Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 32
Árið í fyrra var gott bílasöluár í heiminum þrátt fyrir að sam-dráttur hafi orðið á stærsta bílasölumarkaði heims, í Kína, í fyrsta sinn í 20 ár. Alls seldust 78,7 milljón bílar í heiminum, örlítið minna en árið áður þegar seldust 79 milljón bílar. Sala bíla hefur verið mjög stöðug síðustu þrjú ár og í ár stefnir í mjög ámóta sölu og í fyrra. Mikil söluaukning hefur hins vegar orðið frá aldamótum og var meðal- talssalan á árunum 2000 til 2015 54,9 milljón bílar og meðaltalið frá 1990 til 1999 var 39,2 milljónir bíla, eða um helmingi minna en síðustu þrjú ár. Því má segja að ákveðinn stöðug- leiki sé kominn í heimssöluna þessi árin eftir gríðarlegan vöxt á síðustu áratugum. Mestu munar um Kína Miklu munar um innkomu Kína á bílamarkaðinn, en í fyrra seldust þar 23,3 milljónir bíla en 24,2 millj- ónir árið á undan sem var stærsta bílasöluár Kína frá upphafi. Sé litið til ársins 2013 í Kína þá seldust þar 16,3 milljónir bíla og því er aukn- ingin um sjö milljón bílar til ársins í Tíu milljón bíla söluaukning á 5 árum Ákveðinn stöðugleiki er kominn í sölu bíla í heiminum eftir gríðarlega aukningu síðustu ára- tuga. Salan síðustu þrjú ár er rétt innan við 80 milljónir bíla á ári og í ár stefnir í svipaða tölu. Það þurfa margar hendur að koma að því að setja saman bíl. Hér á landi er hægt að læra bifreiðasmíði, bílamálun og bifvélavirkjun meðal annars. NORDICPHOTOS/GETTY fyrra og á Kína langstærsta þáttinn í þeirri söluaukningu sem orðið hefur á þessum tíma í heiminum, eða um tvo þriðju aukningarinnar. Salan frá 2013 til 2018 hefur farið frá um 69 upp í 79 milljón bíla. Aukning líka í Evrópu og Bandaríkjunum Sala bíla í Evrópu jókst um 3,3 milljónir milli 2013 og 2018, úr 12,3 í 15,6 milljónir. Á sama tíma jókst salan í Bandaríkjunum um 1,7 milljón bíla, frá 15,5 í 17,2 og á Indlandi um 0,8 milljón bíla, úr 2,6 í 3,4 milljónir bíla. Á móti kemur að fækkun varð í Rússlandi um eina milljón bíla, í Brasilíu um 1,1 millj- ón bíla og Japan um 200.000 bíla. Mikil aukning í Rússlandi og Brasilíu Af einstökum bílamörkuðum í fyrra ber hæst að salan í Kína minnkaði um 1,1 milljón bíla á milli ára. Salan í Bandaríkjunum stóð svo til í stað og salan í Evrópu og Japan líka. Á þessum þróuðu markaðssvæðum ríkir mesti stöðugleiki í sölu. Salan í hinu fjölmenna ríki Indlands er á stöðugri uppleið og jókst um 5% í fyrra og 9% árið þar á undan. Salan hefur farið úr 2,55 milljónum bíla þar árið 2013 í 3,39 milljón bíla í fyrra, eða upp um 33%. Salan í hinu stóra landi Brasilíu jókst þó enn þá meira í fyrra, eða um 14% og nam 2,5 milljón bílum og hefur vaxið um 24% á síðustu tveimur árum. Sala bíla í Rússlandi tók líka stökk í fyrra og óx um 13% og hefur vaxið um 26% á síðustu tveimur árum. Salan í Rússlandi er þó enn um einni milljón bíla minni en árið 2013. Þá seldust 2,8 milljón bílar en 1,8 í fyrra. Segja má að ákveðinn stöðugleiki sé kominn á heimssöluna þessi árin eftir gríðarlegan vöxt á síðustu áratugum. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVERKIÐN allt fyrir iðnaðinn... járnsmíðavélar, trésmíðavélar, loftpressur, verkfæri, sogkerfi, lyftibúnaður, 3d prentarar og prentþráður, sandblástur, bílavörur og margt fleira 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -A D C 8 2 2 8 E -A C 8 C 2 2 8 E -A B 5 0 2 2 8 E -A A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.