Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 28
Þau Elín Thorarensen verk-efnisstjóri og Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Íslands- mótsins, segja markmið þessa viðburðar m.a. að kynna fyrir ungu fólki þau fjölmörgu tæki- færi sem felast í iðn- og verk- og tækninámi. „Og um leið auðvelda ungu fólki að kynna sér fjöl- breytt námsframboð framhalds- skólanna með það fyrir augum að f leiri taki upplýsta ákvörðun um námsval sem tekur mið af áhugasviði þeirra og hæfni.“ Bæði Íslandsmótið og framhaldsskóla- kynningin styðja því við hvort annað að sögn Elínar. „Nemendur sjá þannig eitthvað áhugavert í keppninni og geta kynnt sér hvar það er kennt. Þeim gefst kostur á að sjá með eigin augum ungt fólk að störfum í þessum greinum og fá sjálfir að snerta á og prófa að handleika tól og tæki sem notuð eru af fagfólki.“ Næg starfstækifæri Það að velja sér nám eftir áhuga- sviði og hæfni eykur markvisst líkur á að viðkomandi ljúki náminu að sögn Þórs, auk þess sem ánægja og vellíðan á náms- tíma verður mun meiri. „Eins og f lestir hafa heyrt er brotthvarf úr námi töluvert vandamál hér á landi. Við viljum hvetja ungt fólk til að velja sér það nám sem hugurinn stendur til og taka einnig inn í myndina hverjir framtíðarmöguleikarnir eru að námi loknu.“ Þau segja mikinn skort á iðnmenntuðu fólki og því séu næg starfstækifæri fyrir fólk með slíka menntun auk þess sem tekjumöguleikar eru miklir. Þeir sem vilja síðan taka stúdentspróf geta alltaf bætt því við. Einnig eru miklir möguleikar á framhalds- námi bæði hér á landi og erlendis. Þátttakendur á Íslandsmótinu eru nemendur í iðn- og verk- greinaskólum landsins og þeir sem nýlega hafa lokið námi. Um er að ræða um 200 keppendur sem taka þátt í ár og keppa um Íslands- meistaratitla í 28 faggreinum. „Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í sam- keppni sem reynir á hæfni, skipu- lagshæfileika og fagmennsku. Margir keppendur hafa nú þegar unnið forkeppni til að komast á Íslandsmótið, aðrir gefa kost á sér þar sem þeir eru áhugasamir, vilja máta sig við aðra og sýna fram á færni sína og kunnáttu í faginu. Nokkur fagfélög senda síðan sigurvegarana á Evrópumót er kallast EuroSkills en það verður haldið í Graz haustið 2021.“ Fjölbreytt námsframboð Samhliða Íslandsmótinu er fram- haldsskólakynning eins og fyrr segir en þetta er í þriðja sinn sem svo stór sameiginleg framhalds- skólakynning er haldin í tengslum við Íslandsmótið. „Það hefur gefið mjög góða raun að tengja þessa tvo viðburði saman. Skólarnir leggja mikinn metnað í að kynna allt sitt nám, bæði bóklegt og verklegt og að gera það á lifandi og skemmtilegan máta. Reynt er að gefa gestum smá innsýn í það sem fer fram innan veggja skólanna bæði hvað varðar nám og félagslíf. Náms- og starfsráðgjafar, kenn- arar og nemendur skólanna svara fyrirspurnum og veita upplýsing- ar.“ Allir framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu taka þátt auk fjöl- margra skóla af landsbyggðinni. „Þarna gefst því áhugasömum einstakt tækifæri til að kynna sér það fjölbreytta námsframboð sem er í boði á framhaldsskólastigi víða um land.“ Allir mega prófa Fjölskyldufólk er sérstaklega boðið velkomið á laugardaginn frá kl. 10-16 en þá er boðið upp á fjöruga dagskrá. „Fagfélögin eru með svæði sem við köllum „próf- aðu“ og þar gefst gestum tækifæri til að snerta á, upplifa og smakka ýmislegt, m.a. skoða smárásir og setja saman, prófa ýmsa herma og fjölbreytileg verkfæri, f létta hár, sauma, helluleggja, sjá rúning, mjaltir og plægingar og smakka brauðmeti. Framhaldsskólarnir bjóða líka upp á margt sniðugt s.s. að splæsa í net, Tækniskólaþrautir og FabLab. Team Spark mun kynna raf bílinn sinn, BMX Brós verða með sýningar og eins verður Meistari Jakob með uppistand. Þetta verður því öðruvísi upp- lifun fyrir alla krakka og foreldra þeirra líka.“ Þór og Elín eru sammála um að staða iðn- og verkgreina sé nokkuð góð hér á landi og horfur fyrir næstu ár eru nokkuð góðar. „Umræða um iðn- og verkgreinar er alltaf að batna og má telja hana jákvæða um þessar mundir. Fyrir- tækin í landinu vantar starfsfólk á öllum sviðum þessara greina. Góð umfjöllun um það og tæki- færi á framhaldsnámi með iðn- og verknám sem undirstöðu gerir það að verkum að æ fleiri sjá þessa leið sem góðan valkost.“ Allar nánari upplýsingar og dag- skrá má finna á www.verkidn.is. Það er Verkiðn sem sér um skipulag á Minni framtíð og þar bera Þór Pálsson, framkvæmda- stjóri Íslands- mótsins, og Elín Thorarensen verkefnis- stjóri hitann og þungann. MYND/STEFÁN Næg starfstækifæri eru fyrir fólk með iðmenntun og tekjumöguleikar miklir. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, 2 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVERKIÐN 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -C 6 7 8 2 2 8 E -C 5 3 C 2 2 8 E -C 4 0 0 2 2 8 E -C 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.