta um tölur. Þessar örlitlu breyt­ ingar geta skipt sköpum og breytt gömlum pelsum í nútímalegri og klæðilegri f lík að sögn Mörtu. „Mig langaði að kafa aðeins dýpra og sjá hvað væri hægt að gera til að lífga upp á gamla pelsa. Í geymslunni hjá mömmu og pabba var fullt af pelsum sem enginn hafði klæðst í fjöldamörg ár. Ég ákvað að taka nokkra þeirra Mig langaði til að gefa þessum gömlu virðulegu pelsum endur- komu í sviðsljósið. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Marta Heiðarsdóttir er hönnuður hjá Feldi. MYND/SIGTRYGGUR ARI Marta notaði liti til að lífga upp á. Gamall pels með nýju belti. Gamlir pelsar fá endurkomu Feldur Verkstæði sýnir samansafn af endurunnum pelsum á HönnunarMars í lok marsmánaðar. Pelsarnir höfðu dúsað óhreyfðir í geymslu í fjöldamörg ár en eru gengnir í endurnýjun lífdaga. Þeir sem hafa glímt við ein­hvers konar húðvandamál virðast mjög oft finna það sem þeim hentar þegar þeir prófa Taramar húðvörurnar,“ segir Viðar Garðarsson, markaðsstjóri Taramar, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Það sem gerir vörurnar okkar algerlega einstakar er annars vegar sú staðreynd að við notum engin manngerð rotvarnar­ efni, engin hormónatruflandi efni, né nokkur af þeim ríflega 900 efnum í snyrtivörum sem teljast varasöm, samkvæmt lista Environ­ mental Working Group. Hins vegar er skýringin sú að við notum svo­ kallaðar „ferjur“ til þess að koma næringu og virkum efnum í neðri lög húðarinnar. Til marks um þessa af burðavirkni Taramar húðvar­ anna höfum við m.a. safnað saman vitnisburðum sem fjöldi ánægðra viðskiptavina hefur sent okkur.“ Sverrir Ómar Victorsson á Sel­ fossi hefur glímt við ýmiss konar húðvandamál og m.a. verið með mikið af bólum sem skildu eftir sig mörg ljót ör í andlitinu. Hann fór í lyfjameðferð til þess að hemja þá kirtla sem ýttu undir bólumyndunina. Þar á eftir fór hann í laser­ meðferð hjá húðlækni til þess að eyða örunum eftir bólurnar. Ekki var þó hægt að fjarlægja þau öll þar sem þau voru á viðkvæmum svæðum. Eftir þessa meðferð hefur Sverrir verið með mjög við­ kvæma húð og eins og hann segir sjálfur frá, þá höfðu 99% af þeim húðvörum sem hann reyndi ýmist ertandi áhrif á húðina, eða ollu stíflum og þurrki síðar um daginn. Það var svo fyrir tilviljun að Sverrir reyndi Taramar húðvörurnar í fyrsta sinn. Hann var á leið úr landi og kominn inn í Fríhöfnina þegar hann uppgötvaði að hann hafði gleymt rakakreminu sínu heima. Þar var honum bent á Taramar. „Mér leið strax eins og þetta krem væri sér­ gert fyrir mig. Kremið smaug inn í gegnum húðina og enginn pirringur og enginn kláði. Örin, sem voru fyrir á viðkvæmustu svæðum andlitsins, sjást ekki í dag og ég tel það vera virku efnunum í Taramar að þakka. Húðin hefur aldrei verið betri. Þetta eru sannkölluð undrakrem sem hafa skilað mér ótrú­ legum árangri,“ segir Sverrir sem hefur notað dagkrem, næturkrem og serum frá Taramar reglulega síðasta árið. Á heimasíðu Taramar er hægt að skrá sig í vildarklúbb Taramar. Aðilar að honum fá sérkjör og tilboð sem öðrum bjóðast ekki. Hver sá sem skráir sig í klúbbinn fær 5.000 króna inneign í vildarpunktum við innskráningu. Vörur fyrir vandamálahúð Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt og rit- að um svokallað- ar hreinar snyrti- vörur. Óhætt er að segja að í þeim vöruflokki standi íslensku Taramar húðvörurnar fremstar meðal jafningja. Sverrir Ómar hefur góða reynslu af Taramar. Sverrir var með ljót ör eftir bólur í and- litinu. Vangamyndir áður en notkun á Taramar hófst.  og breyta þeim eftir mínu höfði,“ lýsir Marta. Hún segir hvern pels einstakan og nálgaðist verkefnið út frá því. „Sumum breytti ég lítið, tók kannski bara axlapúða og setti belti. Öðrum breytti ég meira og bætti við lituðu íslensku lamb­ skinni.“ Nafn sýningarinnar, Endur­ koma, segir Marta í raun beina þýðingu á enska orðinu „come­ back“. „Mig langaði til að gefa þessum gömlu virðulegu pelsum endurkomu í sviðsljósið. Þetta voru allt pelsar sem einu sinni þóttu f lottir en hurfu í geymslu þegar tískan breyttist.“ Marta segir aðrar reglur gilda um pelsa en önnur föt. „Fólk hendir ekki pelsum. Þetta eru f líkur sem fólk eignast oft bara einu sinni á ævinni og tímir ekki að láta frá sér þó þeir séu ekki í notkun. Mig langaði að sýna að það sé hægt að gefa þeim nýtt líf með smá breytingum.“ SHISEIDO KYNNING Í SIGURBOGANUM 14.–16. MARS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FRÁ SHISEIDO MEÐAN Á KYNNINGU STENDUR. Sérfræðingur Shiseido verður á staðnum og veitir persónulega ráðgjöf. Fallegur kaupauki fylgir ef verslað er fyrir 7.900 kr. eða meira.* *Á m eð an b irg ði r e nd as t. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -B 2 B 8 2 2 8 E -B 1 7 C 2 2 8 E -B 0 4 0 2 2 8 E -A F 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.